föstudagur, desember 24, 2010

Gleðilega hátíð




Sólrisuhátíðanemd sendir öllum vinum og velunnurum V.Í.N. nær og fjær, hvort sem það er í byggð eða til fjalla, hugheilar jólakveðjur með von að allir bæti á sig nokkrum kreppukílóum þessi jólin.

Annars ef fólk fer að finna fyrir verk í vinstri hendi eftir átin er bent á hjartadeild LHS svona áður þar verður lokað vegna niðurskurðs

Kv
Hátíðarnemdin

sunnudagur, desember 19, 2010

Lágt á mér risið



Rétt eins og hér var auglýst var ætlunin að halda áfram með sitt 35.tinda verkefni núna í gær. Þá var skundað upp á Lágafell við Sandkluftavatn í skammdeginu. Leiðangursfólk þennan dag voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir nokkra metra á sek. tókst að komast á toppinn og þar með sigra tind nr:28 í röðinni. Ekki nema 7 eftir.
Hér má svo skoða myndir út túrnum.

Svo um síðustu helgi var haldið norður þar sem ætlunin var að skíða eins og enginn væri morgundagurinn. En ekki voru norðanmenn á þeim buxunum að hleypa mér, aðkomumanninum, á skíði svo gönguskíði urðu bara duga á messudag. Það var hressandi og gaman að því.
Á laugardeginum var svo haldið í austurátt yfir í S-Þingeyjarsýzlu og til Húsavíkur. Þar var rölt upp á bæjarfjall Húsvíkinga þ.e Húsavíkurfjall í ljósaskiptunum. Svona til gamans má geta að þar voru á ferðinni þau:

Stebbi Twist
Krunka

Hér má síðan skoða myndir frá því

Svo er bara spurning hvort þetta sé búið í ár eða hvort maður nái einu til viðbótar fyrir áramót. Annars er bara planið að fara næzt þann 2.jan á nýju ári. Nánar auglýst síðar

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, desember 16, 2010

Laugardagurinn fyrir jól

Eins og sjálfsagt fæstir muna þá hefur undirritaður síðustu 3.ár skundað upp á Þverfellshorn síðasta laugdag í aðventunni. Svona til brenna plássi fyrir jólasteikina. Nú í ár að gjöra breytingu þarna á. Engar áhyggjur um að sleppt verði að fara upp á fjall heldur verður bara áfangastaðnum breytt.
Í stað þess að fara á Þverfellshorn er stefnan að fara austur í Þingvallasveit og það lengra en Bolabás. Hætta sér að Sandkluftavatni og reyna þar að tölta upp á Lágafell sem hluta af 35.tinda verkefninu. Hafi einhver áhuga er öllum velkomið með. Brottfarartími er enn óákveðinn annars en sá að farið verður á laugardag

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, desember 14, 2010

loksins uppgjör á buffey



Reikningsnúmerið er: 528-14-604066
kennitala: 3007765079

Vignir þarf að fá reikningsnr. og kt. þeirra sem eiga inneign
vignirj at hotmail.com

Kveðja
Matarnemd.

sunnudagur, desember 05, 2010

Bláfjöll



Í morgun heldu Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn sem leið lá upp í Bláfjöll til að starta þar skíðavertíðinni þetta árið. Líka fékk Eldri Bróðurinn tækifæri til að prufa nýja dótið sitt. Fátt var í fjöllunum er mætt var á svæðið um 11 á messudagsmorgi, örugglega flestir uppteknir við messu, í smákulda en það var bara til herða mann. Við skíðuðum í einhverja tvo tíma og nýtist tíminn vel til rennslis enda engin röð í kónginn í þessu líka prímafæri.
Hef svo sem ekkert meira það að segja annað en hér má skoða myndir frá deginum

Kv
Skíðadeildin

laugardagur, desember 04, 2010

Bjöllusauður




Eins og kom fram hér þá var ætlunin að bæta við einu fjalli í 35.tindasafnið. Það tókst þó svo að Reynivallaháls hafi ekki verið fyrir valinu. Það var bara fjári gott að sofa í morgun. En hvað um það. Þess í stað var haldið í Jósepsdal og fyrir rangan misskilning var hætt við Ólafsskarðshnúka á miðri leið og haldið á Sauðadalahnúka þess í stað. Allt var þetta byggt á því að leiðangursmenn misskildu þetta allt vitlaust. En hvað um það. Þá var nýr toppur toppaður og eitt í sjálfu sér skiptir meztu máli. Nú er komnir 26.tindar í safnið og það gengur því á þetta og það vel. Leiðangursfólk voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir smá golu og norðanátt hafist þetta allt saman, eins og áður hefur komið fram. Fyrir áhugasama eru myndir hérna

Kv
Stebbi Twist

föstudagur, desember 03, 2010

Reynið Reynir

Já, komið öll sæl og blessuð
Þá er komið að því að drullast til að halda áfram með sitt litla gæluverkefni og koma sér á eitthvað fell um komandi helgi. Þar sem birtan er eitthvað farin að minnka þessar vikurnar er ætlunin að fara ekki oflangt frá bænum né upp á eitthvað ofurfell. Pælingin er að skunda upp Reynivallaháls í Kjós, svona ef maður er tímanlega á ferðinni, nú ef það klikkar þá hefur maður Ólafskarðshnjúka eða Sauðadalahnjúka.
Já og ætlunin er að fara á laugardag, jafnvel skella sér í laugina líka

Kv
Stebbi Twist

mánudagur, nóvember 22, 2010

Dreginn á asnaeyrunum



Rétt eins og auglýst var fyrir helgi var ætlunin hjá undirrituðum að halda áfram með gæluverkefni sitt og komast á topp nr:25. Stefnan var tekin á Dragafell og á auðveldan hátt var það fell sigrað en verðlaunaði mann með stórgóðri fjallasýn. En á toppnum stóðu:

Stebbi Twist
Krunka.

Skemmst er frá því að segja að nú eru komnir 25.tindar í safnið svo það eru þá ekki nema 10 kvikindi eftir. Svo það er barasta aldrei að vita nema þetta komi til með að takast. Skulum samt bíða þanngað til að feita tjélling hefur sungið.
En einhver skyldi hafa áhuga þá má nálgast myndir hér (í kaupbæti fylgja örfáar myndir frá næturrötun hjá B-Einum)

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, nóvember 18, 2010

Draghnoð

Eftir smá pásu frá 35.tindum er kominn tími að halda áfram og vonandi færast einu skrefi nær takmarkinu. Hugsunin er að skella undir sig gönguskónum nú á komandi laugardag og skella sér í uppsveitir Borgarfjarðar. Þar við Geldingadraga, eða Afkynjunnardraga, er lítið fjall eitt er kallast Dragafell og það takmark helgarinnar. Stutt og þægilegt áður en maður skundar á jólahlaðborð til éta á sig gat. Pælingin er að hafa sig úr bænum um eða eftir hádegi og jafnvel koma svo við í sundlaug Reykjavíkur á Kjalarnesi á bakaleiðinni. Að sjálfsögðu er allir áhugasamir velkomnir með og er bara að láta vita með hinum ýmsu leiðum.

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, nóvember 17, 2010

Takk fyrir síðast

Jæja takk fyrir síðast þetta var aldeilis glæsilegt. Vonandi að allir hafa verið vel metta maga eftir þetta.

Eigum við ekki að gera þetta upp. . sendið email á magnusa at vodafone.is og við
reiknum þetta saman, setjum upp í excel og sjáum hvað kemur út.

Kveðja
Matarmefnd.

föstudagur, nóvember 12, 2010

Buffið




jæja það fljögar í hópnum. .. komnir 22 í mat. Þokkalegt það.

Elín og Maggi Forforrétt, borðbúnaður og kaffi
Vignir og Helga Forréttur
Hrafn og Frú Fordrykkur (áfengur og óáfengur)
Haffi og Sunna Sósur (2 tegundir, ekki pakka)
Gústi og Oddný Salat
Stebbi og Hrafnhildur Naut og Lamb.
Þorvaldur og Dýrleif Meðlæti (eitthvað sem passar með matnum)
Danni og Huldakonan Eftirréttur
Reynir Snarl fram á kvöld
Arnór og Þórey Tónlist og skemmtiatriði

Guðjón og Agnes
Óli Steinalausi.

Þröngt mega sáttir sitja.

Kveðja
Maggi.

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Buffið

jæja þá styttist óðum í innanbæjar buffið. .. það stefnir í svaðalegt stuð og gríðar góða mætingu.

Þeir sem hafa meldað sig inn eru .... ásamt verkefni :o)


Elín og Maggi Forforrétt, borðbúnaður og kaffi
Vignir og Helga Forréttur
Hrafn og Frú Fordrykkur (áfengur og óáfengur)
Haffi og Sunna Sósur (2 tegundir, ekki pakka)
Gústi og Oddný Salat
Stebbi og Hrafnhildur Kjöt (Heyra í Matta og koma með best of frá honum t.d nautalund og lambafille).

Þorvaldur og Dýrleif Meðlæti (eitthvað sem passar með matnum)
Danni og Huldakonan Eftirréttur
Reynir Snarl fram á kvöld
Arnór og Þórey Tónlist og skemmtiatriði

Sem sagt 19 manns .. glæsó!


Þeir sem vilja koma og elda í Hólmvaðinu, þá opnar húsið kl 17:00

Á einhver netta stóla sem raðst saman ??

Kveðja
Matarnefndin

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

úrslit úr matarkönnun

Hæ hæ.

matarskoðanarkönnun, var spennandi og margar góðar hugmyndir.

Set bara allar hugmyndirnar inn. Margar frekar góðar, því er óskað eftir kokkum til að sjá um einhverja rétti.

Fordrykkur

??? eitthvað áfengt
bara bjór
Bjór
Einhvað áfengt
Extra gott hvítvín
Frozen Strawberry Daiquiri
Glenfiddich, 21. árs Single Malt
Jarðarberja Mohito
Martini
mojhito
mojito
mojito
Mojito
Mojito
mojito (bæði hægt að gera með og án áfengis fyrir þá sem vilja)
pepsí
Suðrænt hanastél

Forréttur

Einhvað gott
Eitthvað grafið
Fiskur
Grafinn nautavöðvi
Grillaðir humarhalar með hvítlauks og kryddjurta olíu, grillað undir hjálmi yfir birkigreinum, borið fram með sýrðum rjóma, sítrónu og ristuðum ítalíubollum
Humar
Humar
Humar
humar/humarsúpa
Indverskur matur, t.d. frá Austurlandahraðlestinni
kjöt
Lax
le soupa les lobster- eða t.d. nautacarpacio að hætti hússins
Nauta carpaccio
Rjúpa
rækjufrauð ala mamma
sushi bitar
Súpa

Aðalréttur

Einhvað mjög gott
eitthvað djúsí kjöt - t.d. rauðvínsgljáða nautalund m. bakaðri kartöflu og steiktu rótargrænmeti... eða eitthvað gott af lambinu, t.d. lamba ribeye
Hreindýr
Indverskur matur, t.d. frá Austurlandahraðlestinni
íslenskt lambafille sem er búið að marinera í nokkra daga... mjúkt og klikkar ekki! og svo eitthvað meðlæti með eins og bakaðar kartöflur/sætar kartöflur, salat, sósa :)
kalkún :)
kjöt
Kjöt
Lamb og með því
Lambakjöt
Lambalæri
Le lamb
Léttgrillaður nautaprime með skarlottulaukspiparsósu, kartöflum og salsasalati
meira kjöt
Naut
Naut/lamb
naut/lambalæri
Nautakjet/villibráð
sebrahestskjöt eða nautalund

Eftirréttur

blaut súkkulaðikaka, heimagerður vatns-appelsínusorbert og eldrauð sósa m.a. úr grenadin
Einhvað sætt með kaffi
eitthvað gott
fljótandi súkkulaðikaka
Frönsk sukkulaðikaka með ís
Frönsk súkkulaðikaka með ís
frönsk súkkulaðikaka/súkkulaðimús
Heimagerður ís
Hvít súkkulaðismús með makkarónum, ásamt með blönduðum berjum og þeyttum vanillurjóma
Ís
ís
ís með exotískum ávöxtum og heitri súkkulaðisósu.. mmm...
Kaka
Kaka, t.d. með súkkulaði og hnetum, ís og ávextir/ber
Súkkulaði eitthvað
Súkkulaðikaka
súkkulaðikaka
súkkulaðimús
Vanilluís með Mars sósu

Annað

Bragðaukandi réttir fyrir fordrykk, steiktar ferskar fíkjur með gráðosti og beikoni
Er ekki bara spurning um að hafa þetta einfalt og þægilegt!
gaman
Get drunk
Góða skemmtun
Koníak
mæli meðessu...
pulsa er bara 4 bitar max!
Rauðvín
Snarl fram á nótt
vodka

Kveðja.
Matarnefnd

mánudagur, nóvember 01, 2010

Allt er vænt sem vel er grænt



Nú á laugardag fyrir viku skundaði Stebbalingurinn rétt út fyrir borgarmörkin til að rölta á hól einn. Sem hluta af 35.tindum en þetta var Grænadyngja á Reykjanesskaga. Litli Stebbalingurinn hafi nú félagskap með sér en þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

Það svo sem telst varla til tíðinda að toppurinn náðist en það kom skemmtilega á óvart hvað það var gott útsýni þarna. Sást frá Snæfellsjökli allan hringinn að Eyjafjallajökli. Afar gott. Reykjanesheimsóknin endaði á túrheztaferð í Bláa Lónið (um að gjöra að nýta þetta gjafakort sem fékkst fyrir hreinsunarstarf) þar sem svitinn var skolaður af.
En myndir úr ferðinni ná nálgast hér

Kv
Stebbi Twist

föstudagur, október 29, 2010

Úrslit í Le Gran Buffey Innanbæjar

Jæja þá hefur talningarnefnd lokið störfum og öll atkvæði verið talin.

Úrslit eru eftirfarandi.



Þannig þetta verður haldið 13 nóvember í Hólmvaði.

ég smelli svo við tækifæri hvað var kosið í matinn.

þriðjudagur, október 26, 2010

Lýðræði

Jæja prufum lýðræðið. ... formleg kosning á le Grand buffey.

Niðurstaðan verður kynnt hér á Vínvínvín á föstudaginn.

Create your free online surveys with SurveyMonkey, the world's leading questionnaire tool.

sunnudagur, október 24, 2010

Le Gran buffey (innanbæjar) fyrri hluti.



Hæ hæ.

Hvernig lýst ykkur á að hafa innanbæjar Gran Buffey 6 nóvember ???

Miðað við dagskrá FBSR, þá er neyðarkall þessa helgina.

Kveðja

fimmtudagur, október 21, 2010

Magma Energy

Eftir mikla legu og vangaveltur um hvaða fjall á að skunda á um helgina þá er komin niðurstaða. Nú á að taka mikla áhættu og hætta sér á Reykjanesið því þar er hóll einn er nefnist Grænadyngja. Þetta fjall hefur ekki verið klifið af undirrituðum sem og nær það líka í 400 mys svo það passar inn í 35.tindaverkefnið Sem er mjög gott.
Ef svo ólíklega að einhverjum langi með þá er öllum það velkomið og er ætlunin að fara á laugardag. Svona einhvern tíma eftir að maður vaknar og áður en það dimmir aftur

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, október 20, 2010

Týndir nillar



Nú um síðustu helgi skrapp undirritaður, ásamt nokkrum öðrum félögum sínum úr FBSR, í Tindfjöll til þess að henda nillum út í buskann með áttavitann einan að vopni.
Þarna voru á ferðinni tveir gildir limir V.Í.N. og þónokkrir aðrir góðkunningjar V.Í.N. en þetta voru

Stebbi Twist
Krunka

Síðan vinir og velunnar

Matti Skratti
Eyþór
Billi

Þrátt fyrir að aðeins hafi ýrjað úr lofti skiluðu allir sér til baka og það sem helst telst til tíðinda er að gist var í tjöldum en ekki í Tindfjallaseli. En puslupottrétturinn var að sjálfsögðu til staðar.
Á messudag var síðan rölt venjulega leiðin að Hafrafelli.
En hér eru myndir frá túrnum

Kv
Stebbi Twist

mánudagur, október 18, 2010

Þriðja helgin í október

Nú þegar þetta er ritað inn þá er þessi stórkostlegi mánudagur senn á enda. Það táknar bara eitt að næzta helgi er bara rétt handan við hornið. Þar sem þetta er nú ,,fríhelgi" hjá Litla Stebbalingum þá telur kauði það vera alveg kjörið að nýta komandi helgi og bæta nýjum topp við í 35.tinda verkefninu. Ekkert hefur enn verið ákveðið hvert skuli halda en hvort það yrði þá á laugardegi eða messudegi. Slíkt verður þá bara auglýst síðar
Sem og oft áður eru allir, sem áhuga hafa á annað borð,velkomnir með og láti bara vita með margvíslegum samskiptaformum

Kv
Stebbi Twist

mánudagur, október 11, 2010

Ríkisfan(n)tur



Rétt eins og hér var talað um var ætlunin að bæta við þeim 23ja í safnið um helgina og var stefnt á Fanntófell.
Ekki var svo verra þegar Kaffi stakk upp á því á flöskudeginum að halda í Ríkið á laugardag. Væri ekki amalegt að komast í pottinn eftir gönguna og tala nú ekki um grillið maður.
Það voru svo tvær mannenskjur sem heldu af stað úr höfuðborginni um hádegisbil á laugardag á Rex upp á Kaldadal. Uppganga á Fanntófell tókst með ágætum í sumarblíðunni og var alveg hægt að njóta þar útsýnis til allflestra átta. Eftir nokkrar toppamyndir og eins og eina samloku eða svo var haldið aftur niður á veg svo hægt væri að komst í skála og fá sér eins og einn öl eða svo.
Þegar í Ríkið var komið var þar gestgjafi mættur ásamt Jarlaskáldinu, á Sigurbirni, og hjónaleysunum VJ og HT, á Blondí. Ekki leið á löngu þar til að hitað var upp í grillinu og hinum ýmsu landbúnaðarvörum skellt þar á. Ekki vildi betur til en að HT fékk skyndilega heilzubrest og þurftu þau hjónaleysin því frá að hverfa í fyrra fallinu sem var heldur leiðinlegt. Við hin sem eftir urðum skelltum okkur í pottinn þar sem maður skolaði af sér svitann undir stjörnubjörtum himni.
Sól og blíða tók svo á móti okkur er við vöknuðum á morgni messudags. Eftir hinn hefðbundnu morgunverk þe morgunmat, messu og mullersæfingar var haldið til byggða. Leiðin sem var fyrir valinu var vestur og suður fyrir Hlöðufell, gegnum Rótarsand og endað niðri á Miðdal við Laugarvatn, þar sem hugmyndin var að skella sér í fótabað þó svo það hafi ekki alveg tekist.
Myndavél var með í túrnum og að sjálfsögðu er afraksturinn kominn á síður lýðnetsins. Má nálgast þær hér

Kv
Jeppadeildin í samstarfi við Göngudeildina

föstudagur, október 08, 2010

Leitin af Rauða Október II




Síðasta laugardag var stórafmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar haldin til tilefni þess að 60 ár eru síðan Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð. Öllum sveitum á landinu var boðið og því fjölbreytt verkefni í boði. Það var þétt dagskrá og mikið af ólíkum verkefni fyrir hina ýmsu hópa.
Litli Stebbalingurinn ásamt öðrum inngengnum sáu um rústabjörgun. Það var varla að maður vissi hvað rústabjörgun væri en það lærðist smátt og smátt. Verkefni í rústabjörgun voru á þremur stöðum og þurfti einn póstastjóra á hvern póst. Ekki var nú leitað langt yfir skammt heldur fengnir V.Í.N.-liðar í þetta. Þar voru á ferðinni:

Maggi á Móti
Bergmann
Jarlaskáldið

Þetta gekk allt saman á endanum, enda úrvals menn á hverjum póst, má skoða myndir hérna.

miðvikudagur, október 06, 2010

Næzti tindur

Nú eftir alltof langt hlé er kominn tími að halda áfram með 35.tinda verkefnið nú um komandi helgi. Það lítur allt út fyrir ágætis veður skv spámönnum ríkzins og engin ástæða er til að sitja heima heldur skulu gönguskórnir viðraðir.
Hugmyndin þessa stundina er að skunda á Fanntófell á Kaldadal við jaðar Oksins. Rétt eins og staðan er núna er ekki alveg neglt niður hvort haldið verður á laugardag nú eða messudag. Hvort sem heldur væri ekki vitlaust að hafa með sér sundföt (þ.e. komi einhver með) og skella sér í Krosslaug eftir göngu. Svona af því gefnu að farið verði á Fanntófell.
Ef svo ólíklega skyldi nú vera að einhverjum langaði með er þeim bent á skilaboðaskjóðuna hér að neðan. Sem og hafi fólk hugmyndir um annað fell þá endilega viðra þá hugmynd á sama vettvangi.

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, október 05, 2010

Útilíf

Sælt veri fólkið.

Það er kannski rétt að benda fólki (þar sem við erum flest öll meðlimir í ýmsum björgunarsveitum) að í kveld verður víst búnaðarkveld í Útilíf í Glæsibæ. Þar verður víst 25% afsláttur af öllum vörum, nema snjóflóðaýlum og GPS-tækjum, svo verða einhverjar vörur á sértilboði og verða þær víst sérstaklega merktar. Herleg heitin hefjast kl.19:00. Annað var það ekki, í bili amk

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, september 29, 2010

LE Grande Buffey.

Sælt veri fólkið.

Það virðast allir vera eitthvað rosa uppteknir núna í lok okt og erfiðleikum háð að finna hús undir mannskapinn.

Því kom upp sú hugmynd að fresta þessu fram í janúar, t.d helgina 19 til 21 Janúar 2011.

Hvernig lýst ykkur á það ??

Kveðja
Matarnemd.

mánudagur, september 20, 2010

Heiðin Há



Síðasta laugardag skrapp Litli Stebbalingurinn í smágönguferð með nillahóp frá FBSR. Reyndar voru með í för þó nokkrir góðkunningjar og velunnarar V.Í.N. þó svo ekki hafi fleiri gildir limir verið með í för.
Líkt og fyrir tveimur árum síðan var haldið á Heiðina Háu en ólíkt sem var þá var veður eigi svo vont þetta árið. Annað sem breytt var að ekki var gist í skála heldur að sjálfsögðu var tjaldað, reyndar sá sem þetta ritar beiðogvakaði ásamt hinum inngengu sem gistu líka.
Á messudeginum var stefnan tekin á Helgafell með viðkomu hjá Þríhnjúkum og lítið aðeins ofan í Þríhnjúkahelli. Svo var bara skundað beinustu leið yfir hraunið að Helgafelli þar sem haldin var keppni í tjöldun, suðu á vatni og koma sér ofan í poka. Ferðin endaði svo á því að tölta upp á Helgafell.
Nú er því lokið að henda inn myndum frá helginni á alnetið og má skoða þær hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, september 15, 2010

Bungan hanz Bárðs



Eins og sjá má á færslunni hér að neðan, frá félaga vor Magga á Móti, þá var göngudeild V.Í.N. á Bárðarbungu um síðustu helgi. Þannig háttaði til mála að Flugbjörgunarsveitin Reykjavík er 60.ára um þessar mundir og sem og að í gær voru líðin slétt 60.ár síðan Geysir (TF-RVC) flugvél Loftleiða fórst á Bárðarbungu. Í tilefni ammælisins sem giftusamlegrar björgunar áhafnarmeðlima Geysir fór FBSR í ammælisferð. Nú þar sem þó nokkrir gildir limir innan V.Í.N. eru jú inngengnir félagar í FBSR þá þarf það ekki að koma á óvart að myndarlegur hópur þeirra ætlaði að skunda þar upp sem og bílahópurinn átti líka sinn fulltrúa. En þetta voru

Stebbi Twist
Krunka
VJ
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Móses
Plástradrottningin

Og Bergmann sem fulltrúi bílahóps.

Allir göngumenn náður að ,,toppa" að undanskildri Plástradottingunni sem skildi hælana eftir einhverstaðar á Köldukvíslarjökli og þurfti því frá að snúa. En allir skiluðu sér til baka í bílana, mis seint að vísu, og náðu í grill í Nýja-Dal.
Til að hafa þetta ekki mikið lengra er rétt að benda á myndir, sem eiga víst að segja meira en þúsund orð, þær má skoða hér

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, september 08, 2010

Reyndu að Haga(fjall) þér drengur



Sumir vilja meina að það sé komið haust og tilefni þess hélt starfsmannafélag undirritaðs sitt árlega sumarslútt um síðustu helgi. Þar sem það innihelt sveitaball á Gömlu Borg í Grímsnesi þótti það upplagt að gera úr því útilegu og fjallgöngu. Kjörið var að halda áfram með 35.tindaverkefnið og þar sem veður var ekki spennandi á laugardagsmorgun var tekin sú ákvörðun að halda austur fyrir fjall og meta þar stöðuna. Lendingin var að halda til haga og skundað var á Hagafjall í Gnúpaverjahrepp. Þennan dag var sá tuttuguogfyrsti toppaður í öskufoki og því var útsýni ekki eins mikið og af er látið. Sást ekki einu sinni til Heklu en rétt svo glitti í útlínur á toppnum á drottingunni.
Svo meðan ég man þá er kannski rétt að geta þess svona í framhjáhlaupi hverjir voru þarna:

Stebbi Twist
Krunka

Hagafjall mun seint teljast til mikila fjalla en var ágætt m.v þær aðstæður sem þarna voru og þann tíma sem okkur gafst.
Þegar niður var komið hófst leitin af opinni sundlaug á suðurlandinu og fannst hún á Geysi. Sú ku vera opin til 2200 öll kveld og neitaði starfsfólk á Hótel Geysi að taka svo við greiðslu. Afar hentugt. Svo var bara tjaldað, grillað og teigað öl.
Svo má sjá myndir úr ferð hér

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Selt



síðasta miðvikudag var skundað í Hvalfjörðinn með það að markmiði að toppa Selfjall í Botnsdal. Var það fjall bæði hluti af V.Í.N.-ræktinni sem og taldi það í 35.tindaverkefninu sem fjall nr:20 í röðinni. Sem er mjög gott.
Þar sem enginn vildi hitta okkur á N1 í Mosó voru það því bara tvær sálir sem lögðu í´ann

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að förin upp á við gekk stórslysalaust og náðu báðir aðilar að toppa. Sem er líka mjög gott. En myndavélin var með í för og myndir eru hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Hrói Höttur



Fyrir hálfum mánuði síðan var V.Í.N.-ræktin endurræst eftir smá sumarfrí. Fyrir valinu varð að skunda á Hrómundartind á Hellisheiði. Þrátt fyrir móngó blíðu voru bara þrjár sálir sem heldu í leiðangurinn. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta var hin heilaga þrenning V.Í.N.-ræktarinnar 2010. Svona upp á gamlan vana er bezt að telja þá upp

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

Eins og áður sagði var brakandi þurrkur á Heiðinni og við toppuðum Hrómundartind, sem eru reyndar tveir og líka Tjarnarhnjúk. Síðan tókum við lengri leiðina niður og í töff gil eitt, Tindagil, er alveg hægt að mæla með þessu fjalli og gili á bakaleiðinni. Þó svo að tindurinn sé ekki hár er landslagið þarna bara svo magnað og útsýnið flott af toppnum. Annar er bara bezt að láta myndirnar tala sínu máli hérna

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Sel það ekki dýrara en ég keypti það

Því miður þá féll V.Í.N.-ræktin niður í síðustu viku en það skal ekki endurtaka sig aftur þessa vikuna og er ætlunin að skunda af stað á Óðinsdag. Sjálfsagt kemur það fáum eða neinum á óvart að ætlunin er að skunda á hól. Þessi er víst í Hvalfirðinum og það í Botnsdal sjálfum, ber nafnið Selfjall. Reikna ná með því að þetta verði síðasti liðurinn í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið en ef vel liggur á manni getur það gerst að eitt rölt verði í næztu viku en það kemur bara í ljós.
En alla vega þar sem leiðin liggur veztur á veg þá er hittingur á N1 í Mosó á miðvikudag kl:18:30. Sum sé Selfjall á miðvikudag

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Seinni hluti



Svona til að halda í hefðina var sumarfrí og smá túr tekinn eftir Þjóðhátíð.
Byrjað var á að fara á Snæfellsnes þar sem rölt var upp á tvo hóla, Stapafell og Hreggnasa, sem og tvær nýjar náttúrulaugar teknar í úttekt sem voru þau hjón Sigga og Stjáni.
Þegar þar byrjaði að rigna var haldið norður yfir Holtavörðuheiði og eitt fjall á Vatnsnesi toppað sem hefur það skemmtilega nafn Grundarhlass. Þarf varla að koma neinum á óvart en þar lét líka rigningin sjá sig svo ekið var sem leið lá uns það hætti að rigna. Var það í Skagafirði og slegið þar uppi tjaldi og gist til tveggja nátta. Tindastóll var toppaður og eftir sund í kapítalismalauginni á Hófsósi var haldið heim að Hóla og næturdvöl höfð þar. Það er svæði sem má kanna nánar með freistandi toppum í kring og notalegu tjaldstæði í miðjum skógi. En hvað um það. Í Hjaltadal er líka náttúrulaug sem þurfti að máta og ber það frumlega nafn, á þessum slóðum, Biskupslaug. En auk þess var messudeginum ma eytt á bílasafni og á sveitabæ. Nenni eiginlega ekki að hafa þessa upptalningu lengri og læt bara Sony cyber shoot tala sínu máli hérna

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Forföll

Hér eru áríðandi skilboð til Hvergerðingins aðallega og kannski eru einhverjir þarna úti sem ætluðu sér í V.Í.N.-ræktina þessa vikuna.
En allavega vegna óviðráðanlegri ástæðu og tiltektar þá fellur V.Í.N.-ræktin niður þessa vikuna. En auðvitað er fólki frjálst, kjósi það svo, að ákveða annað aðra dagsetningu og gjöra eitthvað skemmtilegt. En hin opinberlega V.Í.N.-rækt fellur niður og fylgist með hvert farið verður næztu viku

laugardagur, ágúst 14, 2010

Mín fagra Heimaey



Það þarf vart að koma neinum sem þennan þekkja að kauði, ásamt fleiri V.Í.N.-verjum skunduðum á fjölmennustu Þjóðhátíð amk fram að þessu. Þeir sem þarna voru ásamt undirrituðum voru:

Krunka
Jarlaskáldið
Tóti
Eldri Bróðurinn
Raven
Arna kom svo óvænt á sunnudeginum
og að sjálfsögðu Dísa
Þetta var mikið gaman og mikið fjör auðvitað í blíðskaparveðri. Fyrir þá sem vilja rifja upp nú eða sjá hverju þeir eða þær misstu af má gjöra það hérna

föstudagur, ágúst 13, 2010

Fór í fríið



Þrátt fyrir krepputíma þá þarf maður víst að taka sér sumarfrí eins og flestir landsmenn. Slíkt var nú gjört hjá undirrituðum í lok júlí og lá leiðin austur á boginn norðurleiðina. Ýmislegt var gjört sér til dundurs m.a kíkt á Ysta-Fell. Á Eyglóarstöðum hittum við svo Eyþór og Boggu. Þaðan lá leið okkar á Borgarfjörð Eystri með næturdvöl í Héraðsflóa. Á messudegi var rölt á Dyrfjallatind í bongó blíðu og að sjálfsögðu grillað eftir það. Mánudeginum voru skýin eitthvað lofthrædd svo það var bara farið í bíltúr um Víkurnar í boði Eyþórs. Um kveldið var skundað á Reyðarfjörð með viðkomu hjá Fardagafoss og pulsuveizlu á tjaldstæðinu á Eyglóarstöðum.
Næzta dag leikum við bara túrhesta og farið um helstu firði, víkur og vogi þarna á svæðinu. Enduðum svo daginn á því að kíkja í heimsókn til VJ og HT þar sem þau voru í bústað í Lóni, grillað þar áður leiðin lá áfram í Skaftafell. Eyþór og Bogga urðu reyndar eftir í Lóni og höfðu stefnuna á Lónsöræfi. Eftir nótt í Skaftafelli var skundað á Kristínartinda þar skyggni á toppnum var frekar fágætt. Eftir sund og heimsókn til Helga blauta var síðustu nóttinni eydd í Hrífunesi og haldið svo heim á leið á fimmtudeginum með viðkomu í landeyjarhöfn því jú Þjóðhátíð beið manns handan við hornið
Svona í lokin má geta þess að hér má nálgast myndir

fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Le Grande Buffey




Er ekki snilld að hafa Le Grande Buffey helgina 29 til 31 oktober.

Allir þeir sem vita um stór hús, ath hvort þau sé laus og þá endilega panta.

Stóra húsið hjá rafiðnarsambandi er bókað allar helgar út þetta ár.

Kveðja
Matarnemd.

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Allt er þegar þrennt er

Jæja, þá er loks kominn tími að hefja V.Í.N.-ræktina aftur vegs og virðingar eftir smá sumarfrí.
Líkt og hefur verið ætlunin verið í tvö önnur skipti hefur stefnan verið tekin á Hrómundartind en aldrei tekist að reyna hvað þá toppa.
En á miðvikudaginn hefur V.Í.N.-ræktin hug á því að skunda á margræddan Hrómundartind. Þar sem þetta er í austur átt þá er hittingur á klassískum stað eða á sjálfri gasstöðinni og eigum við ekki að hafa stefnumót kl:1830 að þessu sinnu og það er á morgun Óðinsdag.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 05, 2010

útilega um helgina

Útilegunefnd VÍN er ekki hætt þetta sumarið. Því á að smala fólki í útilegu um helgina.

Staðsetning er óákveðin, en veðrið mun ráða för.

Er ekki góður áhugi fyrir því að smella sér eitthvað um helgina ????

Kveðja

mánudagur, ágúst 02, 2010

Eins og apar í búri




Þrátt fyrir að virðist vera sem að V.Í.N.-ræktin liggi í smá sumar dvala þá er ekki svo langt síðan að farið var síðast.
Enn virðist sem Hrómundartindur þurfi að bíða betri tíma því þrátt fyrir að hann skyldi hafa verið auglýstur þá var það slegið af á síðustu stundu og ákveðið að þiggja boð Hvergerðingsins og halda ofan í jörðina. Ásamt einhverjum Hvergerðskum skátum var því haldið í Hellinn Búra.
Að vanda var bara þremennt af V.Í.N.-liðum en það voru

Hvergerðingurinn
Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að við komust inn og alla leið að hraunfossinum svo næzta mál er að síga þar ofan í. En hvað um það, myndir eru hérna

Kv
Helladeildin

miðvikudagur, júlí 28, 2010

Þjóðhátíð



Æ, ég var bara orðinn leiður á að sjá sjálfan mig alltaf efst á síðunni. En það eru víst einhverjir VÍN-verjar á leið á Þjóðhátíð, enn eina ferðina. Bara að láta vita af því. Bless...

föstudagur, júlí 23, 2010

Þar sem alltaf er sól



Síðasta mæðudag var sterk höfuðborgarsól hér sunnan heiða og ákvöðu tveir gamlir jaxlar að nota daginn aðeins og rölta eitthvað uppá við. Þarna voru á ferðinni Stebbi Twist og Jarlaskáldið. Þar sem annar var í vaktafríi og hinn hætti snemma í vinnunni þann daginn var bara lagt í´ann fljótlega eftir hádegi með stefnuna á Móskarðahnjúka. Þetta varð svo sem ekkert merkileg ganga en ágætis engu að síður. Auðvitað var myndavél með í för og hér má sjá þær fáu myndir

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 22, 2010

Sumarið er grilltími



Á fimmtudaginn fyrir viku síðan söfnuðust nokkir V.Í.N.-verjar og aðrir velunnar saman í Heiðmörk í þeim tilgangi að grilla saman. Það var alveg sæmilegasta mæting í blíðviðrinu þó svo hún auðvitað hefði mátt vera betri en engu að síður þá var þetta fínasti hittingur. Svo bara vonandi að fleiri láti sjá sig næzt þegar svona verður haldið. En hættum nú þessu tuði og bendum bara á myndir hérna

Kv
Manneldisráð

miðvikudagur, júlí 21, 2010

Hvað bíður á helginni




Nú þegar nálgast næzta helgi ætla ég að hafa kvörtun Danna Djús í huga er kann lét vita að menn vissu ekki um áform fyrr en þeim væri lokið. En hvað um það bara eina að reyna að bæta sig.
Það er ekkert ákveðið með helgina en V.Í.N.-ræktar þríeggið er spennt fyrir að komast úr bænum. En eins og veðurspá er þessa stundina er ekki spennandi að fara nema ansi langt en það gæti nú breyst snögglega. Hafi fólk áhuga að koma með eru allir velkomnir og allar hugmyndir eru vel þegnar. Annars má bara telja líklegt að reynt verði að rölta á einhvern eða jafnvel einhverja hóla og safna í 35 tinda verkefnið.
Annars er bara orðið frjálst hér að neðan í skilaboðaskjóðunni

mánudagur, júlí 19, 2010

Geitahafur



Í miðri síðustu viku átti V.Í.N.-rækt sér stað, eins og hér var auglýst, og af tvennu sem var í vali varð Geitafell fyrir valinu því þar leit út fyrir að vera minna blaut en á Hellisheiðinni. Allt leit vel út í byrjun og tókst að toppa í þurru og ágætis veðri. En þau sem toppuðu voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn.

Á niðurleiðinni fundum við fína strumpaleið en öllum tókst að komast stóráfallalaust niður. Þegar niður af hólnum var komið þá kom þessi fíni gróðraskúr en ekki nóg til að drekkja mannskapnum. Hafi einhver þarna úti áhuga og tíma til að kíkja á myndir má gera það hér.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 18, 2010

Austur á fjall

Jæja, gott fólk. Þá kominn tími á V.Í.N.-ræktina og það aftur á sinn rétta dag þ.e Þriðjudag. Í síðustu viku stóð valið milli tveggja fjall og varð þá Geitafell fyrir valinu þar sem veður leit betur út á þeim slóðum.
Nú þessa vikuna verður ekki um neitt val heldur skal stefna á hitt fjallið frá síðustu viku þ.e. Hrómundartind. Eins og staðan er nú lítur út fyrir ágætis veður svo Hvergerðingurinn fær vonandi sjéns á því að taka könnunarleiðangur í leiðinni.
Svona fyrst stefnan er tekin austur á boginn þá er tilvalið að hafa hitting á okkur sígilda stað þegar austur er áttin auðvitað Gasstöðina og kl:1900 bara

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júlí 14, 2010

Hús(bíla)fell



Ekki var nú setið heima í borg óttans um síðustu helgi. Eftir nokkra símafundi varð loka niðurstaðan sú að enda á fjölskyldutjaldsvæðinu í Húsafelli meðal húsbíla og fellihýsa. Ekki var nú melding mikill en það endaði á eftirfarandi:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn
á Rex

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
á Barbí með aftaníhaldið Ken með

Svo boðaði Skrattinn sig ásamt frú.

Eitthvað klikkuðu spámenn ríkins því skúrnirnir á laugardeginum urðu bara að hellirigningu en þá var gott að skríða ofan í hella svona eftir að hafa rölt á Strút.
Þegar við komum til bara í fellið voru Raven og Arna mætt á pleizið. Svo hófst bara þetta hefðbundna þ.e. grill og öl.

Á messudag náðist að pakka tjöldum niður þurrum og rennt var við í Krosslaug á heimleiðinni. Endað svo á rjómaís á helgasta stað íslendinga. Að lokum má benda á það að hér má skoða myndir

þriðjudagur, júlí 13, 2010

Kolatími




Ætli það sé ekki kominn tími á það að endurtaka leikinn frá því í hittifyrra og slá upp í grillveizlu í Heiðmörk komandi fimmtudag. Svona amk ef veðurguðirnir, að undanskildum Ingó, skyldu leyfa. Það er bara sama flöt og síðast eða Vígsluflöt sjá má á korti. Þar sem hver og einn mætir bara með sitt á grillið og við dreifum síðan bara nokkrunveginn jafn niður á með kolin og grilllög. Svo er bara að vera grillaður og mæta kl:1900.

Kv
Manneldisráð

P.s Nota tækifærið og minni á það að engin V.Í.N.-rækt fer fram í kveld heldur er henni frestað fram á miðvikudag

sunnudagur, júlí 11, 2010

Valkvíði

Þá er kominn tími að huga að V.Í.N.-ræktinni fyrir þessa vikuna. Vegna vinnuskyldu Lilta Stebbalingsins þá er ætlunin að færa til um einn dag og fresta um dag eða Miðvikudags eða Óðinsdag.
Þá er spurningin um hvað gjöra skal á miðvikudaginn og þá kemur valkvíði inn i myndina. Það var nefnilega aðeins rætt á heimleiðinni í dag hvað ætti að gjöra á miðvikudaginn og hugmyndir komu um annað hvort Hrómundartindur eða Geitafell. Þetta þarf víst að ráðast af veðurskilyrðum. Ef það verður sól og blíða þá verður það Hrómundartindur en ef lágskýjað verður þá skal það verða Geitafell.
Annars bara hittingur við Gasstöðina við Rauðavatn á MIÐVIKUDAG kl:1900

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 08, 2010

Útivistarparadís



Þá er fyrsti hjólheztatúrinn í V.Í.N.-ræktinni þetta árið staðreynd. Það gjörðist síðasta Týsdag. Það voru fjórar sálir er hittust við Elliðaárstífluna og lögðu í´ann upp í Heiðmörk en þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hubner
Hvergerðingurinn

Þetta reyndist vera hinn fínasti hjólatúr þar sem Hvergerðingurinn vígði nýja fákinn sem, sem er hið prýðilegasta samgöngutæki, og hér hann hér með boðinn velkominn í hjólheztadeildina. En hvað um það. Þetta gekk allt saman stórslysalaust fyrir sig og myndir má sjá hér.

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, júlí 06, 2010

Tilvonandi helgi

Já, komið öll sæl og blessuð!
Nú er næzta sumarhelgi bara rétt handan við hornið og er rétt að maður spyrji hvort fólk þarna úti hafi einhverjar hugmyndir um hvað gjöra skal.
Sjálfur hefur drengurinn ekki neinar fastmótaðar hugmyndir en væri alveg til í að bæta við nýjum topp í 35 tindaverkefni mínu. Ekki væri svo verra ef hægt væri svo að liggja í laug eftir daginn. En þetta er alls ekkert skilyrði ef manni skyldi vera boðið með í eitthvað geim. Skíði og hjól koma líka sterklega inn.
Aðallega væri gaman að heyra frá fólki hvort það hafi hug á einhverju og þá hvar. Nú eða bara skapa umræður í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þar sem gott plan yrði til.

Kv
Ferðanemd

mánudagur, júlí 05, 2010

HELGIN sem var



Núna um síðustu helgi, sem og allar aðrar fyrstu helgina í júlí síðustu 15 ár, var skundað í Stór-Þórsmerkursvæðið og haldið í áttina að Goðalandi. Þar sem Sigurbjörn hafði ratað í smá vandræði á leið sinni innúr á flöskudag og snúið við þess vegna var staðan endurmetin. Niðurstaðan var sú að fara í áttina og gista fyrstu nóttina á Álfaskeiði og meta stöðuna á laugardeginum. Það voru heldur fáir sem ekki voru illa haldnir af öskuótta og lögðu af stað úr bænum.
Eftir ágætis dvöl í Hreppunum var afráðið að halda í hefðina,eftir að hafa heyrt í fólki sem var í Básum og tjáði okkur ástandið. Þar sem það hafði gengið á með skúrum var ekki rykkorn á leiðinni innúr og Básar tóku á móti okkur alveg eins og um Jónsmessuhelgina þe grænir og fínir.
Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra og bendi bara á myndir hér.

Annars að lokum bara þá vil ég þakka fyrir mig og skemmtilega helgi

sunnudagur, júlí 04, 2010

Mörkin hjólað



Þrátt fyrir að engin formleg dagskrá sé enn til fyrir V.Í.N.-ræktina 2010 þá er þetta bara svona spilað eftir eyranu góða. Nú næst komandi þriðjudagskveld er kominn tími á að brúka hjólheztafákana og því er tilvalið að skella sér í hjólheztatúr um útivistarsvæði Reykvíkinga eða bara sjálfa Heiðmörkina. Fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta er hittingur við Elliðaárstíflu kl 1900 á þriðjudaginn næzta

Kv
Hjóladeildin

E.s Til hamingju með daginn

miðvikudagur, júní 30, 2010

Skráningarlisti nr:25

Þá er komið að síðasta listanum á þessu ári. Það hefur fækkað en um leið bæst í svo það jafnar sig út, nú eða inn. Drullumst bara í þetta

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi And
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Farþegi

Willy?
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvaginn
Stríðsvagninn
Græna Hættan
Hulk
Litli Kóerustrákurinn

(osta)hundur

Svo að lokum. Ooooog svo fáááá sér.
Skál í botn og restina í hárið (heyrir þú það Raven)

Kv
Skráningardeildin
Og sjáumst svo öll á flöskudaginn

þriðjudagur, júní 29, 2010

Árshátíðarbaðið 2010



Haldið var fast í venju eina nú kveld og skelltu sér nokkrir gildir limir sér í Reykjadalslaug í hið árlega árshátíðarbað. En þetta hin Fimm fræknu:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Yngri Bróðurinn

Þessir einstaklingar hafa nú formlega lokið þeim undirbúningi að baða sig og eru því hreinir og vel lyktinni. Eftir síðustu langloku þá hef ég þetta ekkert lengra í dag en að lokum minni á að myndir má skoða hér

Kv
Sunddeildin

mánudagur, júní 28, 2010

Hálsbólga




Núna um nýliðna helgi var skundað yfir Fimmvörðuháls í næstum því árlegri Jónsmessugöngu. Þetta árið var slegið met í fjölda eða öllu heldur met í fáum þar sem aðeins þrjár kempur töltu en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

og sá Willy um að koma göngugörpunum á Skóga.

Svo annars vegar fór annar bíll beint inní Bása og var sá svo elskulegur að taka búnað og bjór fyrir göngulýðinn. En þetta var enginn annar en

Raven ásamt Aroni syni sínum og Óla vin hanz, á Hulk

Gangan gekk vel í allflesta staði þrátt fyrir nýafstaðnar náttúruhamfarir og gaman að sjá Hálsinn svona öðru ástandi en maður á að venjast, ekki var veðrið svo að spilla fyrir og engin hreyfing á logninu á milli jökla. En hvað um það. Gaman var svo að koma að gosstöðvunum og sjá muninn núna og frá því í marz þegar undirritaður var síðast á ferðinni þarna. Að sjálfsögðu var svo haldið í vanann og einum bjór slátrað á Kattahyggjum. Eftir tæpa 8 klst var komið í Bása og mikið var sturtan ljúf. Amk karlasturtan

Síðan á laugardeginum var skotist yfir á Skóga til sækja Willy og þrátt fyrir mikið öskufjúk þá sluppu Básar vel við það þó svo að blint hafi verið á veginum á kafla.
Þegar leið á laugardag rann enginn annar en Tiltektar-Toggi í hlað á Ladý og skömmu síðar var farið til móts við Eldri Bróðurinn, sem kom á Afa, inn við Lón. Ekki þarf að spyrja að því en Afi fór að sjálfsögðu alla leið í Bása. Eftir grill tók þetta hefðbundna við sem endaði með rólustökkskeppi.

Eftir rigningu á messudagsmorgni urðu loftgæðin mun betri en tjöldin voru á kafi í sandi í staðinn. Á baka leiðinni var komið við á efra vaðinu hjá Lóninu og þar hitti maður fyrir félaga Fast og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þar sem þarna var líka vað yfir Lónið þá þurfti maður að smakka á því en það reyndist aðeins í dýpri kantinum en ekkert yfirstíganlegt. En óhætt er að segja að ,,Lónið" sé svolítið mikið öðruvísi en hingað til. Annars var hefðbundum eftirlitskyldum lítið sinnt utan Goðalands og þar er óhætt að segja að (Smá)Strákagil líti vel út. Því var bara treyst að Kaffi og Eldri Bróðurinn hafi gert góða hluti helgina á undan.
Svo ef einhver skyldi hafa áhuga að sjá hvernig þetta var svona nokkurn veginn má skoða myndir hérna

Sum sé allt lítur bara vel út og ekkert því til fyrirstöðu að halda innúr næztu helgi. Nú ætla ég að nota tækifærið og varpa fram sprengju þar sem Litli Stebbalingurinn leggur það til að haldið verði til í (Smá)Strákagili þetta árið. Hér með fer fram hávísindaleg könnun þess efnis í skilaboðaskjóðinni hér að neðan

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 27, 2010

Baðdagur á Týsdegi



Nú er tæp vika í hinna árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og síðustu ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að skunda í Reykjadal, síðasta þriðjudag fyrir Helgina, til að baða sig. Nú er sá þriðjudagur n.k þriðjudag svo nú skal haldið til baða því enginn vill vera skítugur á árshátíðiðinni. Muna svo að þrífa vel bakvið eyrun.
Hittingur bara á Gasstöðinni við Rauðavatn og ætli 19:30 sé ekki bara ágætistími fyrir stefnumót og safnast saman í bifreiðar.

Kv
Sunddeildin

þriðjudagur, júní 22, 2010

Viffafell



Það var auglýst síðasta messudag að í kveld ætti að fara fram V.Í.N.-rækt, sem og var gjört. Þessa vikuna var haldið á bæjarfjall Kópavogsbúa eða sjálft Vífilsfell sem blasir við fólki ekki langt frá Litlu Kaffistofunni á leiðinni í Hnakkaville.
Ekki var nú fjölmenn þessi V.Í.N.-rækt heldur var hún bara tvímenn og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka

Óhætt að segja að förin hafi gengið sæmilega enda reif hann af sér þennan þokuslæðing sem lá yfir. Það sem er eiginlega merkilegra er að nánast engin hreyfing var á logninu en engu að síður prýðilegasta upphitun fyrir Fimmvörðuhálsinn um komandi helgi. Myndir frá kveldinu eru hér

Kv
Göngudeildin

mánudagur, júní 21, 2010

Þar sem vörðurnar 5 mætast



Um komandi helgi er víst Jónsmessuhelgin og þá er mikið um húllum hæ í Básum á Goðalandi. Það er líka nánast óskifuð regla að þá er líka síðasta undirbúnings-og eftirlitsferð V.Í.N. fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Alltaf eru einhverjir sem kanna gönguleiðina yfir Hálsinn sem aðrir sem koma bara grillið og varðeldinn. Verði ekki veðurfar eins og 2004 er ætlunin að ganga en hafa bara viðeigandi hlífðarbúnað með. Þar sem ekki er neitt rosalega langt í þetta þá væri ágætt að heyra í fólki og hvað það hefur í huga hvort sem það er að labba eða bara að drekka bjór. Að ýmsu er að hyggja fyrir þessa helgi eins og þekkt er. Annars er bara að fjölmenna og slá fjöldametið frá 2003
Endilega tjáið ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hvað fólki liggur á hjarta

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 20, 2010

V.Í.N.-ræktin annar hluti



Þrátt fyrir að V.Í.N.-ræktin hafi verið frekar endasleppt þetta seasonið og ma fallið niður í síðustu viku þá má ekkert gefast upp þó svo að enginn dagskrárgerðarfundur hafi verið haldinn. Alla vega þá tókst síðast mjög vel upp og ekki ástæða til annars en að halda áfram. Ekki er verra að hita líka aðeins upp fyrir 5vörðuháls í leiðinni.
Nú nk þriðjudag legg ég til að skundað verði á Vífilfell. Nema einhver annar þarna úti komi með aðra hugmynd. Hittingur á Gasstöðinni við Rauðavatn á þriðjudag kl:1900

Kv
Göngudeildin

laugardagur, júní 19, 2010

Á slóðum kvenndrauga og Fjalla-Eyvinds



Í tilefni 17.júní ár hvert er flestum vinnandi mönnum gefið frí vegna skrúðgangna dagsins og ekki var undantekning þetta árið. Vegna þess að sem þetta ritar er svo heppinn að fá að vinna vaktavinnu þetta sumarið (sem og þrjú síðustu) þá var ákveðið að þiggja boð Eyþórs og Boggu um að koma með á Kjöl og jafnvel rölta þar á eitt fjall eða svo. Gæti grætt eitt stykki í 35.tinda verkefnið. Því endaði það svo að við Krúnka skelltum okkur í ,,helgarferð" frá miðvikidegi til flöskudags. Bölvuð vinnan að neyða mann að mæta kl:1600 til skyldustarfa. Þetta endaði því með fjögra manna ferð og það voru:

Stebbi Twist
Krúnka
á Rex

Eyþór
Bogga
á Stjána Bláa

Fyrsti náttstaður var við Hvítárnes þar sem gönguskíðaför síðasta vetrar rifjaðist upp og þar var slegið upp tjöldum. Ekki urðu neinir varir við kvenndrauginn sem á þar ku vera á ferðinni. Þjóðahátíðardagurinn tók á móti okkur með sól en einhver hreyfing var á logninu en ekkert sem drap mann. Niðurstaðan varð svo að kíkja inní Kelló, síðan rölta uppá Kjalfell og enda á þjóðhátíðarsteikinni á Hveravöllum áður enn kíkt væri í pottinn. Þetta plan stóðst allt í stórum dráttum og er því Kjalfell tindur nr:11 í 35.tindaverkefninu.
Á föstudeginum þurfti Litli Stebbalingurinn að komast til byggða og því var haldið frá Hveravöllum milli 11 og 12. Ferðafélagarnir ætluðu hinz vegar að vera lengur og halda í Þjófadali til að gista sem rölta upp á Rauðkoll. Þar skildust svo leiðir og vel gekk að komast niður á Geysi enda hefur Kjalvegur sjaldan verið eins góður og hann var á flöskudaginn, enda tíðindalaus akstur til Borgarinnar.
En myndavélin var með í för og má sjá það sem fyrir bar hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, júní 16, 2010

Skráningarlisti nr:23

Þá er komið þessum fazta vikulið sem er þessi endalausa upptalning sem ekki nokkur kjaftur nennur að lesa.
En nú er betur heldur farið að styttast í gleðina sem og Jónsmessuna og spennandi að vita hvort það verði undirbúnings-og eftirlitsferð til að kanna gönguleiðina yfir Fimmvörðuhálsinn. En hvað um það.

Bjóráhugafólk:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Móses
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Málmvagnar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn
Hulk

Svo er kannski vert að minnast á það að ef einhver gerir sér ferð innúr þá væri gaman að heyra af því og jafnvel fá stutta skýrzlu af förinni

Kv
Skráningardeildin