sunnudagur, október 30, 2011

Jón Múli ÁrnasonNú síðasta Þórsdag var því varpað fram að fara út og gera eitthvað. Þrátt fyrir dræmar undirtektir þá var samt farið út og eitthvað gert. Eftir kveldvaktarviku var ekki mikill hvatning að rífa sig fram úr rúminu fyrir allar aldir og því var bara lítið og nett fjall fyrir valinu eða Múlafjall, svo sem ekki mikið né hátt en þó eitthvað. Það voru bara tvær manneskjur á ferli en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þetta gekk allt saman ágætlega og við sluppum niður fyrir myrkur en rúsínan í pulsuendanum var sú að maður fékk svona næstum því vinning eða kulda og vosbúð. En alla vega þá eru einhverjar örfáar myndir hér

Kv
Göngudeildin

P.s ef maður verður í stuði í dag er aldrei að vita nema hjólheztast verði niður í Reykjavíkurhöfn til að kíkja á V/S Þór.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!