fimmtudagur, desember 22, 2011

Aðventan



Við hjónaleysin skruppum norður til Agureyrish um síðustu helgi þar sem megin tilgangur þeirrar ferðar var að komast á skíði, bæði göngu- sem og svigskíði. Skemmst er frá því að segja að hvort tveggja hafðist. Á flöskudagskveldinu var farið upp í fjall með gönguskíðin undir hendinni og rennt sér þar í smátíma. Einn í brautinni undir stjörnunum ekki amalegt þap.
Á laugardeginum og messudag var skundað uppeftir með svigskíðin, þar var ástunduð skíðamennska í nokkra klst hvorn dag. Það var búið að opna upp í Strýtu og var færið á svíðinu alveg prýðilegt en utanbrautarfæri var ekkert sérstakt enda lítil snjór utanbrauta. En fyrir áhugasama eru myndir frá helginni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!