fimmtudagur, nóvember 24, 2011

TindavodkiNú um síðustu helgi skrapp Litli Stebbalingurinn aðeins upp í Tindfjöll með nillana í B2. Var ætlunin að nýta ferðina og kanna aðeins snjóalög með veikri von um að finna skíðasnjó. Megintilgangurinn var reyndar að reyna toppa Ýmir. En eftir að næturrötun hafði dregist aðeins á langinn var sofið frameftir á laugardagsmorgni og Ýmir slegin af í bili. Þess í stað var tölt upp á Saxa. Skemmst er frá því að segja að andskotans enginn snjór var uppfrá um síðustu helgi en telja má líklegt að betur heldur hafa ástandið skánað í vikunni sem senn klárast.
En allavega þá má skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!