sunnudagur, apríl 29, 2012

Kvikmyndasjóður

Þá er komin dagsetning á Banff fjallamyndahátíðinni hjá Ísalp sem ku vera 16. og 17.næzta mánaðar í Bíó Paradís. Þetta ætti vera kærkomið fyrir sófafjallafólkið að skella sér í kvikmyndahús, éta þar popp og sötra ropvatn. Gaman væri ef V.Í.N.-liðar myndu fjölmenna amk annað kveldið en hér má sjá dagskrána. Endilega takið dagana frá

Kv
sófariddarnir

miðvikudagur, apríl 25, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:17

Gleðilegt sumar öllsömul þarna úti
Þá er komið að fyrsta skráningarlistanum fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar þetta árið. Auðvitað táknar það bara eitt að það styttist í gleiðina góðu óðfluga. Jæja en hvað um það komum okkur bara að efni vikunnar.


Maurar:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Stóriðja:

Willy
Gullvagninn



Þá er það komið þessa vikuna

Kv
Skráningardeild

mánudagur, apríl 23, 2012

Shangri-La

Að kveldi laugardags hafði Magnús frá Þverbrekku samband við undirritaðan og tjáði honum að hann og Magnús frá Reyðarkvísl ætluðu á Skálafell á messudag. Skinna upp hjá skíðalyftunni og renna sér niður norðurhlíðar. Þrátt fyrir bein og bjór var slegið til og látið slag standa að skella sér með. Messudagur rann svo upp bjartur og fagur. Það var svo nokkrum mín eftir áætlun að Tuddi Tuð renndi í hlað hjá Frostafoldargreifanum. En fleiri voru ekki með í för svp þarna voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Blöndudalur

Við gengum svo upp suðurhlíðina, bara vinstra megin við stólalyftuna, á toppinn. Þar var stanzað til myndatöku og samlokuáts áður en skíðað var niður í Svínaskarðið. Eftir að hafa fyllt á vatnsbirgðirnar niðri og skellt skinum aftur undir að arkað upp að mastri og þar var geitaskinið rifið undan og rennt sér niður í bíl. Fínasta ferð svona á messudegi og blíðviðri. Það verður svo nægur snjór þarna norðan megin næztu vikunnar. En alla vega fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Skíðadeildin

sunnudagur, apríl 22, 2012

E-15

Nú síðasta laugardag fór Litli Stebbalingurinn ásamt Spúzzu sinni upp á Eyjafjallajökull með FBSR, sem innihélt líka nokkra góðkunningja V.Í.N. En þarna voru á ferðinni:

 Stebbi Twist
 Krunka

Góðkunningar:

Matti Skratti
Eyþór
Benfield

 Svo var Eldri Bróðirinn á Skógum og síðan með B1 á Sólheimajökli.

En skemmst er frá því að segja að undirritaður tókst að toppa Eyjafjallajökull í tilraun nr:2 og hefur því fáninn góði bætt við enn einum toppnum. Hópnum tókst næztum því að vera á undan veðrinu, enda lagt af stað kl:0600 á laugardagsmorgninum, en þegar við toppuðum var eins og við manninn mælt og skýin tóku að lækka sig. En samt er nú tæpast hægt að kvarta undan veðrinu. Ferðin endaði svo á því að maður laugaði sig í Seljavallalaug, enda vel við hæfi á laugardagi, en vonbrigði ferðarinnar voru að í Seljavallarlaug reyndust engar lesbíur vera eins og myndbandinu góða. Svo að lokum þá má skoða myndir hér

fimmtudagur, apríl 19, 2012

Sumarið er komið á ný

Rétt eins og var getið hér þá var sú hugmynd uppi að breyta til þetta árið á sumardaginn fyrsta og skunda á Vestursúlu og skíða svo niður. Skemmst er frá því að segja að þetta hafist í stórum dráttum í þvílíkri sumarblíðu. En það voru fjögur frækin sem lögðu í leiðangur að morgni sumardagsins fyrsta.

Stebbi Twist
 Krunka
Eldri Bróðirinn
Yngri Bróðirinn

 Það var nú minna um snjó en vonir stóðu til og því var bara skundað með skíðin á bakinu mezt alla leiðina á toppinn. Þegar komið var í snjóinn var, vægt til orða, ansi hart uppi og gekk svona misvel að skinna upp. Sá Eldri tók reyndar fast trak en slapp með skrámur og órifnar brækur. Við hin þrjú heldum aðeins áfram og að lokum voru bara við hjónaleysin sem toppuðum Vestursúlu. Síðan rennduðum við okkur niður til bræðrana en Halldór hafi komið sér niður til þess Eldri skömmu áður. Síðan hófst bara skíðun niður. Færið var mjög hart og hélst eiginlega þannig mezt alla leiðina niður en þó í restina var það orðið vel ásættanlegt. En allavega hin fínasta ferð og virkilega gaman að því fá aftur alvöru V.Í.N.-ferð og vonandi fer þeim bara fjölgandi aftur. En fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, apríl 18, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:16

Já þá er komið að því. Jú, hverju? kunna einhverjir að smyrja. Því er auðsvarað. Auðvitað þeim síðasta. Þá er verið að tala um síðasta skráningarlista fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2012 þennan veturinn og sá næzti verður sá fyrsti. En komum okkur barasta að máli málanna:

Málið:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Álið:

Willy
Gullvagninn


Að lokum:
Gleðilegt sumar

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, apríl 15, 2012

Ungur hlaut ég yndisarf



Líkt og flestum er kunnugt er V.Í.N. félag mikila hefða. Ein þessara hefða, sem Magnús frá Blöndudal startaði um árið, er að skunda á Snæfellsjökull á sumardaginn fyrsta (með einhverjum undantekningum þó) og nú er sumardagurinn fyrsti þetta árið bara rétt handan við hornið með sínum venjum og hefðum.
Þrátt fyrir að skíðadeildin sé mjög venjuföst þá ætlar hún að koma með breytingatillögu þetta árið og leggja það til að Snæfellsjökli verði skipt út þetta árið. Nú þegar eldsneytisverð verð fer síhækkandi með hverjum deginum er það talið þjóðráð þetta árið að halda á Botnsúlur n.t.t Vestursúlu komandi fimmtudag. Skinna þar upp og renna sér síðan niður.
Ef af verður þá er skundað úr bænum hæfilega snemma að morgni sumardagins fyrsta og komið heim á þokkalega kristnum tíma til baka. Ekkert tjald fyrir þá sem það óttast og svona hæfilega langt frá borginni ef einhverjir skyldu ennþá vera haldnir öræfaóttanum.
En allavega þá málið nú sett í nemd og orðið er laust

Kv
Skíðadeildin

laugardagur, apríl 14, 2012

Í undirdjúpunum



Þrátt fyrir takmarkaða trú á árangri þá varð nú kannski raunin önnur með þessari færslu hér. Spurning hvort það geti kallast útivera, kannski meira svona innivera. En í dag var skroppið í hellaferð í Leiðarenda. En þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn

Það var farið inn að botni hellisins og til baka aftir en ekki alveg sömu leið. En fínasta ferð og má skoða myndir hér

fimmtudagur, apríl 12, 2012

Komandi helgi

Ekki það að það hafi skilað góðum árangri síðustu misseri að auglýsa hér en lengi má manninn reyna.
Bara að spá hvort fólk sé eitthvað farið að pæla í helginni og hvort það hafi áhuga að gjöra eitthvað útivistartengt svo sem rölta á fjall hvort sem það er á gönguskóm eða fjallaskíðum nú eða bara þá eitthvað annað. En amk er orðið laust

miðvikudagur, apríl 11, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:15

Já halló.
Þá er komið að fyrsta af listanum góða eftir páskaeggjaátið mikla þetta árið. Bezt að vera ekkert að hanga yfir hlutunum og koma sér bara að efni dagsins.

Mannverur:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Bílverur:

Willy
Gullvagninn


Þá er það komið þessa vikuna. Þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 10, 2012

High Adventure

Bara svona rétt að minna á þetta:

Velkomin(n) á fyrirlesturinn High Adventure með ævintýrakonunni Renötu Chlumska á vegum Félags Íslenskra FjallaLækna (FÍFL) og 66°NORÐUR í Háskólabíói miðvikudaginn 11. apríl 2012.

Renata Chlumska er 39 ára þriggja barna móðir sem hefur verið útnefnd af Outdore Magazine sem ein af fremstu ævintýrakonum heims. Hún var fyrst sænskra kvenna að ná tindi Everestfjalls og hefur lagt að baki fjölda annarra tinda, m.a. Shishapangma (8006 m) án viðbótarsúrefnis. Afrek hennar eru ekki bundin við fjallgöngur heldur ná einnig til hjólreiða og siglinga, til dæmis hjólaði hún frá Nepal til Stokkhólms á 4 mánuðum. Árið 2005 hjólaði hún og reri á kajak yfir 48 ríki Bandaríkjanna en ferðin tók næstum eitt og hálft ár og voru þá 18.500 km að baki. Næsta haust verður hún fyrsta sænska konan til að ferðast út í geiminn.

Á undan fyrirlestri Renötu munu FÍFLin Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson segja stuttlega frá nokkrum háfjallaperlum Íslands, m.a. göngu á Miðfellstind, Snækoll og Kverkfjöll.

Einnig verður stutt kynning á nokkrum nýjungum frá 66°NORÐUR, þar á meðal verðlaunajakkanum Snæfelli og valdar flíkur verða seldar á staðnum með sérkjörum.

Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

mánudagur, apríl 09, 2012

Páskar 2012



Eins og kom fram hér þá var ætlunin hjá okkur hjónaleysunum að fara norður í land um nú nýliðna páska. En það eru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að það tókst að komast norður.
En vegna fermingar í fjölskyldunni þá var ekki farið úr borg óttans fyrr en á flöskudeginum langa og þá var haldið í Tindastóll þar sem skíðað var í ca 3.tíma. Eftir að skíðadegi lauk var haldið í Varmahlíð þar sem var búið að bóka gistingu í bústað. Þar var tjillað, grillað, skellt sér í ,,náttúru"laug og almennt afslappelsi.
Svo á laugardag var haldið áfram yfir Öxnadalsheiði og yfir í höfuðstað norðurlands. Þann dag fór bara Litli Stebbalingurinn á gönguskíði í brautinni í Hlíðarfjalli. Um kveldið var svo mælt mót við heiðurshjúin VJ og HT. Síðar var svo haldið á tónleika þar sem enginn annar en Strandamaðurinn sterki bætist í hópinn. Feikna fjör þar og gaman að hitta drengina og sötra aðeins öl með þeim heiðursmönnum.
Á páskadag var svo farið upp í fjall, þegar þokunni létti eftir hádegi, þar vorum við ásamt 200 öðrum skíðamönnum og því fáir að þvælast fyrir manni í vorfærinu.
Í dag annan í páskum var svo bara haldið heim á leið.
Hafi einhver áhuga má sjá myndir frá helginni hér

miðvikudagur, apríl 04, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:14

Nú senn liður að páskaeggjaátthátíðinni og því er ekki úr vegi að vísa leiðina inn í páskahátíðina með listanum góða

Páskakanínur:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn

Páskabílar:

Willy
Gullvagninn


Fleira var það ekki þessa vikuna og hafið þið það sem bezt um páskana

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 03, 2012

Upprisunni fagnað



Eins og allir eiga að vita þá opnar maður páskaegg svona.
Mér leikur bara forvitni á einu. Hvort fólk ætlar að fagna páskum með páskaeggjaátti annarsstaðar en í borg óttans. Við hjónaleysin stefnum norður í Skagafjörð á flöskudaginn langa og vera þar eina nótt. Vonandi að maður nái einum degi á skíðum í Tindastóll. Svo er ætlunin að halda áfram austar í norðurlandsfjóðungi og jafnvel að renna sér í Hlíðarfjalli og e.t.v á Sigló líka. Svolítið endurtekning frá páskunum í fyrra en hvað um það. Það væri gaman að vita ef fleiri V.Í.N.-verjar ætla að herja á norðurlandið um næztu helgi og sömuleiðis ef fólk hefur eitthvað allt annað í huga þá væri gama að heyra af því

mánudagur, apríl 02, 2012

High Adventure

Komið þið sæl og blessuð

Nú á miðvikudaginn eftir rúma viku þ.e. 11.apríl n.k er, að ég tel, áhugaverður fyrirlestur á vegum FÍFL og 66norður í Haskólabíó. Það gæti verið vel til fundið að V.Í.N. myndi fjölmenna þarna

Kv
Menntaráð

Silfur Egils



Eins og talað var um hér þá var vilji til að gjöra eitthvað lítið um nýliðna helgi. Þrátt fyrir að laugardagurinn hafi farið fyrir ofan garð og neðan þá var ákveðið að kíkja í sannkallað hólarölt í gær sunnudag og varð Mosfell fyrir valinu. En það toppuðu svo:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir góðan vilja með að finna þar silfursjóð Egils Appelsín Skallgrímssonar þá komum við tómhent heim. En engu að síður má sjá myndir hér

Kv
Göngudeildin