fimmtudagur, maí 31, 2007

Ruglublöndudalur um helgina?

Sem fyrri helgar áætlar VÍN að leggja land undir hjólbarða um helgina. Í koll minn skaut hugmynd að túr sem mig langar til að leggja undir dóm allsherjarnefndar VÍN.
Hljómar túrinn á þá leið að á föstudagskveld verður lagt í hann í Hvammsfjörð og reynt að finna Hádegismóahæfa laut. Á laugardegi skal svo ekið um Haukadalsskarð við Stóra-Vatnshorn yfir í Hrútafjörð. Ef tími er til má taka útúrdúr með því að kíkja í Fosssel sunnan Hrútafjarðar. Þaðan skal ekið um Blöndudal áleiðis að Rugludal og tjaldvagnahæf laut fundin á Stór-Blönduósssvæðinu til næturdvalar. Sunnudag skal svo ekið til höfuðborgarinnar.
Gaman væri að heyra hvað VÍN-verjar hafa að segja um þessa áætlun, endilega brúkið athugasemdakerfið.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Sjóarinn Síkáti

Þá er komið að enn einum listanum. Æi, þið vitið þessi sem allir bíða spikspenntir eftir í hverri viku. Nafnalisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007.
Við skulum ekki lengja bíðina mikið lengur heldur komum okkur beint að efninu.

Persónur og leikendur:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan


Nýjustu tækni og vísindi:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???

Ekkert hefur bæst við frá í síðustu viku. En það ekki erum vi af baki dottin og það þýðir ekki að gefast upp. Við komum alltaf aftur alls staðar.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, maí 28, 2007

Áfram Grótta!

Svona til að koma strax í veg fyrir allan misskilning,hvort það sé misskilið vitlaust eða það á sér stað rangur misskilningur,þá hefur þessi fyrirsögn ekkert að gera með íþróttafélagið Gróttu , bara alls ekki stuðning yfirlýsing.Og hana nú! Heldur er þetta einungis og aðeins verið að vísa í áfangastað í næsta dagskrálið V.Í.N.-ræktinnar. Ég endurtek ekki, jú ég endurtek víst, ekki stuðningsyfirlýsing við boltabullur. En hvað um það.

V.Í.N.-ræktin fór á borgarfjallið í síðustu viku og þá fóru hinir 5 fræknu. Það voru eftirtaldir Stebbi Twist, Maggi á móti, Búffi, VJ og Skáldið. Góð ferð í fínu veðri. Hérna má skoða myndir af þrekvirkinu.

Næst skal hjólað og því gönguskórnir hvíldir. Það á að hjólhestast út á Gróttu, rétt eins og fyrirsögnin bendir til, hittingur skal vera í Elliðadalnum við nýju rafveitustöðina. Svona fyrir þá sem búsetir eru í úthverfum Reykjavíkurborgar hinir sem vilja koma með og hafa aðra búsetu hitta okkur á leiðinni. En það verður farið sem leið liggur í gegnum Fossvoginn og framhjá Nauthólsvík síðan meðfram ströndinni út á Gróttu og góð leið verður valin til baka.

Sem fyrr eru allir velkomnir með sér til ánægðu og yndisauka

Kv
Heilsudeild og hjólhestasvið

fimmtudagur, maí 24, 2007

Helgin framundan

Rétt eins og alþjóð veit er hvítasunnuhelgin handan við hornið og ferðalög landans hefjast þá fyrir alvöru. Eins og hefur áður komið fram þá ætlar V.Í.N. að halda sem leið liggur í Skaptafell eða Skaftafell, eins og spékopparnir orða það. Spáin fyrir suðaustur hluta landsins er góð en taka ber það með fyrirvara því veðurfræðingar ljúga.
En samkvæmt nýjustu fréttum þá er kannski smurning um hvort það eigi barasta að slá þessu öllu upp í algjört kæruleysi og herja á norðlendingafjórðung. Ekki nóg með að fara norður heldur til Agureyrish. Af hverju kunna einhverjir að spyrja sig. Jú, það á víst að opna í Hlíðarfjalli um helgina og til fróðleiks má þar stunda skíðamennsku. En þar á víst að ríkja norðlensk stórhríð um helgina svo tæplega er það til tekna.
Ætli niðurstaðan sé ekki nú eftir allt saman að Skaptafell, nú eða Skaftafell hvort sem kjósa, sé ekki bara málið nú um komandi helgi. Ekki ætlar undirritaður að kvarta svo sem yfir því plani.

Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn

miðvikudagur, maí 23, 2007

Vikuskammturinn

Þá er komið að hinum vikulega nafnalista fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð 2007. Þó svo að fáir eða enginn nenni að lesa þetta þá skal þetta birt og ekkert kjaftæði. Vindum okkur að máli vikunnar:

Mannverur:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan


Sjálfrennireiðar:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???


Rétt eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á eftir lesturinn þá hefur aðeins bæst á listann frá því í síðustu viku og er það vel. Þá er nokkuð ljóst að hálfnakti indjáninn sem birtist mér í draumi hafði þá rétt fyrir sér eftir allt saman. Þanngað til í næstu viku. Verðið þér sæl

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, maí 20, 2007

Bæjarfjallið

Já, V.Í.N.-ræktin heldur áfram sem aldrei fyrr.
Eftir að fræknir fjórmenningar sigruðu Vífilsfell síðasta mánudagkveld, en þessir fjórir fjórmenningar voru Stebbi Twist, Maggi Móses og Flubbabræður, er stefnan tekin á borgarfjall okkar Reykvíkinga eða sjálfa Esjuna. Farið verður bara upp þessa sígilduleið á Þverfellshorn. Ekkert nýtt eða frumlegt í því enda slíkt algjör óþarfi.
Nú er barasta að blása í herlúðra og fjölmenna á Esjuna á þriðjudagskveldið. Lagt verður í´ann kl.19:30 stundvíslega

Kv
Manneldisráð

laugardagur, maí 19, 2007

Hvítasunnan

Nú þegar uppstillingardagur, eða uppstigningardagur eins og gárungarnir kjósa að kalla daginn þann. Það táknar líka að jésúhelgin sem kennd er við Sunnu sem kú vera hvít sem mjöll er rétt handan við hornið. Rétt eins og almúginn ætti sjálfsagt að vita er þetta löööng helgi þar sem mánudagurinn er frídagur. Sem er mjög gott.
V.Í.N. hefur lagt það í vana sinn að bregða undir sig betri fætinum þessa helgi og leggja land undir fót. Oftar en ekki hefur Skaptafell (flámæltir heimamenn segja víst Skaftafell) orðið fyrir valinu.
Þetta árið hefur einmitt, líkt og í fyrra, Skaptafell verið valið sem áfangastaður. Af fenginni reynslu er rétt að benda fólki á að hafa með sér hamar, þá helst með hamarhaus og skafti, eða önnur barefli til þess að koma niður tjald(skít)hælunum í grundina. Ekki er alveg komin fastmótuð dagskrá fyrir þessa helgi en ýmislegt stendur til boða þó svo að ólíklegt verði að teljast að reynt verði að fara á Hnjúkinn. Þess í stað er t.d hægt að fara í gönguferð á Kristínartinda, í Morsárdal eða eitthvað allt annað. Næsta víst má halda að kíkt verði á Hnappavelli þó þar verði ekki endilega klifrað. Svo má alltaf halda í túrhestaferð inn á Jökulsárlón ef allt annað brestur.
Margt í stöðinni og það er bara ein leið að komast að því hvað gerst verður en það er barasta að skella sér með.

Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn

fimmtudagur, maí 17, 2007

Vinsældarlisti

Það er stutt stóra högga á milli í pólitíkinni og allt að gerast þar.
Það er samt ekki eins mikið að gera hjá skráningardeildinni fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð eða svona álíka mikið og hjá meðal ríkisstarfsmanni. En hvað um að, komum okkur að því sem mestu máli skiptir þ.e. lista vikunnar


Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffibandalagið
Hestmaðurinn
Eldri Bróðurinn


Bílar:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn

Líkt og sjá má þá er óbreytt staða frá því í síðustu viku. Það kemur svo í ljós eftir viku eða svo hvort það hafi eitthvað breyst eður ei. Þanngað til. Bíðið spennt!!!

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar

þriðjudagur, maí 15, 2007

Túristadagurinn

Þá er loksins komið að því dagurinn sem svo margir hafa beðið eftir fer að renna upp Túristadagurinn. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 19. maí.
Dagskrá dagsins hefur verið ákveðin og er hún á þessa leið.
Hittingur við Sundhöll Reykjavíkur kl. 11.00. Þaðan verður gengið niður á Laugarveg, sest inn á einhvern huggulegan veitingastað og fengið sér brunch. Þegar allir eru svo orðnir saddir verður göngu haldið áfram að Hótel Centrum þar sem við munum skoða fornleifar í kjallaranum. Áfram verður svo arkað að Þjóðminjasafninu og skoðað meira gamalt dót. Næst á dagskrá er Hallgrímskirkja eða öllu heldur Hallgrímskirkjuturn þar sem við munum njóta magnaðs útsýnis yfir okkar fögru borg eða eitthvað álíka. Þegar því er svo lokið er spurning um að líta á klukkuna og athuga hvort tími sé fyrir eitthvað fleirra áður en farið er í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Þegar allir eru komnir með fína rúsínuputta, nema Arnór hann má ekki fara í sund, er nú kominn tími á að fá sér smá næringu og er stefnan sett á Austur Indía fjelagið. Að mat loknum er svo komið að því að skoða næturlíf Reykjavíkur sem samkvæmt erlendum blaðagreinum er það bezta í heimi.
Til að dagurinn verði nú sem skemmtilegastur vil ég hvetja alla til að taka þátt í honum með okkur. Veit ég að sumir eru eitthvað uppteknir en gaman væri ef sem flestir mættu þó það væri nú ekki nema í matinn. Þó svo að það sé lang skemmtilegast að taka þátt í þessu öllu.
Vil ég að lokum biðja ykkur um að láta vita í kommentunum ef þið ætlið að mæta í matinn svo hægt sé að ganga frá pöntun á borði. Það væri líka gaman að vita hverjir ætla að taka þátt í hinni frábæru dagskrá sem er búið að setja saman fyrir daginn.

Sjáumst hress á laugardag

mánudagur, maí 14, 2007

Kvikmyndahátíð í Reykjavík

Bara svona rétt að minna fólk á Banff þriðjudags og miðvikudagkveldið. Eftirfarandi upplýsingar eru bísaðar af Ísalpsíðunni:

Að þessu sinni verður sýningin hýst í Háskólabíói dagana 15. og 16. maí. Sýningar hefjast stundvíslega klukkan 20:00 og standa yfir í rúma 2 tíma.

Dagskrá:

15. Maí

Anomaly
First ascent: Tailand
Patagonia: Travel to the end of the world

Hlé, verðlaunaafhending

The Simplicity Factor
Awberg
Roam


16. Maí

Yes to the No
Unchained
Fatimas Hand

Hlé

Kids who Rip
Didier vs. the Cobra
Mission Epiocity
· staður/stund: Háskólabíó, kl. 20:00
· gjald: 1000 kr, 800 kr, fyrir félaga

Kv
Menningarmálanemd

sunnudagur, maí 13, 2007

Vífilsfell




Svona í ljósi þess að kosningar eru nú nýafstaðnar er því vel við hæfi að líta hér til hægri og sjá þar á V.Í.N.-ræktinni að næst á dagskrá er ganga á Vífilsfell.

Já, V.Í.N.-ræktin er kominn á full og hafa verið farnar alveg tvær heilar ferðir, sem vill svo skemmtilega til að hafa einmitt verið þessar tveir auglýstu sem ætti að fara, og bæði skiptin hafa tveir einstaklingar fyllt þessar ferðir. Tilraun til uppgöngu á Eyjafjallajökull þar sem Tiltektar-Toggi og Magnús frá Þverbrekku fóru og svo hjólatúr í hringum Úlfarsfell og þar stigu á sveif Stebbi Twist og Maggi á móti.

Yfirstjórn göngudeildar hefur nú ákveðið, upp á sitt eins dæmi, að flýta göngu á Vífilsfell um einn dag. Þ.e. fara á mánudag 14.05.07 en ekki þriðjudaginn 15.05.07 eins og áður hefur verið auglýst. Er þetta gjört vegna skyndilegs menningaráhuga göngudeildar sem þarf að sinna á þriðjudag sem og á miðvikudag.
Þá er það sem sagt komið á hreint að farið verður á mánudag en ekki þriðjudag og bara í þetta eina skipti a.m.k. þanngað til annað kemur í ljós. Fólk er bara hvatt til að fylgjst með um hvert skal halda þá vikunna ásamt því að skella sér með.

Nú er bara að fjölmenna á Vífilsfell og því eru allir velkomnir með

Kv
Göngudeildin

föstudagur, maí 11, 2007

Fréttir frá vesturvígstöðunum

Jæja, börnin mín stór og smá. Undirbúningur fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð heldur óðum áfram eftir fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðina á þessu ári er yfirstaðin.

Nú er komið að hinu ,vonandi, vikulega þ.e. að birta lista með nöfnum þeirra sem hafa skráð sig formlega með því að skila inn Form1 í athugasemdkerfinu hér fyrir neðan. Vindum okkur í það sem er aðalmálið þessa stundina. Já, áin 3:Árangur áfram, ekkert stopp! Sem er auðvitað komið frá Umferðar-Einari.

En hér kemur vinsældarlisti vikunnar:


Manneskjurnar:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn

Bifreiðar og landbúnaðarvélar:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn

Eins og glögglega má sjá hefur enginn bæst við frá í síðustu viku. Það birtist undirritiðum í draumi eina nóttina hálfnakinn indjáni og sagði hann að ef þessi listi heldur áfram að birtast þá mun fólk bóka sig á hann. Við skulum vona að það sé sannleikskorn í því. Ekki vill Litli Stebbalingurinn þá þennan hálfnakta indjána aftur í heimsókn í draumalandið. Hvað um það.

Fleira var það ekki í bili.



Kv

Undirbúningssvið eftirlitsdeildar sjálfskipaðar skemmtinemdar

mánudagur, maí 07, 2007

Stígið á sveif

Eins og sjá má, hér til hægri, er V.Í.N.-ræktin hafin. Hún byrjaði með tilraun til göngu á Eyjafjallajökull síðasta þriðjudag sem tvær keppur fóru í meðan aðrir voru uppteknir við eftirlits-og undirbúningsstörf. En nóg um það.
Nú skal halda áfram og næst er það hjólhestatúr í kringum Úlfarsfell. Það er sem sagt kominn tími á að dusta rykið af hjólfákunum og dæla lofti í gúmmíbarða þess og koma sér af stað.
Eins og áður sagði er stefnan tekin á fara hringinn í kringum Úlfarsfellið á morgun, þriðjudaginn 08.05.07. Hittingur er við Gullinbrú . Fyrir þá sem ekki eru búsettir í Grafarvoginum er málið að fara yfir brúna, eða öllu heldur væri réttara að fara undir brúna, beygja til hægri og fara sem leið liggur ca 40 m í austurátt. Þar eru bekkir og skilti á vinstri hönd. Á þessum stað er staðarhittingur og á tímanum 19:45. Þaðan verður haldið sem leið liggur uns við ljúkum hringnum.

Allir velkomnir með

Kv
Hjólasvið

miðvikudagur, maí 02, 2007

Listinn

Þá er búið að fara í fyrstu af nokkrum eftirlits- og undirbúningsferðum í Bása fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Kommadagurinn var nýttur til að sinna eftirlitsskyldum og er allt í sóma fyrir sumarið. Nema það vantar veginn inn í (Smá)Strákagil en það hlýtur að reddast í tæka tíð fyrir Helgina. Dveljum ekki lengur við það.

Eftir að búið er að fara í undirbúnings-og eftirlitsferð er vel við hæfi að koma með lista góða. Svona rétt til að minna fólk á hverjir eru búnir að skrá sig og sýna fram á hverjir eru tossar.
Hérna er The List

Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn

Fararskjótar:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn

Ef þú, lesandi góður, vilt komast á ofan greindan lista er bara að tjá sig í athugasemdakefinu hér fyrir neðan og þá ertu skráður.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar