þriðjudagur, desember 06, 2011

Fyrsti í gönguskíðum



Eins og sjá má hér, hér fyrir neðan, var kominn örlítil skíðafiðringur í Litla Stebbalinginn í síðustu viku. En nú síðasta messudag var ákveðið að kíkja aðeins upp í Bláfjöll. Kanna þar aðstæður og um leið stíga aðeins á gönguskíði. Það er skemmst frá því að segja að ansi lítill snjór er efst í öllum brekkum í Bláfjöllum og efst í Öxlinni er bókstaflega ekkert nema urð og grjót.
En það kom svo sem ekki að sök með að taka bara norðmanninn á þetta og spretta úr spori á gönguskíðum. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

Svo hittum við Danna litla uppfrá

Það voru teknir nokkrir hringir í vetrarstillunni og þetta endaði í milli 6-7 km túr. Fínasta hreyfing svona á messudegi. En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Skíðadeildin

P.s Það heyrðist um þarsíðustu helgi að VJ stefndi á Hlíðarfjall um síðustu helgi. Þar sem Agureyrishingar opnuðu hólinn sinn um síðustu helgi og gaman væri að fá smá skýrzlu um hvernig aðstæður eru norðan heiða hér í skilaboðaskjóðunni fyrir neðan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!