þriðjudagur, október 23, 2012

Ísfjörðurinn



Dag einn í mánuðinum hanz Gústa var Litli Stebbalingurinn sendur til landsins Græna. Það var ekki svo gott að maður væri að leið til Godthåb að heimsækja heiðursfólkið og sendifulltrúa V.Í.N. á Grænlandi eða þau Öldu og Gunna. En maður var á vegum vinnunnar og fór til Ilulissat. Það var reyndar stutt stopp og ekki einu sinni farið af flugvellinum. En maður sá hve magnaður þessi staður er með sína náttúru og umhverfi. Vel hægt að mæla með því að gera sér ferð þangað í framtíðinni,
En allavega þá má skoða myndir frá deginum hér

mánudagur, október 15, 2012

Chief Seattle



Dagana 07-16. sept síðast liðin þá skruppum við hjónaleysin í opinbera heimsókn á vestur strönd US&A nánar tiltekið til Seattle. Þar var ætlunin að lengja aðeins sumarið ásamt því að kynna sér vesturstrandabjór, skoða flugvélar, kíkja í Boeing verksmiðjuna og bæta í dótakassann.
Óhætt er að fullyrða að Seattle er skemmtileg borg og margt þar að gera. Sérstaklega þegar maður er svona flugvélanörd eins og Litli Stebbalingurinn er. Svo var nú ekki að skemma fyrir manni gleðina að maður fékk að aka um á Crown Victora í boði Enterprise. Mikið var það gaman.
En þarna er líka flott fjallasýn sem er ekki til láta manni leiðast. Spurning hvenær V.Í.N. leggur Mt.Rainier að fótum sér.

En hvað um það. Ef einhver hefur áhuga þá má skoða myndir hér.

Varúð þarna er haugur af bíla-og flugvélamyndum en kannski að einhverjir kunni að hafa gaman að því

laugardagur, október 13, 2012

Rata í vandræði



Nú um síðustu helgi, fyrir nákvæmlega sléttri viku síðan, skrapp Litli Stebbalingurinn ásamt nafna sínum í Tindfjöll. Þar var Matti Skratti með núbbana sína í rötun.
Hún Krunkhildur var svo elskuleg að skutla okkur að rótum Tindfjalla þar sem annar af Patrólum FBSR pikkaði okkur upp. Síðan var haldið beinustu leið í Tindfjallasel þar sem okkur beið veizluborð af beztu gerð. Þ.e bakaðar baunir og pulsur. Eftir að hafa sporðrennt nokkrum pullum var haldið að tjaldstæðinu og slegið þar upp tjaldi og lagst til hvílu. Nýji svefnpokinn stóð alveg undir væntingum og maður svaf eins og unga barn alla nóttina og vaknaði svo upp þar sem allt var orðið hvít. Sem er mjög gott og boðar vel á framhaldið í vetur. Hef fulla trú á því
Svo var bara haldið sem leið lá að Hafrafell að vísu aðeins lengri leiðina og endað á því að vaða Rangá. Allt fastir liðir eins og venjulega. En það ánægjulegasta við þetta allt saman er að maður fékk nánast allar gerðir að veðri nema rigningu. Mikið var nú gott að haglið í feisið þarna uppfrá og snjókomuna. Það amk gladdi mitt gamla hjarta að þarna var allt orðið hvít sem er mjög gott

En fyrir einhverja þá má skoða myndir frá þessum sólarhringslanga túr hér

fimmtudagur, október 11, 2012

Mayday


Nú síðasta laugardag fór fram flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. FBSR var auðvitað með í því og fór Litli Stebbalingurinn með í RNF-hóp sveitarinnar ásamt Birninum svona af þeim sem V.Í.N.-verjar ættu að þekkja. Annars tók maður lítið þátt í björgunarhlutanum heldur var sem hluti af löngum armi RNF.
En alla vega ef einhver þarna úti skyldi hafa áhuga má skoða myndir frá deginum hér.

þriðjudagur, október 09, 2012

Smáfell

Nú er senn komin miðvika og þá styttist í helgi ekki satt. Það þarf nú varla að koma neinum á óvart að þá langar okkur hjónaleysunum jafnvel að reima á okkur gönguskóna og tölta á einhvert smáfjallið í ekki alltof mikilli fjárlægð frá höfuðborginni. Ekkert er ákveðið ennþá hvort farið verði á laugardegi eða messudegi. Fer eftir nokkrum óvissuþáttum eins og veðri og nennu. Allavega þá eru áhugasamir að sjálfsögðu velkomnir með

föstudagur, október 05, 2012

Sumartúrinn: Tíundi kafli

Messudagur 12.08: Heimför

Það kom að því þe dagurinn þar sem ekki skein sól en það var líka í góðu lagi því komið var heimferð. Þar sem við blasti frekar langur akstur var nú ekkert alltof seint lagt í´ann. Þegar var komið á Öxi byrjaði að rigna og ekki tók nú betra við því rúðuþurrkurnar bara stoppuðu. En sem betur fer var eitthvað af Rain-X eftir á framrúðunni svo það slapp en það var svo ætlunin að bæta við á Djúpavogi en þar komust við að því að ekkert er hægt að fá af bílavörum í því kauptúni svo lítið annað var að gjöra nema halda áfram för til Hornafjarðar.

 Þangað var komið með nokkrum myndastoppum um það leyti sem tími var kominn á kveldmat. En þar var hægt að þrífa framrúðuna og klína Rain-X á hana. Þá var komið tími á mat. Þar sem við vorum á Hornafirði kom ekkert annað til greina en humar. Við komum við á fyrsta veitingstað sem við sáum en þar var svo ömurleg þjónusta að við gengum út og heldum áfram að leita. Við enduðum í gamla KASK húsinu á flottum stað. Litli Stebbalingurinn fékk sér humarsúpu en Krunka humarflatböku. Hvortveggja prýðilegasta máltíðir.

Svo var svo sem lítið annað gjöra en halda bara förinni áfram því að var komið kveld. Það gerðist svo sem ekkert merkilegt á leiðinni um suðurlandið. Við stoppuðum að vísu við Freysnes til að skoða hve snjólítið var á Hnjúknum, Dyrhamri og Hrútfjallstindum. Við skriðum svo í Frostafoldina upp úr miðnætti eftir 9 daga frábært ferðalag um land vort þar sem ekki var hægt að biðja um betra veður. Takk fyrir það

Myndir frá lokadeginum eru hér

fimmtudagur, október 04, 2012

Sumartúrinn: Níundi kafli




Laugardagur 11.08: Hvítur serkur

Veðurblíðan hélt áfram á laugardeginum og nú var ætlunin að fara á Borgarfjörð Eystri og rölta þar upp á Hvítserk. Það voru gerð nokkur stutt stopp á leiðinni ma við vinnuskúr Kjarvals og sjálfsalann. Bakkagerði tók á móti manni jafn hlýlega og alltaf með sínu magnaða umhverfi.  Ekið var upp að rótum Hvítserk og skildust þar leiðir. Við Krunka töltum af stað upp á við á meðan samferðafólk okkar helt áfram niður í Húsavík og Loðmundarfjörð.

Það er óhætt að mæla með göngu upp á Hvítserk auðvelt fjall nema hvað hitinn þennan dag var kannski það eina sem gjörði þetta erfitt. En maður er verðlaunaður með möguðu útsýni af toppnum með alla þessa liti og svo er bara fjallið sjálft svo flott. Eftir að hafa flaggað á toppum og tekið toppamyndir var rennt niður í bíl. Á leiðinni til baka var ákveðið að taka smá aukakrók og renna yfir á Breiðuvík og fá smá jeppó. Það var svo stoppað yfir ofan Breiðuvík við útsýnisskífuna enda ekki annað hægt en njóta útsýnsins og svo sem verðursins. Svo var bara komið niður í Bakkagerði og hitt liðið á bryggjunni. Á bakaleiðinni var kirkjan skoðuð eins og oft vill verða. Annað gerðist svo sem ekki merkilegt áður en komið var aftur á Einarsstaði til hefja þar eldun á mat.

En allavega má skoða myndir frá deginum hér

miðvikudagur, október 03, 2012

The Fjallið



Eins og sjá má á þessari færslu var ætlunin hjá okkur hjónaleysunum að skella okkur í létta fjallgöngu síðasta laugardag. Að kveldi Frjádags fór húsmóðirinn í Frostafoldinni að finna fyrir hálsbólgu svo ekkert varð úr göngu á laugardeginum. En þegar messudagur rann upp var komið annað hljóð í skrokkinn og því ákveðið að slá til og herja á eitthvað smáfjallið. Að þessu sinni var Fjallið eina fyrir valinu. Þar sem engin hafði sýnt áhuga á að koma með vorum við bara tvo á ferðinni eins svo oft áður því segir það sig eiginlega sjálft að þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þetta var sæmilegasta rólegheitarölt en ætíð gott að komast aðeins út. Þó svo að þetta eina fjall sé ekkert sérlega hátt var prýðilegasta útsýni af því. Eins og oft er svo sem af fjöllum.

En allavega þá er fyrir áhugasama myndir hér

þriðjudagur, október 02, 2012

Sumartúrinn: Áttundi kafli





Flöskudagur 10.08: Heim á Hérað

Það er óhætt að fullyrða að þegar skriðið var úr rekkju að morgni flöskudagsins hafi verið veðurblíða dauðans. Úff því líkur hiti. Eftir að hafa notið þess í stutta stund var kominn tími að halda för vor áfram og framundan var sjálf Hellisheiði Eystri. Reyndar var svo gjört stuttur stanz við flugvöllinn til að fylgjast með POF-inum frá Norlandair fara í loftið. Svo var það bara Hellisheiði Eystri. Polly fór nú létt með þetta (þó ekki hafi nú hann farið mjög hratt amk ekki upp) og án efa léttar heldur en húsbílinn sem við mættum. Það var gaman að viðra fyrir sér útsýnið austan megin yfir Héraðsflóann og Dyrfjöll.

Þegar komið var á Eyglóarstaði vorum við það tímanlega á ferðinni að við skruppum í Atlavík til að slappa þar aðeins af og njóta veðurins. Á leiðinni í bústaðinn var ætlunin að koma við í sundi á Hallormstað en þar var barasta sundlaugin lok, lok og læs. Svo lítið annað var að gjöra en koma sér upp á Einarsstaði koma sér í bústaðinn, skella sér í sturtu og láta renna í pottinn ásamt því að safna tevufari.

Svo kom nú allt hitt fólkið og hafist var handa við að grilla burger. Um kveldið skelltum við hjónaleysin okkur til Reyðarfjarðar til þess að heilza upp á stórmeistarnn Brynjar Jóhann Halldórsson eða bara Bibbi eins og kauði er líka þekktur sem. Hann tók okkur í útsýnistúr um vinnuna sína ásamt því að taka okkur með yfir á Eskivík áður en við renndum aftur á Reyðarfjörð í nokkrar kollur af öli. Það var virkilega ánægulegt að hitta þennan meistara og fá smá leiðsögn um Fjarðarbyggð.

Myndir hér