fimmtudagur, nóvember 05, 2015

Esjan



Í smá tíma hafði Litli Stebbalingurinn gengið með þá hugmynd í maganum að skrölta upp að steini á Þverfellshornsleið á bæjarfjalli Reykvíkinga þ.e Esjuna með hjólhezt undir arminum og hjóla svo niður. Nú einn morgun í september var látið verða af því. Það var farið upp í gegnum mýrina og svo stuttur stanz við Steinn áður en haldið var niður sneiðinginn. Það gekk nú alveg ágætlega en þurfti nú aðeins að teyma hjólið. En þetta var kannski ekki alveg sama frúttið og maður vonaðist til en gaman samt. Kannski að hífandi norðanátt og þá puðið upp hafi haft eitthvað að segja en til að prufa aftur.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða örfáar myndir hjer