föstudagur, júlí 22, 2011
Menningararfur
Þá eru það áframhaldandi fréttir gærdagsins og nú er komið að gamalli V.Í.N.-rækt eða þeirri fyrstu í þessum mánuði. Þegar flestir voru enn í þynnkukasti eftir Helgina var blásið til hjólheztareiðar yfir á Gljúfrasteinn. Rétt eins og eldra nær var mætingin ekki til hrópa húrra fyrir en engu að síður var afar ánægjulegt að sjá þau andlit sem mættu upp í Nóatún í Grafarholti en það voru:
Stebbi Twist
Hübner
Stebbi Geir
Það var svo hjólað sem leið lá bakvið Úlfarsfell, gegnum skógræktina við Hafravatn, Skammadalur og yfir á Gljúfrasteinn. Síðan á bakaleiðinni fórum við bara stíga heim enda kjörið þannig að ná hringleið. Sum sé prýðilegasti hjólatúr og fyrir áhugasama eru myndir hér
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!