Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að koma sér út og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Það er orðið alltof langt um liðið síðan maður kom sér út úr húsi í góðra manna hóp til að gjöra góða hluti utandýra. Nú komandi laugardag langar Litla Stebbalingnum að losa af sér tauminn. Ekkert er ákveðið hvað gjöra skal né hvenær en margt kemur til greina s.s kíkja í Reykjadalslaug, rölta á hól í nágrenni Borg óttans nú eða bara hjólheztatúr um kaupstaðinn, nýta þá ferðina og skoða nýjasta hernaðartæki okkar Mörbúans niðri við Reykjavíkurhöfn. Svo ef einhverjum þarna úti langar með og er með aðrar hugmyndir er bara endilega að láta þær í ljós.
Kv
Líkamsræktarráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!