þriðjudagur, júlí 12, 2011

Hugað að helginni

Nú er þriðjudagur senn á enda og án efa er fjöldi fólks á öldurhúsum bæjarins að skemmta sér enda þriðjudagskveld. Það þýðir líka að styttist í helgina og það kominn ferðahugur í Litla Stebbaling.
Svona undarfarna viku hefur mikil skíðalosti verið að gera við sig vart og ekki var þetta myndband til að minnka löngunina að renna sér um snæviþakktar brekkur. Haft var samband við Kelló en þær mældu ekki beint með því að renna sér af Snækoll. Spurning um Snæfellsjökull eða einhver fjöll norðan heiða.
Svo líka kitlar það að fara upp á hálendið, en að vísu ekki Fjallabak nyðra, jafnvel að jeppast eitthvað þar ásamt því að koma sér upp á einhverja hóla. Hrútfell togar í mann eða bara Stóra-Jarlhetta (Tröllhetta), grilla síðan uppá Hveravöllum og afsleppi í pottinum með öl í hönd. Þess má líka geta að Eiríksjökull er svo hinum megin við Langjökull og gaman væri að toppa hann líka ef vel viðrar.
Alltaf er maður líka til í hjólheztabrúk ef áhugi er fyrir slíkum iðkunum
En að endinu eru það spámenn ríksins sem ákveða hvurt skal halda. En einhverjir þarna úti huga að utanbæjarför væri gaman að heyra af því og jafnvel hitta á lið einhverstaðar sé því komið við. Svo er allar hugmyndir vel þegnar og að sjálfsögðu eru allir velkomnir með skiptir þá engu hvað fólk vill gera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!