sunnudagur, október 30, 2011

Jón Múli Árnason



Nú síðasta Þórsdag var því varpað fram að fara út og gera eitthvað. Þrátt fyrir dræmar undirtektir þá var samt farið út og eitthvað gert. Eftir kveldvaktarviku var ekki mikill hvatning að rífa sig fram úr rúminu fyrir allar aldir og því var bara lítið og nett fjall fyrir valinu eða Múlafjall, svo sem ekki mikið né hátt en þó eitthvað. Það voru bara tvær manneskjur á ferli en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þetta gekk allt saman ágætlega og við sluppum niður fyrir myrkur en rúsínan í pulsuendanum var sú að maður fékk svona næstum því vinning eða kulda og vosbúð. En alla vega þá eru einhverjar örfáar myndir hér

Kv
Göngudeildin

P.s ef maður verður í stuði í dag er aldrei að vita nema hjólheztast verði niður í Reykjavíkurhöfn til að kíkja á V/S Þór.

fimmtudagur, október 27, 2011

Út að gera eitthvað

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að koma sér út og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Það er orðið alltof langt um liðið síðan maður kom sér út úr húsi í góðra manna hóp til að gjöra góða hluti utandýra. Nú komandi laugardag langar Litla Stebbalingnum að losa af sér tauminn. Ekkert er ákveðið hvað gjöra skal né hvenær en margt kemur til greina s.s kíkja í Reykjadalslaug, rölta á hól í nágrenni Borg óttans nú eða bara hjólheztatúr um kaupstaðinn, nýta þá ferðina og skoða nýjasta hernaðartæki okkar Mörbúans niðri við Reykjavíkurhöfn. Svo ef einhverjum þarna úti langar með og er með aðrar hugmyndir er bara endilega að láta þær í ljós.

Kv
Líkamsræktarráð

miðvikudagur, október 26, 2011

Velferðarríkið



Fyrir hálfum mánuði síðan vorum við hjónaleysin stödd í Samfélaginu þar sem megin tilgangurinn var að berja Red hot Chili Peppers augum og ljá þeim eyru. Ennig var tækifærið nýtt til að heilza upp á vini og kunningja á svæðinu sem og næzta nágrenni. En við fengum gistingu í kaupstaðnum hjá höfðingunum Steinari og Hildi.
Síðan lá leiðin örlítið norðar þar sem sendifulltrúar V.Í.N. í Velferðarríkinu, þau Toggi og Dilla ásamt einkaerfinganum, tóku á móti okkur. Því miður gafst ekki tími til að stoppa lengi við hjá þeim heiðurshjónum en vonandi bara aftur síðar og þá lengra stopp. En þarna kveiknaði sú hugmynd að kíkja í skíðaferð í norrænu velferðina, hvenær svo sem það verður af því. Endað var í frúarættingaheimsókn áður haldið var aftur heim.
En allavega þá má sjá myndir frá þessu hérna

miðvikudagur, október 19, 2011

Hugmynd

Á ferð okkar hjónaleysa um Samfélagið í síðustu viku þar sem við rendum m.a. í heimsókn til heiðurhjónanna og V.Í.N.-verjanna, þeirra Togga og Dillu, kveiknaði lítil hugmynd í Uppsala. Þegar umræðan barst að skíðaiðkun var farið að ræða skíðasvæði í Svíþjóð, t.d Salen eða Åre. Það virðist vera sem V.Í.N.-liðar séu að einhverju marki að flýja í norrænu velferðina þessi misserin, þá sú kom hugmynd upp að fara í skíðaferð í vetur. Hugmyndin væri að fjölmenna í einhverja huttu á góðum stað og hafa gaman. Sendifulltrúar V.Í.N. á Skandinaviuskaga myndu sjálfsagt kanna þetta bara betur og skoða raunhæfa möguleika verði af þessu.
Reyndar getur Litli Stebbalingurinn ekki lofað því að komast vinnu sinnar vegna eftir áramót en að sjálfsögðu er vel þess virði að skoða þetta og velta því fyrir sér, sérstaklega ef það verður einhver stemning fyrir slíku. Alla vega er þessari hugmynd velt út og gaman væri að heyra hvort þetta sé eitthvað sem skoðandi sé og einhver áhugi fyrir hendi þarna úti. Er einhver þarna úti?

Kv
Skíðadeildin

mánudagur, október 10, 2011

Æfing



Nú um nýliðna helgi var skundað vestur á firði og haldið þar á landsæfingu sem sveitinar á svæði 7 héldu. Líkt og oft vill verða þegar FBSR er á ferðinni er nokkuð um að gildir limir V.Í.N. fylgi með. Líka var nokkuð um góðkunningja sem voru á svæðinu. En þarna voru:


Stebbi Twist

Krunka
Eldri Bróðurinn
Plástradrottingin
Benfield

Svo voru líka góðkunningar eins og Mæja Jæja og Edda
Þarna voru ýmiskonar verkefni sem bíðu manna en Litli Stebbalingurinn var með fjallasviði og tók þátt í tveim fjallabjörgunnar verkefnum.
Stóru fréttirnar eru þó þær að það snjóaði og slyddaði á okkur svo vonandi er ekki langt í að skíðasvæðin fyrir vestan opni
En allavega þá eru myndir (frá fjallasviði) hér

Kv
Stebbi Twist