laugardagur, nóvember 29, 2003

Núna um kl:18:00 hafði Maggi Brabra samband við fréttadeildina og var með eftirfarandi fréttir úr nýliðaferð.

Þeir voru komnir upp í Setur kl:07:00 í morgunn. Þeir höfðu náð að rífa eitt dekk undir Flubbakrúser. Ef það er hægt að kalla að rífa því það fóru að sögn 4.tappar í rifuna. Veit að Gvandala-Skandala myndi ekki samþykkja þetta sem rifið dekk því fyrir honum er ekki dekk rifið nema það sé farið að nálgast 20.tappa í gatið. Nóg um það. Þeir Flubbafélagar voru ekki þeir einu um að rífa dekk því 6.önnur dekk lágu í valnum eftir daginn. Eins og tímasetningnig á komutíma þeirra gefur til kynna þá var skítafæri. Snjórinn var eins og sykur og þ.a.l. þjappaðist hann illa. Þá gefur fjöldi rifina dekkja það í skyn að ekki sé alltof mikið af snjó á svæðinu. Menn voru í 3-5psi og þegar eitthvert grjótið stóð upp úr þá var eitt dekk sem frelsaði allt sitt loft umsvifalaust. Ekki voru það bara dekk sem lá í valnum þegar í Setur var komið því einu framdrifi var fórnað jeppaguðinum til dyrðar. Þetta var víst framdrif undan einhverjum Landcruiser.

Dag var svo farið í Nautsöldu og komið við í Ólafslaug (héld að ég sé að fara rétt með nafn). Samkvæmt Magga þá var laugin víst þannig að ef maður myndi standa í henni þá myndi vatnið ná upp fyrir tærnar á viðkomandi. Þó hefur það heyrst að afspurn að eitt sinn fyrir langa löngu hafi þrjár manneskjur komist þarna fyrir. Þetta hefur ekki fengið staðfest og er örugglega bara sögusagnir. Á leiðinni til baka í Setur þá fóru Flubbarnir niður um ís á ónefndri á og svo áður langt um leið þá voru milli 5-6. bílar fastir í sömu á fyrir aftan og við hliðina á Flubbakrúserinum. Sem sagt bara gaman. Allt fór þó vel að lokum. Þegar fréttadeildin talaði við Magga var verið að fíra upp í grillinu og átti að fara setja lærin á sem er víst á milli 12-15 og meðlæti fyrir 40.manns.

Að lokum þá vissi Maggi ekki hvaða leið þeir færu heim. Nefndi þó Gljúfurleitarleið en menn voru víst eitthvað efins með árnar á þeirri leið. Þetta mun þó allt fá líklegast staðfest á morgunn.

Fleira er ekki í fréttum. Fréttir munu birtast um leið og þær koma Stebbalings til.
Fréttadeild Jeppasvið Grafarvogi.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Maggi Brabra var núna rétt í þessu að hafa samband við fréttastofu jeppasviðs í Grafarvogi og staðfesti eftirfarandi fréttir.

Þeir voru þá staddir við Hvítárbrú og var staðsetningin eftirfarandi: W:05°55´263 og N:71°56´761 UTM. Var var gott þá í augnablikinu og þeir voru á eftir 44´´ sem ruddi víst öllum snjónum úr förunum. Á kaflanum milli Hvítá og Bláfellsháls var eina erfiðast og reyndist sjálfur hálsin vera eina léttastur. Sagðist kappinn þá félaga hafa þurft að kljúfa 8.m púðurskafla þó er það ein sem komið er bara sögusagnir sem ekki hafa fengist staðfestar. Einn sauður, eins og Maggi orðaði það svo skemmtilega, var búinn að rífa dekk. Menn er strax farnir að fá action í leikinn.

Fleira er ekki í fréttum núna. Þær munu birtast um leið og þær koma, þó ekki af Halldóri Hauksyni.
Fréttadeildin Jeppasvið í Grafarvogi
Fréttadeild jeppasvið er með heitar og freskar fréttur úr nýliðaferð 4X4. Maggi Brabra er nú á ferðinni á Flubbalatakrúser upp í Setur þar sem hann og annar Flubbi munu sjá til þess að enginn fari sér að voða.

Kl: 21:15 voru þeir ásamt 22.bílum sem innihéldu 38 karlmenn og tveggja manna hreingerningarlið staddir fyrir ofan Gullfoss. Það var lagt af stað úr bænum frá Esso á Átúnshöfða kl:19:00 og það tók þá 2.klst að komast að Gullfossi. Það var víst fljúandi hálka sem tafði eitthvað. Þó var mesta umkvörtunarefnið að á Geysi er aðeins eins grútardæla og það eru 18.kolavélar í þessum hóp svo það tók nokkurn tíma koma grútinum á fákana. Þess má til gamans geta í þessum hóp eru 5.bensínbílar og á Geysi eru 3.dælur fyrir bensín. Þetta sýnir ein eina kostina við að vera á bensínknúnum sjálfrennireiðum. Veður á Kili var eftirfarandi. Hitastig:kalt og frost. Vindstyrkur: svona temilegur. Þeir voru enn ekki búnir að hleypa úr og pundstaðan var 28psi. Færð sem sagt góð.

Fleira er ekki í fréttum.
Fréttadeildin Jeppasvið Grafarvogi

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Staðfestar fregnir
Loksins hefur ritstjórn VÍN fengið þær fregnir staðfestar að Eyjólfur Magnússon og Ríkey Hlín Sævarsdóttir verði með í Ítalíuför VÍN í janúar næstkomandi. Þetta þýðir að VÍN hópurinn er farinn að telja fullar 12 fígúrur.
Fleira er ekki fregna að svo stöddu!

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Dagana 15-16.nóv s.l. brá jeppadeildin dónasvið sér í ferð sem að sjálfsögðu var farinn á jeppum. Enda ekki við öðru að búast þegar jeppadeildin er annars vegar. Hópurinn samanstóð af undirritiðum Stebba Twist, sem var að þessu sinni farþegi, Maggi Brabra á Hi-Lux líks oft nefndur Lúxi og svo Toggi Túpa, VJ og Höski á Patrol eða Fastrol eins gárungarnir kalla hann víst. Já, það er rétt kæru lesendur þetta var grútarbrennaraferð þar sme við fórum á tveimur kolavélum. Það verður vondi aldrei endurtekið og næst verða einhverjir vagnar með alvöru eldneytisgjafa.

Það var farið á fætur fyrir allar aldir á laugardagsmorgninum, það eina sem getur talist kostur við það var að hlusta á King Kong þar sem maður heyrði í gölmum félaga að nafni Jósep í Kárnesvideo. Mikil snillingur þar á ferð. Nóg um það. Maggi var svo mætur í Logafoldina um kl:10:30 með tilheyrandi titringi og vondri lykt sem fylgir þessum lýsislömpum. Leið okkar lá í Heiðarásinn þar sem hitta átti afgangin að liðinu með smá við komu í Orkunni til að gefa Lúxa sopann sinn góða. Þegar við komum í Heiðarásinn tók á moti okkur drengirnir með stílistann í fararbroddi. Fljótlega þá höfum við ferð okkar á reginfjöll. Það var svo gerð viðkoma á Selfossi til matarkaupa og annara nauðsynlegra brauðmetis. Í Bónus í Hnakkaville var tilboð á lambalæri með 40% afslætti og þar var komið maturinn hjá okkur með öllu nauðsynlegu sem tilheyrir læri. Þarna versluðum við okkur líka fylltar lakrísreimar og Risa Opal sem var jú nauðsynlegt til að geta verið dónalegir, ropað og rekið við alla ferðina. Við notuðum svo pilsner til að skola þessu niður. Þar sem þetta var dónaferð þá var nú eitt herratímarit nauðsynlegt svo að grófasta blaðið í búðinni var haft með matvælunum. Margir kunna að spyrja; Hvaða virta herratímarit var þetta? Því er auðsvarað þetta var hið æðislega blað Bleikt og Blátt. Nóg um það. Eftir að hafa gert skyldu okkar til uppfylla skilyrði til að teljast dónar var næsta stopp í Mjólkurbúð Höskuldar með smá viðkomu á bensínstöð þar sem sumir þurftu að þrífa framrúðuna hjá sér ásamt því að bæta eins og 5.litrum af rúðupissi á forðabúrið. Farþegar notuðu tækifærið og fengu sér pylsu þar sem ekki var búið að opna KFC, svo snemma vorum við á ferðinni þá er fokið í flest. Þegar öllum þessum skyldum var búið að sinna var loks hægt að koma sér á fjöll. Ferð okkar gekk frekar tíðindalaust fyrir sig í gegnum Skeiða-og Gnjúpverjahrepp þar sem toppurinn var að skoða fyrirhugaða virkjunarstað. Fljótlega eftir að við komum upp Samstaðamúla þá nyttum við okkur góðvild Lalla frænda og fórum yfir Þjórsá á stíflumannvirkjum. Þar notaði maður tækifærið og bjallaði í Tudda Tuð til að láta hann vita að hverju mann væri að missa af enda veðrið nokkuð gott. Þegar við komum svo á afleggjarann við Dómadal frelsuðum við eilitið magn af lofti úr belgmiklum hjólbörðum sjálfrennireiðanna. Ekki var nú beinleiðis mikil snjór á Dómadalnum og varla heldur í fyrstu brekku eftir að maður beygir út af Dómadalsleið og í átt að Hrafntinnuskeri. Fljótlega hittum við tvo Troopera á 38´´ og voru þeir í dagsferð. Það var fínt að hafa þá á undan okkur því þeir tróðu fyrir okkur upp að íshellinum. Þarna fóru snjóalög aðeins að aukast þó er varla hægt að segja að þarna hafi allt verið á kafi í snjó. Samt fengum við aðeins að smakka á því. Toggi festi Pattann einu sinni í förunum eftir Trúperina í eins hverji lækjar sprænu. Eftir að Toggi Túpa hafði dregið fram skóflu, sem var auðvitað í sama lit og Pattinn, og mokað aðeins þá losnaði hann og hann komst áfram. Þarna mættum við Trooper aftur og höfðu þeir snúið við. Þeir gerðu okkur bara greiða með þarna því þeir fylltu holuna eftir Togga svo Lúxi átti ekki í miklum vandræðum með þetta. Við íshellana þurftum við aðeins að rifja upp hvaða leið maður fer upp að skálanum og enginn með leiðina. Þetta leystist alltsaman vel að lokum. Þegar við áttum svona 1,5.km eftir að næturstað þá fékk litli Stebbalingur að keyra svartolíutröllið hans Magga. Verð ég að segja að þessi akstur var ekki til að sannfæra mig um að fá mér grútarbrennara þó Lúxi sé ágætur að öðru leyti. Alltaf gaman að fá að spóla í snjó. Með smá út úrdúrum komum við að skálanum. Við lögðum ekki í að keyra alveg niður að honum heldur skildum við bílanna eftir upp í brekkunni fyrir ofan skálann. Við vorum þarna mættir um kl:17:00 og eftir að hafa borið allt okkar hafurtask niður eftir og komið okkur fyrir var ekkert til fyrirstöðu að gera lærið klárt og kynda upp í kolunum. Til þess verk var að sjálfsögðu kolakyndimeistari V.Í.N. fengin til þess verks og klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, jafnvel þótt bara helmingur grillvökvanns hafi verðið brúkaður þarna. Það var svo farið út með reglulegu millibili til að snúa lærinu ásamt því að gera sósuna klasísku, við grilluðum líka kartöflur, Toggi fann til gras og svo gular baunir. Þetta var kvöldmáltíð sem ekki klikkaði nema e.t.v að lærið var í það minnsta. Dugði þó. Eftir kvöldmat og uppvask var farið í eldspýtnapóker með misjöfnum árangri og stóðu menn eftir misskuldugir við bankann. Gaman að því. Seinna um kvöldið er við láum afvelta eftir átveisluna þá heyrðum við torkennilegt hljóð úti og einhvern umgang. Ekki vorum við vissir hvað þetta væri og byrjuðum við að telja alla inní herberginu og vorum við það fimm eða allir. Þetta reyndust vera eitthvað fólk sem var þarna á ferðinni samtals 3.stk sem höfðu m.a gengið á Heklu fyrr um daginn og lýstu stórskostlegu útsýni fyrir okkur. Það kom sér fyrir uppi og eftir að hafa gert það, þá gera það, þá kom það niður og hóf að spjalla við okkur og við við þau til baka. Einhvern tíma milli 23:00 og miðnættis ákvæðum við að gera okkur heilsubótargöngu upp að bílinum og síma þar í fólk sem var í bænum með öræfaótta og láta vita hvað það væri gaman hjá okkur og hvernig veðrið og skyggnið væri. Þeir sem urðu fyrir barðinu á okkur voru þeir Gvandala-Gústala og Jarlaskáldið. Þegar þessu var lokið og við komum niður í skála var hitt fólkið komið í koju og slíkt hið sama þurfti líka að gera við Höska og var honum komið í bælið þar sem hann var varla standandi vegna ,,þreytu´´ af einhverjum ókunnum ástæðum. Fljótlega eftir það voru flestir komnir í bólið og á stefnumót við Óla Lokbrá.

Rúmlega 09:00 á sunnudagsmorgninum opnuðu flestir augun. Menn voru fó missnöggir á lappir eins og gengur í bransanum. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var pakkað niður og þar sem engin fulltrúi hreingerningardeilar var á svæðinnu þá varð það dapurlegt hlutskipti Dónasviðs Jeppadeilar að stunda tiltekir. Verður þó að segjast að slíkt tókst alveg að afbrigðum vel þrátt fyrir dapurlegt ástand útbúnaðar til slíks. Við urðum þess svo heiðurs að vera þeir fyrstu til að kvitta í nyja gestabók sem við komum með úr bænum. Rétt fyrir hádegi var svo lagt í´ann og með stefnuna niður. Þegar við komum að vegamótunum ákváðum við að halda niður á Dómadal og jafnvel að kíkja í Laugar ef vel myndi liggja á okkur. Það gekk bara nokkuð vel hjá okkur og notuðu sumir tækifæri þegar stoppað var til lestrar. Við vegamótin á Dómadalsleið stoppuðum við til að dæla lofti í dekk. Slíkt hefur verið gert áður á þessum nákvæmlega stað. Þar hittum við kappa einn sem var á ferðinni á Sportara og hafði gist í tjaldi um nóttina. Því næst var brunað í Landmannalaugar og þar var í lauginni fólkið sem var í Skerinu um nóttina og tjáði það okkur að laugin væri köld. Sú politíska ákvörðun var tekin að sleppa lellahlaupi í þetta skiptið. Laugin verður að bíða betri tíma þannagað til seinna í vétur og þá verður vonandi betra hlutfall gjafvaxta kvenna með í för. Leiðin lá svo bara í Hrauneyjar þar sem loftpressa staðarins var nytt ásamt því að heilsa upp á biskupinn. Þarna er í gangi ljósmyndasýning vegna fyrstu bílferðar yfir Sprengisand sem var nokkuð áhugverð. Þar sem þeir selja ekki pylsur þarna var ákveðið að drífa sig á næsta pulsusölustað eftir að sumir höfðu klárað ábótina á kaffinu. Pylsur voru snæddar í Árnesi og eftir að mannskapurinn hafði sporðrennt nokkrum pulsum var ekkert betra nema koma sér heim í sunnudagssteikina. Úrvalsdeild ferðarinnar endaði svo helgina í bíó um kvöldið.

Þökkum þeim sem með fóru
Jeppadeild Dónasvið.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Fleiri til Ítalíu?
Ritstjórn VÍN hefur borist það til eyrna að hugsanlega bætist fleiri við Ítalíuhóp VÍN á næstu dögum. Ritstjórnin hefur í dag ítrekað reynt að fá þessar fréttir staðfestar en án árangurs. Ritstjórn treystir sér því ekki til að tjá sig nánar um þetta mál að svo stöddu.
Fleira er ekki í fréttum

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Á ferð minni í morgun um netið rakst ég á myndir frá fólki sem var í skálnum í Hranftinnuskeri á sama tíma og við.

Slóðinn er http://eik.klaki.net/gutti/03nov16.html

Kv
Maggi

mánudagur, nóvember 17, 2003

Þá erum við komnir heim úr alveg snilldar jeppaferð í Hrafntinnusker. Mjög gott veður var í ferðinni og þokkalega mikið af snjó sem kom skemmtilega á óvart

Myndirnar eru komnar inn á síðunna. http://www.pbase.com/maggi/hranftinnusker

Svo kemur líklega einhver til með að skrifa ferðasögu.

Kv
Maggi

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Jæja þá er búið að skipuleggja helgina. Farið verður á laugardagsmorgni kl 09:00. Keyrt verður inn í Hrafntinnusker þar sem gist verður. Þar sem ekki er vitað um færð inneftir er mælt með því að menn skrúfi undir 38" dekkin.

Komið verður heim fyrir steik á sunnudeginum.

Enn er að minnstakosti 1 laust sæti, þannig ef ykkur langar í jeppó öl og grill hafið samband við: Magga, Stebba, Togga, Arnór eða Vigni.

Kv
Maggi

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

...og fleiri staðfestingar
Enn einn snillingurinn hefur bæst í Ítalíuhópinn því Maggi Blö. var að panta. Það er því ljóst að við verðum með vel mannaðan hóp á Ítalíu.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Enn um Ítalíuför
Nú var mér að berast til eyrna sú merkilega og stórskemmtilega fréttlæknaneminn okkar síkáti, þ.e.a.s. Dýrleif, hefur bæst í Ítalíuhópinn góða. Fréttir herma að henni hafi þótt nóg um endalaust blaður okkar Ítalíufara um komandi ferð og vildi taka þátt í því með því einfaldlega að skella sér með. Ef fleiri eru að velta fyrir sér að koma með er þeim bent á að skella sér í Úrval Útsýn hið fyrsta og bóka ferð, það kemur enginn til með að sjá eftir því.
Njótið heil.
Jæja er ekki komið að því að við förum að koma okkur út úr bænum. Held það sé mjög gott að fara núna um helgina (14-16 nóv). Spáin er fín og það er meiri segja sett á sunnudaginn .... dapprapp ... snjókoma.

Fara bara í góða skálaferð t.d eitthvað inn á fjallabak eða bara eitthvað sniðugt (ekki kjöl) ... um að gera að koma með hugmyndir.

Endilega skrifið í shout out hverjir vilja fara og hvert.

Kv
Maggi

föstudagur, nóvember 07, 2003

Ekki virðist nú vera margt gott við þennan dag þegar maður lítur út um gluggan 11 stiga hiti rigning og viðbjóður. Enn það er samt eitt gott við hann sem ég veit um..... en það er í dag kemur út TUBORG JÓLABJÓRINN ..... S K Á L !!

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þó langt sé í næstu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þá getur sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar ekki lengur stillt sig verður að koma með nokkur orð.

Dagana 02-04.júlí n.k. mun V.Í.N. halda sína 75.árlegu fyrstuelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Í tlefni þessara tímamóta num verða enn veglegri atriði og skemmtanir heldur nokkru fyrr. Sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar byrjaði strax eftir síðustu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð að hefja undirbúning fyrir þá næstu. Þó um óformlegan undirbúning sé að ræða er í fjölmörg horn að líta, þess má geta að skráning hefst þó ekki fyrr en 01.jan þá er nú gangi til forkráning fyrir þá allra hörðustu þ.e. frá miðmæti föstudagsins 06.nóv til kl: 23:59 sama dags. Fyrstu fimm sem skrá sig fara svo í pott þar sem verður svo dregið úr einhverntíma í framtíðinni og mun sá heppni hljóta veglegan vinning sem er annað hvort panflauta eða 300.kr úttekt í Kolaportinu. Ekki slæmt það. Þar sem það lítur út sem að öll fyrri met verði slegin í aðsókn á þessari ammælis fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð okkar og til þess að sjá til þess að koma öllu þessu fólki á hátíðina miklu þá gerði einn meðlimum hinar sjálfskipu miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar sér lítið fyrir og fjárfesti í fjórhjóladrifsbifreið. Talandi um að koma fólki á ammælishátíðina góðu þá er spurning hvort Viffi ljái okkur aftur farangursvagninn . Annað sem verður spennandi og það er hvort sumir standi við stóru orðin og mætti í þetta skiptið. Það verður líka eins gott að Trukkurinn og Áfengisálfurinn komi, því þeir svikust undan síðast þrátt fyrir fögur loforð. Þeirra missir og þó sérstaklega hjá Álfinum vegna þess að hann missir af Mullersæfingum sem hann hefur hrifist að síðan hann var á svæðinu´99. Þeir þá þó ekki stóran mínus í bókina því þeir voru jú á þjóðhátíð.

Það þarf varla að taka það lengur fram að við komum til með að vera í (Blaut)Bolagili og að sjálfsögðu mun þar fara fram keppni í þeirri olympíugrein sem blautbolakeppni er, vill sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar nota hér tækifærið og hvetja allar stúlkur á kjöraldri þ.e. 18-22 til að taka þátt. Að sjálfsögðu verður svo slegið upp varðeld og spurning um að hita upp við arinvarðeld Útivistarmanna í Básum. Þá er bara spurning hvort einhver verði það þunnur að sá neyðist til að keyra því að þarf jú að fara yfir Krossá. Spurning hvort fyrra met verði slegið í farþegaflutningum á þessum. Best að hafa sem fæst orð um það. Talandi um að koma fólki til og frá staðnum þá voru fleiri settir í þennan heldur góðu hófi gegnir og hlutu sumir heilsubresti af. Nóg um það.
Fyrst maður er farinn að tala um sjálfsagða hluti ætti að vera óþarfi að minna fólk á að hafa nóg með af veigum, sjaldan er góð vísa of oft kveðinn. Ekki er verra að menn taki með sér stóran bjór því lítil bjór er jú vondur bjór. Ekki er gott að hafa hann of stóran því þá gætu menn skemmt sér of vel og sýnt það að þeir kunni að skemmta sér og öðrum. Þá er líka heimferðin oft erfið a.m.k hjá sumum. Fólk skemmtir sér samt aldrei of vel.

Það má fastlega búast við einhverjum undirbúningsferðum sem sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar mun hafa yfirumsjón með og jafnvel í samstarfi við aðrar deildir V.Í.N. Hápunkti undirbúningtímabils verður líklegast náð þegar við komum til með að ganga Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Megin tilgangur þeirrar ferðar er að kanna hvort gönguleiðin sé ekki fær fyrir þá sem eru svo vitlausir að ætla að ganga til að geta tekið þátt í 120.fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð með öllum hinum snillingunum.

Að lokum þá er það algjör skylda fyrir áshátíðargesti að prufa þennan. Þessi virkar mjög hvetjandi sém þýðir bara minni tími fer í náttúruköll og þ.a.l. meiri tími til neyslu görótta drykkja sem er mjög gott.

Þökkum þeim sem hlýddu
Góðar stundir
Sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeilar.