fimmtudagur, júlí 31, 2008

Den Gamle Kongevej



sem þetta ritar, sem og flest annað á þessari síðu, fór í dag sem aukaheiðursmeðlimur í æfingaferð með bílaflokki FBSR. Það var hittingur við Gasstöðina og þar voru samankomnir 3 flubbar og ein boðflenna. En þetta voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Brabrason

Byrjað var á því að skrölta gamla kóngsveg og endað á pullu á Þingvöllum. Síðan var aðeins tekin staðan á Leggjabrjóti. Síðan var endað á því að fara Mosfellsheiðina og Seljadal heim. Sæmilegasti bíltúr í blíðviðrinu. Sé vilji til þess er hægt að skoða myndir úr túrnum hér.

Kv
Jeppadeildin

Skítlegt eðli



Svona eins og kom fram hér og hér þá fór V.Í.N.-ræktin fram þessa vikuna á miðvikudegi vegna vinnuskyldu sumra. Eftir allt saman var þetta gott grín því hitamet var slegið í Reykjavík og allir sáttir.
Við nýja rafveituhúsið í Elliðaárdal hittust þrír drengir sem höfðu hug á hjólaferð. Þetta voru:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Yngri Bróðurinn

Ætlunin var að stiga á sveif í gegnum Fossvoginn og hitta síðan Kópavogsbúann við botn Kópavogs er brunað yrði þar í gegn. Svo upp úr þurru hringdi síminn og þegar svarað var þá boðuðu tvær kvennverur komu sína. Ekki veitir af að hafa fulltrúa hreingerningardeildarinnar þegar heimsækja skal forseta vor. Svo var það við N1 stöðina í Fossvogi þar sem við hittum fyrir þær stöllur. En fyrir forvitna voru þarna á ferðinni

Bogga
Agnes

Þess má til gamans geta að þær eru fyrstu stelpurnar til að taka þátt í hjólhestaferð í V.Í.N.-ræktinni. Guðmundur Magni Ásgeirsson það.

Áfram lá svo leiðin inní Kópavog og áfram í gegn. Að vísu áttum við eftir að pikka einn félaga oss þarna upp og lá hann í mestu makindum er okkur bar að garði. Sjálfsagt hafa flestir gert sér grein fyrir um hvern var að ræða en það er auðvitað enginn annar en:

Blöndudalur

Nú var loks allur hópurinn samankomninn og var því ekkert til fyrirstöðu að koma sér áfram sem leið lá. Ferðin út á Álftanes gekk með ágætum og áttum við gott sightseen í gegnum Arnarnesið. Það þarf vart að lýsa veðurblíðunni sem var slík.
Ekki vildi svo forsetafíflið taka á móti okkur og getur hann bara átt sig. Þar sem V.Í.N. er mikið menningarfélag og var eitt sinn menningarfélag evrópu árið 2000 þá þótti það mikið ráð að taka út bæjarknæpuna, Bess-inn, ekki er beint hægt að fara fögrum orðum um þann stað en ölið var ekki verra fyrir það.
Síðan var barsta skundað sem leið lá heim. Farið var í gegnum Garðabæ og síðan er í bæinn hanz Gunnars var komið fór að týnast úr hópnum. En sá sem þetta ritar fór amk Kópavogsdalinn, gegnum Mjódd og endaði í Elliðaárdalum áður en heim var endað.
Þakka bara fyrir mig, frábæran hjólhestatúr og góðan félagsskap.
Ef fólk vill rifja ferðina upp nú eða sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér.

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Minning



Bara svona rétt til minna fólk á og reyna að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir því að misskilja hlutina vitlaust. Þá verður engin V.Í.N.-rækt í dag þriðjudag þessa vikuna, vegna veðurs, heldur fer fer hún fram á morgun miðvikudag. Nú er barasta um að gera fyrir alla að njóta blíðurnar og huga að garðinum.
Vonandi að sem flestir láti svo sjá sig á morgun, miðvikudag, á hjólhestunum.

Kv
Hjóladeildin

Jörundur Hundadagakonungur



Þrátt fyrir blíðviðrisspá voru undirtektir heldur dræmar við hugmyndum um utanbæjarför um síðustu helgi. Ekki frekar en venjulegu létu Bogi og Logi það stöðva sig á skelltu sér norður í land. Þar var ætlunin að ganga á fellið hanz Jörundar en að öðru leyti var planið frekar opið.
Fyrsta stopp var á Dæli þar sem tjaldað var og blásið í týnur. Á laugardag var rölt upp á Jörundarfell í Vatnsdal. Reynist það vera lengri og brattari ganga en reiknað hafði verið með. Engu að síður var þetta þrælskemmtileg leið og frábært útsýni sem á toppinn var komið. Með þeim betri sem undirritaður hefur séð ofan af fjallstoppi. Er niður var komið var ákveðið að kíkja í sund á Húnavöllum en það tók sinn tíma og úturdúr að komast að lokunartíma þar. Eftir að vera búnir að skola af sér táfýluna var haldið á næturstað við hið goðsagnakennda Húnaver og grillað þar. Telst það helst til tíðinda að snemma var farið í háttinn eða bara milli 00:30 og 01:00 aðfararnótt laugardags. Spurning hvort aldurinn sé farinn að segja til sín. Nei, fjandakornið ekki.
Sunnudagurinn var ekki verri veðurfarlega séð. Þá loks kom að því að stefnan var tekin á sjálfan Rugludal. Sannkölluð pílagrímsferð það. Áfram var svo ekið um sveitir Húnaþings og ýmsar minjar skoðaðar. Endað svo í sundi á Hvammstanga. Fínasta ferð og það Húnavatnssýslur komu alveg skemmtilega á óvart ef undanskilið er Blönduós, þar sem krókur var tekinn til að sleppa við en um leið stytt sér leið.
Ef einhver nennir er þeim velkomið að skoða afrakstur stafrænartækni en slíkt má gjöra hér

sunnudagur, júlí 27, 2008

Take that mr:President

Nú er síðasta vikan í júlímánuði rétt hafin og það táknar að það styttist í V.Í.N.-rækt þessarar viku. Takið eftir að dagskrárliðnum þessa vikuna hefur verið frestað um einn sólarhring. Já, það verður ástunduð rækt fyrir líkama og sál á miðvikudag en ekki þriðjudag eins og venja er. Nú kunna einhverjir sjálfsagt að spyrja: Af hverju? Jú, því er auðsvarað. Litli Stebbalingurinn verður á vakt á þriðjudagskveldið og ákvað hann upp á sitt einsdæmi að fresta þessum lið um einn dag. Hvað um það komum nú efni vikunnar.
Í þetta skiptið skulu hjólin dregin fram og skal skundað á Álftanesið þar sem aldrei að vita nema kíkt verði í kaffi og kleinu hjá grísabóndanum á Bessastöðum.
Hittingur skal verða við nýja rafveituhúsið sem reyndar brátt tilheyrir sögunni svo það er um að gera að nota þessi síðustu tækifæri til hittings þar. Tíminn tja ætli það sé ekki ágætt að hittast svona 19:00 amk fyrir úthverfaprinsana. Þeir sem búa annarsstaðar í borginni, eða nágrannasveitum, er óhætt að mæla sér mót við oss á leiðinni út á nesið. Fer allt eftir nánara samkomulagi.
En hafi fólk eitthvað við það að athuga með tíma eða annað er því frjást að tjá sig um slíkt hér í athugasemdakerfinu að neðan. Annars sjáumst bara sem flest á MIÐVIKUDAG, ekki þriðjudag.

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Nonni og Manni



Rétt eins og hér að neðan kom fram var stefnan að ástunda V.Í.N-rækt í kveld. Það voru svo fjórir drengir sem hittust í Mosó og fóru austur til að ganga upp í mót. Þessir voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn
Jarlaskáldið
VJ

Ljónið um að koma mönnum fram og til baka.

Skemmst er frá því að segja að allir komust upp og síðan niður aftur. Skemmtileg nýbreytni frá síðast. Fyrir þá sem áhuga hafa að sjá hvernig gekk er hægt að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, júlí 21, 2008

Sjáðu jökulinn loga

23.07.08 Viðbót

Núna fyrr í kveld var haldið aftur á Njáluslóðir í þeim tilgangi að koma Hulk aftur í höfuðborgina og endurheimta handklæði eitt. Þrír hættu sér út á þjóðvegi landsins vopnaðir nýjum afturöxli, topplyklasetti og skralllyklum. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Raven
Eldri Bróðurinn sem sá um verkstjórn og almenna stjórnun aðgerða

og kom Nasi þeim á staðinn og síðan hluta af hópnum til baka.

Það er skemmst frá því að segja að hvor tveggja hafðist að græja Hulk og koma handklæðinu aftur til síns rétta eiganda. Eftir því sem bezt er vitað er Hulk kominn til síns heima. Leiðréttið mig ef svo er ekki. Allt gekk þokkalega smurt fyrir sig og ekkert óþarfa vesen. Var bara gaman að þessu eftir allt saman. Fyrir þá sem kannski læra eitthvað þá er hægt að skoða myndir hér.
Þannig að Mýrdalsjökulsferðinni er hér með formlega lokið.
Nemdin þakkar fyrir sig




Rétt eins og auglýst var fyrir helgi voru uppi hugmyndir um jeppaferð og jafnvel smakka aðeins á eins og einum af jöklum landsins. Það voru svo fimm drengir sem fóru úr bænum á flöskudag og á tveimur jeppum. Þar voru á ferðinni

Raven
Hvergerðingurinn
Litli Stebbalingurinn

voru þeir á Hulk

Tiltektar-Toggi
VJ

á Ladý

Yfir staðgóðum og hressandi kveldverð var ákeðið að hafa fyrstu dagsleiðina alla leið á Flúðir. Þar hittum við fyrir Agnesi og Boggu sem slógust svo í för með oss á laugardeginum.
Eftir að laugardagurinn rann upp bjartur og fagur var haldið sem leið lá á Mýrdalsjökull með einu pitstoppi. Eftir að leið fannst upp á snjóinn var bara gaman hjá öllum í góðviðrinu. Menn renndu sér á skíðum og aðrir renndu sér niður á þjóðveg á reiðhjólahestum. En því miður varð Hulk fyrir hnjaski og braut öxul því var hætt við það að fara í Þakgil og komið sér nær borginni. Slegið var upp tjöldum og grillað á Langbrók í Fljótshlíð.
Í gær var svo haldið heim á leið með stoppi í sundi á Hvolsvelli og kælt sig niður með ís í einni af þjóðvegasjoppum landsins. Að vísu þarf að gera aðra ferð austur og klára ferðina en það er bara til að hafa gaman af og auka ástæðu til að skreppa aðeins aftur úr bænum. Til að eyða ekki fleiri orðum á þetta er vert að benda á myndir en þær er hægt að skoða hérna
Að lokum þá þakkar jeppadeildin fyrir sig

Kv
Jeppadeildin

sunnudagur, júlí 20, 2008

Ármann kenndur við fell

Jamm, V.Í.N.-ræktin hefur sinn gang í lífinu og verður næsti þriðjudagur engin undatekning þar á. Nú skal haldið á helgasta stað Íslendinga og skunda þar upp á Ármannsfell.
Það þarf vart að koma nokkrum manni í opna skjöldu að hittingur er við N1-stöðina í Mosó. Já, þar hafa menn nokkrum sinnum áður hist til halda í göngu. Tímasetning tja eigum við ekki bara að segja 18:30 og þá ættu allir að geta skilað sér heim og í bólið á skikanlegum tíma. Niðurstaðan er því að Ármannsfell á þriðjudag og hittingur kl:18:30. Allir sáttir?

Kv
Göngudeildin

föstudagur, júlí 18, 2008

Úti að grilla með V.Í.N.



Það var látið verða af því að safnast saman í Heiðmörk síðasta miðvikudag í þeim tilgangi að grilla og snæða kjét. Viðbrögð við þessu voru með ágætum og mæting eftir því. Þeir sem söfnuðust saman á Vígsluflöt voru:

Stebbi Twist
VJ
Maggi á móti
Andrés Þór
Eldri Bróðurinn
Hrafn og dóttir
Hvergerðingurinn
Hrannar og dóttir
Jökla-Jolli
Auður
Úlfar Jökull
Tiltektar-Toggi
Agnes
Bogga
Yngri Bróðurinn
Erna
Gunni
Adólf
Freyja
Jarlaskáldið (sem kom og kíkji á liðið)

Rétt eins og sjá má var þokkalegasta mæting og fínasta stemning þar sem allir voru úti að grilla. Það verður að segjast að þetta heppaðist bara nokkuð vel og held að það megi alveg endurtaka þetta við tækifæri, smala hópnum svona saman og jafnvel fá fleiri þá þó það gæti verið erfitt.
Kemur sjálfsagt ekki á óvart að Litli Stebbalingurinn var vopnaður myndvél. Afraksturinn er hægt að skoða hérna

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Þak yfir höfuðið

Þá er nú barasta helgin rétt handan við hornið sem táknar bara eitt, fólk er farið að huga að því hvað gjöra skuli um helgina. Ein hugmynd hefur komið upp, reyndar svo sem fleiri, en ein sem menn virðast vera á. Þeim Skúritasbræðrum datt það í hug að fara inn í Þakgil um helgina og jafnvel reyna gera tilraun til að kíkja á Mýrdalsjökull. Fréttaritara datt það líka í hug að grípa hjólhestinn sinn með og ef kíkt verður upp þá hjóla niður og þiggja góða hjálp frá sjálfum Sir Newton í leiðinni. Svona rétt áður en hann fær eplið á hausinn. Síðan um kveldið grilla og jafnvel sötra á eins og einum pilsner eða maltöli. Ekki veitir af þar sem það gefur hraustlegt og gott útlit. Yrði slíkt ástundað eftir hugsanlega sundferð svo vissara er að taka speedoskýluna með. Síðan yrði farið snemma ofan í poka, líkt og okkar er siður. Fara svo venjulegu heiðarleiðina heim.
Hvort sem fólk sé sammála þessari ferðatilhögun eða hafi það aðrar hugmyndir þá er orðið laust og micinn er opinn fyrir athyglissjúka sem hlédræga.

Kv
Ferðamálaráð

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Hvalur 6&7



Rétt eins og kom fram í upphafi vikunnar var V.Í.N.-ræktinni stefnt á Hvalfell. Það voru 6 sveinar sem voru samankomnir í Mosó og öku síðan sem leið lá í Botn í Hvalfirði. En þetta voru:

Litli Stebbalingurinn
Maggi Móses
Jarlaskáldið
Magnús frá Þverbrekku
Raven
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir að þessi fjöldi hafi lagt af stað þá skiluðu sér einungis þeir fjórir fyrst nefndu alla leið upp á top. Það tóku sig upp gömul íþróttameiðsli hjá Hvergeriðingum og Krummi fylgdi honum aftur niður að bíl. Þess má geta að kappinn leitar nú varahluta í slitfleti á mjöðm.
Langi fólki til að fræðast meira um ferðina er það hægt hér.

Kv
Göngudeildin

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Blaut var það heilin mín



Þrátt fyrir dræm viðbrög við útilegu um síðustu helgi þá létu Litli Ljótur og VJ það ekki stöðva sig við að komast út úr bænum. Raven fór reyndar í fjölskylduferð og jafnvel var ætlunin að reyna að hitta á hann á laugardeginum.
Þegar í Laugar var komið hittum við þar fyrir Gunna og Adólf en vegna hlaupabólu Gunna fóru þau snemma í koju. Laugin var æði misheitt en ölið smakkaðist ágætlega.
Á laugardeginum var kíkt í létta en blauta göngu á Bláhnjúk og er niður var komið var tjöldunum pakkað niður. Það var tekin stefnan á Fjallabak nyðra og niður á Vík. Eftir mat á Halldórskaffi gerðumst við menningarvitar á jazztónleikum á Skógum. Síðan var bara farið aftir í bæinn í gegnum rigningu á stökku stað. Komið var í borgina um 1:30 aðfararnótt sunnudags og strax komið dótinu í þurrk.
En alla vega þá má skoða myndir hér

mánudagur, júlí 14, 2008

Grillað í liðinu



Í síðasta dagskrárlið V.Í.N.-ræktarinnar þegar hjólað var um Heiðmörk og leið oss lá í gegnum einn ánningar stað kom upp sú hugmynd að sniðugt væri að hóa saman V.Í.N.-verjum til grillmennsku í þessari viku ef veður skyldi leyfa.
Nú er kominn veðurspá frá spámönnum ríksins og það lítur út fyrir að það muni viðra vel til útieldamennsku á komandi miðvikudag. Því væri það þjóðráð að láta verða af þessu núna á miðvikudag. Fólk mætir bara með eigið kjét, eða eitthvað annað og meðlæti. Kannski væri ráð að hafa með kol og/eða eigið grill.
Ætli það sé ekki bezt að hafa hitting við planið við Helluvatn kl:1900 og ákveða þar í hvað picnic-lund skal haldið í til grillmennsku.
Allir vinir og velunnarar eru velkomnir og mega taka með sér gesti, gesti,gesti og gesti,gesti,gesti og hver skyldi svo vera gestaleikarinn. Já, ég er leikari. Stóra spurningin er svo hver verður leynigesturinn. Það væri svo mjög vel þegið ef fólk myndi tjá sig í athugasemdakerfinu hvort sem það er af eða á. Svona til að sjá hverning stemning er fyrir þessu.

Kv
Manneldisráð

sunnudagur, júlí 13, 2008

Moby Dick



V.Í.N.-ræktin heldur áfram og nú skal gerð önnur tilraun við Hvalfell. Sum sé Hvalfell á komandi þriðjudag. Rétt eins og nafnið bendir til þá er Hvalfell í Hvalfirði, nánar inni í botni, þá er vel við hæfi að hafa hitting við sjálfa N1 stöðina í Mósó. Þar ætti fólk verið að fara kannast við okkur en hvað um það. Tímasetning tja spurning hvort fólk vilji fara 18:00 eða 18:30 þar sem það þarf að aka aðeins að þessu og síðan er þetta ágætasta ganga. Þó ekkert Hafnarfjall amk ekki hringurinn. Sum sé hittingur á þriðjudag í Mosó og skundað síðan á Hvalfell. Vonandi að sem flestir láti sjá sig.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Drög að helginni

Rétt eins og getið var hér þá var farið í snilldar hjólhestatúr á þriðjudagskveldið. Þrátt fyrir að flestir væru enn að jafna sig eftir áreynslu síðustu helgar þá var rædd um hvað gjöra skal um komandi helgi. Nokkrir þar voru staðráðnir í því að kíkja úr bænum þá amk voru Bogi og Logi heitir og Raven nánast ákveðinn. Voru menn nokkuð kátir fyrir því að fara í Landmannalaugar á flöskudaginn og síðan í Þjórsárdal á laugardag.
Það gerist víst margt skrítið þarna í Heiðmörk þar sem kviknaktir kallar eiga það víst til að spretta fram út úr runnum og þar kom líka sú hugmynd að nota ferðina upp í Laugar til að ganga upp á Brennisteinsöldu. Ásamt því að skolla af sér rykið eftir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórmerkurferð og losa sig við svitalyktina úr hjólaferðinni í lauginni í Laugum. Ef við verðum heppnir þá krækjum við okkur líka í sundmannakláða. Jafnvel um leið og tekið er 4.sinum 400 metra hundasund með frjálsri aðferð. Þetta var nú smá bónus.
Sum sé Landmannalaugar á flöskudag og síðan Þjórsárdalur lau-sun. Allar aðrar hugmyndir eru vel þegnar í athugasemdakerfinu hér að neðan og allir velkomnir með

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Hjólað um Heiðmörkina




Varla hefur síðasta auglýsing frá V.Í.N.-ræktinni farið framhjá mörgum lesendum síðunnar. Annars hefur hún ekki þjónað tilgangi sínum. Alla vega voru a.m.k. 5 sveinar sem lásu og ákváðu að láta sjá sig á hjólhesti. En það voru:

Stebbi Twist
VJ
Hvergerðingurinn
Raven
Maggi á móti

Menn voru pikkaðir upp á nokkrum stöðum á leiðinni í Heiðmörk. Allir voru þó samankomnir áður en skipt var um sveitarfélag og farið yfir í Kópavoginn. Þar á víst að vera gott að búa.
Síðan var hjólað sem leið lá yfir í Heiðmörk undir öruggri leiðsögn Ferris. Þar voru stígar þræddir og mikið gaman og mikið fjör. Þess ber þó að geta að þar sem hreingerningardeildin sendi ekki fulltrúa og því þetta kvennmannslaus ferð. Því þótti ekki ástæða að koma við í Rauðhólum. En kannski næzt.
Hafi einhverjir áhuga á, fyrir utan fyrrnefndu 5, þá má skoða minningar úr ferðinni hér.

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júlí 07, 2008

Helgin´08



Þá er FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð þetta árið afstaðiin. Fyrst ber þakka öllum þeim sem þar voru og þeim sem komu við m.a í matinn á laugardeginum. Þetta var algjör silld og ekki skemmdi veðrið fyrir. Þar sem það skortir eiginlega lýsingarorð til að lýsa þessari silld þá ber ekkert að eyða orðum á það og láta bara myndir tala sínu tungumáli.
Fyrir þá sem hafa áhuga að rifja upp það sem þarna fór fram og þeir sem voru svo óheppnir að vera ekki á staðnum og missa af þessu þá skuluð þið fara hingað.

Takk fyrir okkur
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, júlí 06, 2008

Hjólahestatúr í Heiðmörk



Þrátt fyrir að núna sé FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð nýlokið og fólk sjálfsagt eilítið lúið þá er ekkert slegið slöku við þegar V.Í.N.-ræktin er annarsvegar. Dagskráin heldur áfram og núna á þriðjudag skal hjólhestast um hluta af græna treflinum þ.e þeim hluta hans sem er tilheyrir Heiðmörk.
Áður en haldið skal í Heiðmörk er bezt að hittast einhverstaðar og er það tilvalið að hafa það Elliðaárstífluna. Líkt og áður þegar hjólað er fær Skáldið að ákveða tímasetningu og verður ekki gerð undantekning á því núna. Það er svo vonandi að sem flestir geti látið sjá sig á þriðjudagskveldið við stífluna.

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, júlí 04, 2008

Gleðin hefst í dag



Sjáumst í Mörkinni!

Í tilefni dagsins

O! say can you see by the dawn's early light
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming.
Whose broad stripes and bright stars through the perilous fight,
O'er the ramparts we watched were so gallantly streaming.
And the rockets' red glare, the bombs bursting in air,
Gave proof through the night that our flag was still there.
Oh, say does that star-spangled banner yet wave
O'er the land of the free and the home of the brave?

On the shore, dimly seen through the mists of the deep,
Where the foe's haughty host in dread silence reposes,
What is that which the breeze, o'er the towering steep,
As it fitfully blows, half conceals, half discloses?
Now it catches the gleam of the morning's first beam,
In full glory reflected now shines in the stream:
'Tis the star-spangled banner! Oh long may it wave
O'er the land of the free and the home of the brave!

And where is that band who so vauntingly swore
That the havoc of war and the battle's confusion,
A home and a country should leave us no more!
Their blood has washed out their foul footsteps' pollution.
No refuge could save the hireling and slave
From the terror of flight, or the gloom of the grave:
And the star-spangled banner in triumph doth wave
O'er the land of the free and the home of the brave!

O! thus be it ever, when freemen shall stand
Between their loved home and the war's desolation!
Blest with victory and peace, may the heav'n rescued land
Praise the Power that hath made and preserved us a nation.
Then conquer we must, when our cause it is just,
And this be our motto: 'In God is our trust.'
And the star-spangled banner in triumph shall wave
O'er the land of the free and the home of the brave!

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Tugur, tugur, sex í skráningu

Það er betur heldur orðið stutt í helgina beztu. Heyrst hefur að menn séu að springa úr spenningi og kafna úr gleði yfir þessu öllu saman. Sagan segir að Litli Stebbalingurinn sé eins og 6.ára krakki korteri fyrir 18:00 á aðfangadag. Slíkur sé spenningurinn.
Nú er líka komið að loka, loka skráningarupptalningarlistanum sem hefur gengið allt frá byrjun janúar á þessu ári. Höfum þetta ekki lengra og vindum okkur í upptalinguna.

Human behavior

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfða Prinsinn
Eldri Bróðurinn
Tuddi Tuð
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Huldukonan
Þyrlukonan
Yngri Bróðurinn
Heiður
Erna

Spurning hvað benzínið verður komið í

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Svona lítur þetta þá út. Þarna verður bara gaman með þessu skemmtilega fólki. Aumingja ólukkulýðurinn sem ætlar að vera í bænum. Þau verða bara að láta sér duga myndirnir sem koma eftir helgi.
Að Lokum; drekkum okkur í drazl og restina í hárið

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

Þórsmerkurdiskurinn 2008

Þá hefur Jarlaskáldið lagt lokahönd á Þórsmerkudisk þessa árs. Hann er aðeins einn í ár en ekki tvöfaldur eins og undanfarin ár, en það þýðir bara að gæðin eru helmingi meiri, eða eitthvað í þá áttina. Skáldið mun brenna einhver eintök á plast og vera með til dreifingar í Merkurförinni en þeir tæknivæddustu sem vilja fá diskinn á tónhlöður sínar eða íPóða geta farið á eftirfarandi hlekk (http://www.yousendit.com/download/TTdFdFdlK3hQb0xIRGc9PQ) og freistað þess að hala disknum niður á tölvutæku formi. Svona er nú tæknin skemmtileg, það er að segja ef þetta virkar. Góðar stundir.

http://www.yousendit.com/download/TTdFdFdlK3hQb0xIRGc9PQ

Tveir dagar



Nú eru aðeins tveir dagar í gleðina og eins og sjá má eru sumir alveg að farast úr spenningi. Ert þú búinn að tryggja þér miða?

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Pottormar



Fastir vikuliðir áttu sér stað núna fyrr í kveld en þá var á dagskráninni hjá V.Í.N.-ræktinni sundferð í Reykjadalslaug eða læk. Hvernig svo sem menn líta á það.
Það voru fjórir drengir samankomnir við Gasstöðina og heldu sem leið lá á fyrirhuguð virkjanasvæði upp á Hellisheiði. Laugin var alveg þolanleg og vel brúkhæf til baðferða. Þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Danni Djús

Það eru því amk 4.sveinar sem eru orðnir hreinir og fínir fyrir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð 2008 eftir þessa baðferð. Ilmandi af brennistein og öðrum náttúrulegum kölnarvötnum. Fyrir áhugasama er hægt að skoða myndir hér.

Þrír dagar



Ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn.

Og það spáir bara bongó...