miðvikudagur, janúar 29, 2014

Fjórði í skráningu 2014

Þá er fjórði miðvikudagur þessa fyrsta mánaðar þessa árs staðreynd. Meira að segja að verða búinn ef út í þá Davíðssálma er farið. Fyrst sú skemmtilega staðreynd er staðreynd að í dag er miðvikudagur þá táknar það bara eitt og bara eitt. Hér er auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð skráningarlista fyrir árið 2014.
Komum okkur bara að efninu.

Geimverur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Tungljeppar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn

Já, lengra verður það ekki þessa vikuna
Takk fyrir

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, janúar 27, 2014

Kongó: Ferðalagið heldur áfram



Miðvikudagsmorgun rann upp og maður mæti í morgunmat í Casablanca, þar sem það var í boði þá fékk maður sé að sjálfsögðu egg og beikon. Síðan lá bara leiðin út á völl og maður opnaði vélina og gjörði það sem maður þurfti að gjöra. Ekki leið á löngu uns við fengum kaffi og þá var ekkert að vanbúnaði að skella sér í loftið og okkur beið lengsti leggur ferðarinnar, niður til Bamako í Malí. Á leiðinni úr lofthelgi Marokkó sá maður þar eru flott fjöll sem alveg mætti skoða nánar. En hinum megin fjallanna birtist sjálf Sahara. Það var áhugaverðara að fljúga yfir eyðimörkina en maður reiknaði með. Margt áhugavert sem við sáum úr lofti þorp, bæir og eitthvað sem maður kann ekki að skýra út.
Við komum svo til Bamako og þar var heitt en þurrt. Þar var áhugavert að koma. Fullt af áhugaverðum flugvélum þarna merktar UN og svo gekk allt þarna á Afrískumtíma og ýmislegt reynt til kreista út úr okkur dollara en fengu bara harðfisk í staðinn. En allavega tókst að sannfæra tankerinn að fylla loftfarið og hægt að leggja í styðsta legginn til Accra í Ghana. Við komum svo til Ghana rétt í ljósaskiptunum og maður opnaði hurðina þá...úff hvað var rakt og heitt. Þarna stóð maður og svitnaði meira en á Florida á sínum tíma. Ennig átti sér líka þarna rangur misskilningur og við þurftum að færa vélina af fuel point yfir á hlað því það átti að over nighta þarna. Ekki reyndist svo mikið mál að komast inní landið því það var bókstaflega labbað inn.
Þegar átti svo að skutla okkur upp á hótel bað bílstjórinn okkur að hinkra aðeins því hann þurfti skyndilega að hitta vin sín. Það tæki enga stund, en auðvitað er ekkert sem tekur enga stund. En meðan við biðum pollrólegir gekk einhver kauði fyrir framan strumpastrætóinn, sem átti að koma okkur upp á hótel, rúllaði þar út teppi, snéri sér að Mekka og hóf bara bænir eins og ekkert væri. Gaman að því.
Þegar við komum upp á hótel var eitthvað vapor lock með herbergi handa Litla Stebbalingnum en það reddaðist. ,,You´ll get a bigger room, sir" var sagt við mig. Þegar ég kom svo upp á fimmtu hæð hófst leitin að herbergi 510. Gekk inn ganginn en fann ekki herbergið en fór svo aðeins lengra inn og þar var það. Þegar maður opnaði svo hurðina þá.. segi bara rómantíska svítan hvað. Þetta var ,,herbergi" sem var stærra en íbúðin mín og svefnherbergið var stærra en gamla íbúðin í Frostafold. Síðan beið manns bara matur og hvíld fyrir síðasta daginn í Afríku í bili amk

Nenni einhver má sjá myndir frá deginum hér

laugardagur, janúar 25, 2014

Kongó: Fyrsti áfangi



Það var nú loks þann 14.jan s.l sem Litli Stebbalingurinn lagði af stað í smá heimsreisu á Fokker 50.
En þannig var mál með ávexti að nú síðasta haust seldi Flugfélagið eina af sínum Fokker vélum til Afríkuríkins Austur-Kongó og fékk Stebbalingurinn það hlutverk að fylgja Oddinum sem flugvirki niður eftir og flugmennirnir sem fylgdu Oddinum líka voru þeir Guðjón Halldór og Nökkvi Sveins. Reyndar átti að fara þann 14.des en af hinum ýmsu ástæðum þá frestaðist förin fram í miðjan jan. En nú á að reyna segja ferðasöguna af þessari vinnuferð og láta einhverjar myndir fylgja með.

Sum þriðjudaginn 14.jan var tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli kl:0800 og var fyrsti leggurinn til Bournemouth á Englandi. Þrátt fyrir 4 tíma flugferð var þetta fínasta ferð þarna niðureftir og gaman að því að sjá Liverpool svo ská úr lofti. Líka komst maður að því að það er snjór í Skosku hálöndunum. Gaman að það. En í Bretaveldi var gjörður stuttur stanz og eftir eldsneytisáfyllingu  og kaffi var farið aftur í loftið og nú með stefnuna á Casablanca. Þá er ekki verið að tala um skemmtistaðinn sem var við Skúlagötu.
Á leið okkar yfir Frankaríki og Spán var ekkert að sjá nema ský og okkur fannst það spaugilegt að bezta veðrið í Evrópu skyldi vera á Englandi. Síðan líka hrokkann í Frökkum að babbla bara á frönku í radíóinu.
Sem betur fer þá fengum við útsýni yfir græna akra Marrakó og var frekar heit þegar við lentum í Casablanca en hitin átti svo bara eftir hækka eftir því sem sunnar dró.
Í Casablanca beið okkar fyrirmyndarþjónusta og við drífum bara í því að tanka svona ca 3 tonn og gjöra daily Check en m.a voru þessi tvö verk það sem Litli Stebbalingurinn þurfti að sjá um á leiðinni. Svo tók bara við að koma sér inní landið og upp á hótel.

En langi einhverjum að skoða þá eru myndir frá deginum hér

miðvikudagur, janúar 22, 2014

Þriðji í skráningu 2014

Jú góða kveldið.

Svo maður deyi nú ekki úr dönsku er vel við hæfi að láta hugann reika til sumars nánar til tekið í Bása á Goðalandi.
Nú er auðvitað Óðinsdagur sem táknar að sjálfsögðu að í dag verður birtur nýr skráningarlisti. Það er fátt af honum að frétta því ekkert nýtt nafn er á listanum góða en það eru svo sem rúmlega tuttugu vikur í gleðina miklu svo engin ástæða til að örvænta. Amk ekki strax. Skulum ekkert hafa þetta lengra þessa vikuna.

Ásar og ásynjur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Hver drap rafmagnsbílinn:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Allt rólegt á vesturvígstöðunum og allt í góðu með það.
Þanngað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, janúar 19, 2014

Annar í skráningu 2014

Eins og glöggir lesendur V.Í.N.-síðunnar þá var enginn listi birtur síðasta miðvikudag. Það skal tekið fram að hann var ekki birtur útaf leti einni saman. Nei heldur var skráarritari bara staddur í Accra í Ghana síðasta miðvikudag á leiðinni til Austur Kongó í stuttri safariferð. Sjálfsagt verður nánar komið að því ferðalagi hér á síðum lýðnetisins síðar.

Vindum okkur þá bara í mál málanna fyrir síðustu viku og er þar auðvitað verið að tala um listann góða þann annan í röðinni þetta árið.
Skráning fór bara vel af stað þetta árið en eins og venja er þá er komin smá deyfð en ekki hafa áhyggjur.

Persónur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Fjórhjóladrifstæki:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Þá er það komið og svo bara aftur á miðvikudag

Góðar stundir
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 08, 2014

Fyrsti í skráningu 2014

Þá er loks komið árið 2014 sem þýðir auðvitað að það sem allir hafa beðið eftir síðan í byrjun júlí í fyrra er að hefja sitt skeið fyrir þetta árið. Hér er auðvitað verið að tala um skráningarlistann góða fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014. Þrátt fyrir smá klúður hér í upphafi árs þá hefur skráning farið ágætlega af stað og sjáum hvað verða vill. Við skulum ekkert hafa þetta lengra að sinni og vinda okkur bara í mál málanna þessa vikuna

Fólk:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn

Bifreiðar-og landbúnaðartæki:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Jaha, ekki amalegt það
Aftur í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, janúar 06, 2014

Skráning er hafin

Nú skeit skráningardeildin heldur betur í rjómann. Á mörgum stöðum myndi slíkt kalla á afsagnir nemdarmeðlima en auðvitað ekkert slíkt hjá V.Í.N. Hér geta menn endalaust skitið í rjómann og allir eru sáttir.
En hvað um það. Nú komum við okkur bara að máli málana sem er auðvitað skráning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014. Já, börnin mín það styttist í gleðina þetta árið og nú skal hrækt í lófana og gerum gott úr þessu með því að vinsamlegast fjölmennið. Sum sé skráning er formlega hafin og mun fyrsti listinn verða birtur komandi Óðinsdag.

Kv
Skráningardeildin

E.s Þættinum var að berast bréf þar sem Krunka var að skrá sig ásamt Skottu Twist. Það er ljóst að hér að allt að gjörast og klukkan er

sunnudagur, janúar 05, 2014

Helgafell á þrettandanum



Magnús frá Þverbrekku vildi ólmur hefja nýja árið með stæl og halda til fjalla. Þar sem sannfæringarmáttur Dr.Phil er gríðarlega mikill þá lét Litli Stebbalingurinn tilleiðast. Eftir dulítið skrafs og ráðagjörðir var ákveðið að halda á Fellið helga. Byrja þetta svona á rólegu nótunum. Það var svo í birtingu fyrsta sunnudag á þessu ári sem haldið var upp til fjalla. Bara eins og jólasveinarnir. Skemmst er frá því að segja að báðir komust upp á topp (geztabókin ætti að geta sannað það) og það sem meira er niður aftur.
Hressandi rölt og vonandi vísir á það sem koma skál á þessu ári. Amk eru uppi hugmyndir hjá þessum tveim að hafa óformlega V.Í.N.-rækt fram á vorið. Engin ákveðin dagskrá og allt líklegast ákveðið með stuttum fyrirvara og ekkert allar helgar eða neitt slíkt. Svo er bara að bíða og sjá hvernig þetta gengur. Það verður auðvitað reynt að tilkynna allt svona hér á V.Í.N.-síðunni
En að öðru. Ef fólk er forvitið má sjá myndir frá förinni hér

fimmtudagur, janúar 02, 2014

Áframhaldandi áramótaheit

Magnús frá Þverbrekku ætlaði sér víst að skilja eftir skilaboð á dyrinni hér á ferzlunni fyrir neðan. En eitthvað var tæknin að stríða kauða svo Hr.Blogger neitaði að leyfa drengnum að tjá sig í skilaboðaskjóðunni. En pilturinn bað Litla Stebbalinginn að koma eftirfarnadi skilaboðum. Þar sem Tuddi Tuð er drengur góður þá verðum við auðvitað að ósk hanz.

,,Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis! Fínar hugmyndir Staffan, en má ég koma með spurningu eða tvær. Er ekki óþarf að bíða eftir sumri til að fara hreyfa okkur? Getum við ekki smellt Vínræktinni á strax? Getum við ekki farið að hamast á hóli í vetur? Er það ekki hipp og kúl að fara á eitt fjall í viku eða á mánuði? Eigum við ekki að vera hipsterar og fara á eitt fjall á tveggja vikna fresti (svo við hermum ekki eftir ferðafélögunum)? mbk Blöndahl"


Það verður barasta að segjast að þetta eru hinar fínustu tillögur hjá kauða. Upp er komin sú hugmynd að notfæra sér komandi messudag til fitubrennslu. Spurningin brennur hvort það verði Skálafell og þá með skinn undir skíðum eða bara hið sígilda Helgafell ofan hins hýra Hafnarfjörðs. Bíðum bara spenntir eftir hver þróunin verður næztu daga

Kv
Áramótanemdin

miðvikudagur, janúar 01, 2014

Áramótaheit



Gleðilegt ár öll sömul.

Það er vel við hæfi nú á nýju ári að viðra upp hugmyndir með þetta árið. Amk langar Litla Stebbalingnum að reyna hefja Vinafélag íslenskrar náttúru. aftur upp til fyrri vegs og virðingar. Nokkrar hugmyndir liggja í loftinu bæði að gömlum meið og kannski einhverjar nýjar. Svo auðvitað detti fólki eitthvað í hug er um að gjöra að skella þeim fram
Ef maður verður í stuði er aldrei að vita nema V.Í.N.-ræktin verði endurvakin komandi sumar (svona ef það verður eitthvað sumar). Svo er annað, nú eru sumir innan þessa félagsskap miklir hlaupagikkir og segir svo almannarómur að fleiri hyggi á landvinninga í þeim geira. Nú á sumrin eru almenningshlaup allar helgar einhverstaðar á landinu og því mætti alveg blása til útilegu í nágrenni þar sem einhverjir kynnu að spretta úr spori. Kemur fyrst upp í hugann Gullspretturinn á Laugarvatni og hlaupahátíðin fyrir vestan svo dæmi sé tekið. Svo mætti taka hjólaferð fyrir þá sem hafa gaman að því. Kannski hjóla Leggjabrjót og hittast svo í Hvalfirði með tjöld og grill. Svo auðvitað bara almennar útilegur með engan sérstakan tilgang annan en að hafa gaman með vinum og fólki. En þetta þarf ekki allt saman að vera einhverjar útilegur og action því líka væri gaman að hittast einn góðviðrisdag t.d í  Heiðmörk, Guðmundarlundi eða bara í einhverjum heimagarði og grilla þar saman sem (grilla aðeins í liðinu því maður er svo steiktur)
Líka væri gaman að gildir limir myndu segja frá ferðum sínum hvort sem það er bústaðarferð eða bara kveldstund í Bláfjöllum hér á lýðnetinu. Alltaf gaman að því að heyra af því þegar fólk er á ferðinni og aldrei að vita nema það gefi manni hugmyndir um áhugaverða staði og gjörninga.
Svo er líka uppi hugmynd með fara í sumartúr. Það er allt saman á hugmyndastiginu ennþá en gaman væri að fara eitthvað í ca 4-10 daga sumartúr. Síðan er bara að bíða og sjá hvað árið 2014 ber með sér en hvað sem það verður þá verður það bara gott.

Góðar stundir gott fólk