sunnudagur, júlí 29, 2012

Enn og aftur Reykjaeitthvað

Þá er komið að síðasta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni í júlímánuði þetta árið.  Líkt og hefur verið eins konar þema þetta sumarið þá er það Reykjaeitthvað.
Að þessu sinnu ætlar sjálfur Hvergerðingurinn að teyma okkur á heimaslóðir sínar komandi Týsdag og rölta þá upp á hanz heimafjall sem ku vera Reykjafjall. Hittingur er við Gasstöðina á þriðjudag kl:1900. Sum sé allt frekar sígild svo sem

Kv

föstudagur, júlí 27, 2012

Verzlunarmannahelgar hugrenningar



Núna þegar þetta er krasað niður er ekki nema slétt vika i verzlunarmannahelgi og ekki stendur til að fara á Þjoðhátíð.  sem þetta ritar er svo sem lítið farinn að hugsa um næztu helgi en þar sem við hjónaleysin verðum að vísu byrjuð í sumarfríi þá munum við án efa hefja ferðalag flöskudeginum.
Eina sem heyrst hefur er hugmynd frá Eldri Bróðirnum um að halda til Kerlingafjalla. Ma rölta þar á Loðmund og kíkja í laugina þar eða borholuna. Það verður að segjast að heyrst hafa mun verri tillögur en að fara í Kelló og er alveg vel athugandi að því gefnu að spámenn ríkizins hagi sér vel
Annars er ekkert neglt niður en gaman væri að fá hugmyndir lumi fólk á slíku. Svo er annað að ekki er svo sem reiknað með miklum undirtektum frekar en fyrri daginn. En orðið er laust í skilaboðaskjóðinni

fimmtudagur, júlí 26, 2012

Reykjahjólafell



Rétt eins og auglýst hér var ætlunin að fara á Fagradalsfjall í síðasta dagskrárlið V.Í.N.-ræktarinnar.  En plön eru jú til þess að breyta þeim. Þar sem engin hafði boðað sig þá var ákveðið að bregða útaf áður auglýstum dagskrárlið og þess í stað stíga á hjólhestana, stíga á sveif til Mosó, að vísu ekki til að fara á KFC, rölta síðan upp á Reykjafell og hjóla svo heim aftur.
Þau sem þarna sátu á hnökkunum voru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að báðir aðilar náðu að skila sér lifandi heim aftur og hvorugur þeirra dó.  En þetta var vel hressandi og mætti alveg gera aftur og meira af. Þ.e hjóla svona að hólum í nágrenninu og rölta síðan upp á þá og hjóla svo til baka.
En allavega fyrir áhugasama þá má skoða myndir frá kveldinu hér

Kv
Gönguhjóladeildin

þriðjudagur, júlí 24, 2012

Horft til vezturs



Sem betur fer er farið að styttast í næzta mánudag sem táknar bara eitt. Það þýðir lík að það er heldur ekki langt í helgi. Komandi helgi er víst fríhelgi hjá Litla Stebbalingnum svo það er kominn ferðahugur í kappann. Enda er það góð skemmtun að gista í tjaldi.  Þar sem við hjónaleysin þurfum að vera í Dalasýzlu á messudag til að vera viðstödd jarðsetningu þá höfum við huga á því að halda veztur um helgina og amk enda í Dölunum á messudag.
Það er ekkert svo sem ákveðið ennþá hvernig helgin verður en margt kemur til greina. Það er hægt að fara beint veztur og slá upp tjaldi á Laugum í Sælingsdal. Kíkja í Guðrúnarlaug, rúnta um Fellsstönd og Skarðsstönd, rölta á Vaðalfjöll svo dæmi séu tekin.
Það kemur líka vel til greina að byrja á Snæfellsnesi, hugsanlega baða sig í Siggu og Stjána, finna einhvern hól og tölta á hann. Nú eða bara rúnta um svæðið og skoða eitthvað merkilegt. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að koma með um helgina þá eru allar hugmyndir vel þegnar og að sjálfsögðu er allt skoðað.

Kv
Tjaldbúarnir

sunnudagur, júlí 22, 2012

Fagurt er fjallið

Þar sem nú er messudagur og ekki mikið eftir af honum er vel við hæfi að halda í hefðir og auglýsa næzta dagskrárlið í V.Í.N.-ræktinni. Nú komandi Týsdagskveld er það Fagradalsfjall sem hefur orðið fyrir valinu. Hól þessi er ekki langt frá Grindavík og ætlum við því að hætta okkur á Suðurnesin. Þessi ganga verður svona í lengra laginu fyrir kveldgöngu en það þarf ekkert að stöðva okkur.
Hittingur er við N1 í Gaflarabænum og við skulum aðeins vera í fyrra fallinu og því skal brottför verða kl:1800.

Kv
Göngudeildin

laugardagur, júlí 21, 2012

29"er



Litli Stebbalingurinn fékk þá flugu í höfuðið ekki fyrir löngu síðan að reyna að smala saman í hjólheztareið á mánudag ca um og eftir hádegi. Sá sem þetta ritar er í vaktafríi komandi mánudag og ef einhverjir þarna úti eru komnir í sumarfrí og nenna aðeins að stíga á sveif eru allir að sjálfsögðu velkomnir með. Ýmisleg kemur svo sem til greina en líklegast er Svínaskarðið ansi heitt þessa stundina. Maggi á móti er vel til, að því gefnu að kauði verði kominn aftur í Gnarrinburg. Alla vega sjáum hvað verða vill.

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, júlí 20, 2012

Þrjú tonn af sandi



Rétt eins og kom fram hér var ætlunin að ganga á Sandfell þessa vikuna. Það varð að lokum lendingin að í gærkveldi, fimmtudagskveld, var haldið á heimaslóðir Bubba til þess að sigra Sandfell í Kjós. Líkt og við var að búast var nú ekki fjölmennt eða öllu heldur tvímennt. Það voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir að við höfum ekki séð skóginn fyrir trjánum þá tókst okkur að komast á toppinn í svona dæmigerðu íslensku sumarveðri þar sem við biðum eftir skúrunum sem aldrei komu. En hvað um það þá má skoða myndir frá göngunni hér

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júlí 18, 2012

Leirkallarnir



Eins og var auglýst eftir hér þá voru uppi hugmyndir um að viðra seglskýli sín um síðustu helgi.  Eftir að hafa rýnt í fjöldan allan af veðurspám var afráðið að leggja suðurlandið undir fót. Einhverjir tóku forskot á sælunna og skellu sér á fimmtudeginum og ætluðu svo að hitta okkar. En þetta endaði sem þokkalega fjölmennri V.Í.N.-ferð. Sem er vel. En þau sem voru þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Maggi á Móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn

á Barbí og Ken


Hvergerðingurinn
Plástradrottingin með laumufarþega

á Brumma


Eftir þó nokkrar vangaveltur í Hnakkaville var afráðið að fara í Landsveit og slá upp tjöldum á Leirubakka. En Hvergerðingurinn og Plástradrottningin höfðu gert vettvangs-og rannsóknarferð á Tjaldstæðinu á Faxa og ekki litist nógu vel á. Berangurslegt og hvasst.
Alla vega þá var ekki hægt að kvarta yfir roki á Leirubakka er þangað var komið. Svo um kveldið var bara tekið þvi rólega, grillað burger, tekin skoðunarferð að lauginni og spilað Jenga. Auðvitað má ekki gleyma því að þeir Flubbabræður kíktu svo á okkur á álfugli stjórnað af þeim Yngri. Skemmtileg heimsókn það.

Á laugardeginum var bara byrjað á þvi að vinna í Tevu-farinu í rólegheitunum. Síðan þegar allir voru orðnir mettir var afráðið að skreppa í smá bíltúr að Skarfanesi með viðkomu hjá Þjófafoss. Við gjörðum þetta svo sem allt í rólegheitum, tókum okkur ágætis tíma við fossinn og ekki var svo hægt að taka eitthvað rallý á fólksbílunum á veginum í Skarfanes. Þegar í Skarfanes/Lambhaga var komið tók við hálfgerð paradís. Þetta var alveg jafn fallegt þarna og þegar litli Stebbalingurinn kom þarna síðast 8 ára pjakkur. Klárlega málið að koma þarna í útilegu við tækifæri með góðan mannskap með sér. Þarna var bara svo sem skoðað sig um, keyrðir einhverjir slóðar. Síðan við tóftirnr af Skarfanesbænum skildu leiðir því þar komum við að einhverjum læk sem fólkbíladeildinni leist ekki alveg nógu vel á en Maggi Brabra helt áfram. Við hin snérum við og heldum til baka þar sem við fundum okkur litla laut til að snæða smá nezti. Á bakaleiðinni var rennt við hjá Tröllkonuhlaupi og síðan bara rúllað aftur í tjaldbúðirnar þar sem leið að kveldmat. Um kveldið var síðan skellt á grillið, spjallað og endað svo í lauginni.

Messudagur rann upp og eftir mullersæfingar og morgunmessu var bara tjillað fram að kaffi þegar fólk var orðið klárt að koma sér af svæðinu. 1/3 af hópnum þurfti að fara í borg óttans en hin heldu áfram og gistu næztu nótt að Hamragörðum. Fólksbíladeildin fór í smá sunnudagsbíltúr og tók Heklubraut sem endar við Gunnarsholt og þar skildu leiðir

En einhverjir vilja rifja upp helgina nú eða skoða bara myndir þá má gjöra slíkt hér

sunnudagur, júlí 15, 2012

Sandur, sandur útum allt

Góðir lesendur já V.Í.N.-ræktin heldur áfram í nýrri viku. Að þessu sinni er ætlunin að skunda á eitt af  nokkrum Sandfellum sem eru hér á Skerinu. Þetta Sandfell er víst í Kjós og skv dagskrá er það á miðvikudaginn sem skal skundað á það. Reyndar þarf undirritaður að skella sér aðeins úr bænum annað hvort á miðvikudag nú eða fimmtudag. Ef af verður að maður fari á miðvikudaginn þá væri það vel þegið ef lagi væri að fresta göngunni fram á fimmtudag. En skiptir litlu hvorn daginn farið verður þá er hittingur á N1 í Mosó kl:1900

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 12, 2012

Hjól-sól



Nú síðasta þriðjudag var betur heldur stigið á sveif um höfuðborgarsvæðið. Það var farið í hjólheztaferð um höfuðborgarsvæðið í boði Danna Djús sem fararstjóra. Skemmtilegt við ferð þessa er að hún var þokkalega fjölmenn eða fimmmennt þó svo að nafnagiftin í hópnum hafi verið heldur ófrumleg en á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Nafni Geir
Magnús frá Þverbrekku
Maggi á móti
Danni Djús

Farið var í blíðviðrinu frá Gullinbrú upp í Mosó, Hafravatn, Heiðmörk, Gaflarabær, Fossvog og í gegnum Fossvogsdalinn heim. Hjá Litla Stebbalingnum endaði þetta í 71,3 km og nokkrum öðrum eitthvað svipað. En alla vega var þetta hin bezta skemmtun í góðum félagsskap þar sem veðurguðurnir voru í góðu skapi,  en frumkvöðul V.Í.N. í hjólheztareiðum var þó saknað.  Kemur vonandi með næzt.
Fyrir áhugasama þá má skoða myndir frá túrnum hér

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, júlí 10, 2012

Út vil ek



Nú senn nálgast ein júlíhelgi í viðbót og þar sem þetta er nú á prime time útilegutímabilsins þá er vel við hæfi að skella fram þeirri spurningu hvort fólk hafi hug á því að viðra seglskýli sín um komandi helgi. Það verður að teljast all verulegar líkur á því að við hjónaleysin munum leggja land undir fót og notfæra okkur blíðviðrið sem spámenn ríkizins hafa lofa almúganum. Það er ekkert ákveðið svo sem ennþá en allir eru velkomnir með hafi þeir einstaklingar áhuga á. Sömuleiðis væri gaman að heyra ef einhverjir aðrir séu með einhver plön og ef það myndi henta væri e.t.v hægt að sauma eitthvað saman

Kv
Útilegufólkið

mánudagur, júlí 09, 2012

Öndvegissúlur


Nú er komið að hinum árlega hluta V.Í.N.-ræktarinnar sem er hjólheztatúr í kringum Borg óttans. Reyndar var fararstjóri ferðarinnar eitthvað reyna draga sjálfan sig að landi og sökum vinnutarnar ekki alls óvíst hvort kauði sá sér fært um að mæta en við látum það ekkert á okkur fá. Hittingur er við Gullinbrú komandi þriðjudag kl:1900. Þetta er allt saman skv ósk fararstjórans

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, júlí 08, 2012

Það er ljót að reykja



Síðasti dagskrárliður V.Í.N.-ræktarinnar var rölt upp á Reykjaborg. Eitthvað sat helgin í mönnum en það endaði þó með því að tvær ofurhetjur lögðu á þetta himnabjarg. En það voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn

og sá Tinna um koma okkur til og frá fjallinu

Skemmst er frá því að segja að báðir göngumenn náðu toppinum og því til sönnunnar eru myndir hér

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 05, 2012

Og það var árshátíð


Nú um síðustu helgi var haldið sem leið lá í Bása á Goðalandi til þess að fagna þar hinni árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og þeirri 13.í röðinni. Einhverrja hluta vegna var frekar fámennt þetta árið, ekki ósvipað 2004 árshátíðinni, en auðvitað góðmennt. Eins og er ætíð. Óhætt samt að fullyrða að margra fastagesta var saknað. En þeir V.Í.N.-verjar sem þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
Yngri Bróðirinn
Erna Hérna
Maggi á Móti
Elín
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Raven
Bergmann
Ýr
Hnikarr
Björgvin

Svo var auðvitað fullt af fylgifiskum, sem er bara vel.

Á fimmtudeginum fóru tveir gildir limir + 1 inneftir. Höstluðu þar flötina góðu og höfðu það bara gott í bjórsötri og almenni afsleppi. Svo fór að bætast í hópinn eftir því sem leið á flöskudaginn og alveg fram á laugardag.
Eftir að það hætti að skúra á flöskudagskveldinu má segja að það hafi tekið við rjómablíða og vel hægt að safna Tevufari á laugardeginum. Svo var skellt sér í Stakkholtsgjá og gengið alveg inn að botni. Eftir þessa heilzurækt tók bara eldamennzka við og ljúfleg heit. Alla vega ef einhver hefur áhuga þá má skoða myndir frá helginni hér

Kv
Árshátíðarnemdin

miðvikudagur, júlí 04, 2012

Svona í tilefni dagsins


O say can you see by the dawn's early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars through the perilous fight,
O'er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets' red glare, the bombs bursting in air,
Gave proof through the night that our flag was still there;
O say does that star-spangled banner yet wave,
O'er the land of the free and the home of the brave?



On the shore dimly seen through the mists of the deep,
Where the foe's haughty host in dread silence reposes,
What is that which the breeze, o'er the towering steep,
As it fitfully blows, half conceals, half discloses?
Now it catches the gleam of the morning's first beam,
In full glory reflected now shines in the stream:
'Tis the star-spangled banner, O! long may it wave
O'er the land of the free and the home of the brave.



And where is that band who so vauntingly swore
That the havoc of war and the battle's confusion,
A home and a country, should leave us no more?
Their blood has washed out their foul footsteps' pollution.
No refuge could save the hireling and slave
From the terror of flight, or the gloom of the grave:
And the star-spangled banner in triumph doth wave,
O'er the land of the free and the home of the brave.



O thus be it ever, when freemen shall stand
Between their loved home and the war's desolation.
Blest with vict'ry and peace, may the Heav'n rescued land
Praise the Power that hath made and preserved us a nation!
Then conquer we must, when our cause it is just,
And this be our motto: "In God is our trust."
And the star-spangled banner in triumph shall wave
O'er the land of the free and the home of the brave!

þriðjudagur, júlí 03, 2012

Reykusdalus


Eins og auglýst var hér þá var ætlunin að skunda í Reykjadal fyrir sléttri viku í þeim tilgangi að baða sig fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð. Skemmst er frá því að segja að það að slíkt tókst með ágætum og voru það 7 sálir sem lögðu í´ann frá Gasstöðinni upp á Hellisheiði en það voru:

Stebbi Twist
Hvergerðingurinn
Yngri Bróðirinn
Erna
Danni Djús
Eldri Bróðirinn
Maggi á móti

og sáu Rex og Litli Koreustrákurinn að koma öllum á áfangastað og heim aftur

Veður var með afbrigðum gott og ,,laugin" vel heitt. Vegna margmennis þurfti að baða sig eiginlega í skugga en með smá færslu var komist í sól þó svo að Erna hafi notið sólarinnar í sínu fótabaði. En allavega þá má skoða myndir hér

Kv
Hreingerningardeildin

mánudagur, júlí 02, 2012

Reykur og bófi

Þrátt fyrir að árshátíð hafi verið um síðustu helgi má ekkert slá slökku við þegar það kemur að V.Í.N.-ræktinni. Á morgun Týsdag er ætlunin að rölta á Reykjafell/Reykjaborg í Mosfellssveit. Svona hæfilega erfitt eftir átök helgarinnar amk hjá þeim sem það á við.
En alla vega hittingur á N1 í Móso kl:1930 annaðkveld áður en ráðist verður til atlögu við áður nefnda hóla

Kv
Göngudeildin