miðvikudagur, janúar 28, 2009

Skráningarlisti nr:4

Enn einn miðvikudaginn er enn eitt nafnakallið fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2009. Vegna þreytu og almenna leti þá er ekki vilji né geta til að skrifa eitthvað bölvað bull sem ekki nokkur kjaftur nennir að lesa hvors sem er. Hér er listinn

Úr mannheimum:


Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Dr:Phil
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf


Styrkarsjóður olíufélaganna:


Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí

Það hefur aðeins bæst í hópinn og það bara í hreingerningardeildina. Verður það að teljast ágætt. En þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Helgin sem var



Það voru nú fleiri á ferðinni um nýliðna helgi en herramennirnir þrír sem nefndir voru á nafn hér í færslunni fyrir neðan. Telst það helst til tíðinda að hellarannsóknadeildin var endurvakin eftir ansi langan þyrnirósasvefn. Verkefnið var heldur ekki af verri endanum en það var sigið ofan í Tintron og síðan júmmað sig upp aftur. Vonandi ágætis, en lítil, æfing fyrir Þríhnjúkahelli einhvern daginn.

Á messudag var svo skíðadeildin fjölmenn í Bláfjöllum þar sem við lítum á Eyjafjallajökull og sáum blíðuna sem drengirnir fengu á göngu sinni.

Hafi fólk nennu til og hafi ekki enn skoðað þá eru til myndir frá þessu öllu saman.
Hér má sjá Tintronför og frá Bláfjöllum hérna.

mánudagur, janúar 26, 2009

Eyjafjallajökull

Undirritaður, Nóri og Jólfur bröltum á Eyjafjallajökul og úr varð ljómandi góð skemmtun.

Myndir hér fyrir áhugasama.


kveðja
Magú

(Uppfært)

Og ég ákvað að skella mínum myndum líka inn, enda veitir ekki af eftir annan eins snilldartúr.

Skáldið

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Eyjafjallajökull?

Hæbb

Okkur Nóra datt í hug að nýta næstu helgi, nánar tiltekið sunnudaginn, til góðra
verka og reyna að göslast á Eyjafjallajökul.

Ef menn og meyjar hafa áhuga að taka þátt í göslinu með oss, hafið samband.

kveðja
Gölturinn

mánudagur, janúar 19, 2009

Úti í veðri og vind



Þá er nillaprógramið hjá Flubbunum hafið á nú á vorönn. Það var farið nú í fyrstu ferð síðustu helgi. Í þetta skiptið voru eldri nýliðar með oss í för.
Að vanda á átti V.Í.N. sína fulltrúa þar. Að vísu var bara 2/3 hluti af þremenningunum þremur á svæðinu. En hvað um það.
Byrjað var á að skunda frá Botnsdal og upp að Botnsá uns fannst ágætis tjaldstæði. Tjöldun gekk vel þrátt fyrir að ein súla hafi látið lífið þar,. en síðan um nóttina fór aðeins að hvessa. Það kostaði smá björgunaraðgerðir um miðja nótt en það var bara gaman að því. Reyndar vegna veðurs var ekki mikið um svefn þessa nótt en ekki nóg til að drepa mann.
Á laugardegi var gengið af stað og varla að maður hafði undan að taka við nýjum upplýsingum um hvert ætti að fara svo ört skiptu menn um skoðun með ferðaáætlunina. En að lokum var hætt við Skjaldbreiður og í staðinn rölt á Kvígindisfell. Því var enn einu fjallinu bætt í safnið úr bókinni svo ekki kvartar maður. Eftir fellið var gengið á náttstað við Sandkluftavatn. Því líka stjörnusýn sem við fengum um kvöldið. Varla að maður hafi séð annað eins. Eftir ljúfan kveldverð var skriðið ofan í poka og maður sofnaði um kl:22:00 og svaf eins og ungabarn alveg til 08:30 á sunnudagsmorgni.
Svo var rölt sem leið lá niður á Þingvelli með smá úturdúr og æfingu í tjöldun/aftjöldun með hitun á 1 liter af vatni á tíma og koma sér síðan ofan í poka. Tekin var síðan umferð nr:2. Gaman að þessu. Komið var í borgina svo um það leyti sem borgarbúar voru að taka sitt síðdegiskaffi.
Varla telst það til tíðinda að myndavél var með í för og má skoða myndir úr túrnum hér.

Kv
Nýliðar dauðans

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Skráningarlisti nr:2

Já, allt að gerast og klukkan er. Það sama verður sagt um listann góða fyrir helgina þar er allt að gerast. Að vísu hefur aðeins hægst á fjölda skráninga en byrjunin var góð og það verður áframhaldið líka.
Hættum þessu kjaftæði og birtum bara það sem máli skiptir.

Mannverur:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan


4X4:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi


Rétt eins og sjá má þá hefur einn bæst við í hópinn. Við bjóðum Huldukonuna velkomna í hópinn. Nú er barasta að halda áfram undirbúningi. Það þýðir að það styttist í fyrstu undirbúnings- og eftirlitsferð í Bása á Goðalandi

Góðar stundir
Skráningardeildin

laugardagur, janúar 10, 2009

Skíðavertíðin



Svona í ljósi þess að skíðavertíðin fer vonandi að byrja fyrir alvöru er rétt að rifja upp undirstöðuatriðin. Eins og sést á myndinni geta stólalyftur verið hættulegar. En þar eins og annars staðar er það Stóra A-ið sem skiptir öllu máli: Aðgát!

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Skráningarlisti nr:1

Jæja, börnin mín stór og smá þarna úti. Nú er óhætt að segja að árið 2009 sé hafið og allt komið á fullt skrið. Talandi um það þá er skráning svo sannarlega komin á fullt fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2009 og hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð viðbrögð og núna. Er það vel og vonandi boðar það stuðið og gleðina sem mun ríkja um Helgina. Bezt að hætta þessu bulli sem engin nennir að lesa hvors sem er og vinda okkur í listann góða.

Bangsar:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús


Sjálfrennireiðar:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi

Eins og sjá má hér að ofan er strax kominn föngulegur hópur fólks og farartækja sem ætlar sér um Helgina, en betur má ef duga skal. Skráning heldur áfram í athugasemdakerfinu hér að neðan. Fólk ætti að vita hverning þetta gengur fyrir sig.
Þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, janúar 04, 2009

Fyrstu myndir ársins



Eins og kom fram fyrir helgi var ætlunin að halda í smá göngu í gær. Það kom upp að halda á Baulu og þar sem flestir áttu það fjall eftir var ákveðið var að skella sér.
6 einstaklingar voru svo samankomin við Lélegt á Vesturlandsvegi á heldur ókristnilegum tíma á laugardagsmorgni. En þetta voru:

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið
Jökla-Jolli
VJ
HelgaT

Þessir kumpanar heldu sem leið lá upp í uppsveitir Borgarfjarðarsýslu með það fyrir augunum að sigra hólinn. Skemmst er frá því að segja að allir toppuðu þrátt fyrir stórgrýti, bleytu og klaka. Ekki var farið hratt yfir hvorki upp né niður. En tilgangnum var náð því allir skiluðu þér upp og síðan niður aftur. Það var síðan komið við í sundi í Borgarnesi. Þar bætist við góður gestur, en Auður hitti okkur í sundi. Pottalegan og rennibrautirnar voru aldeilis prýðilegar í rigningunni.
Auðvitað var myndvél með í för og nenni fólk að skoða þá má nálgast afraksturinn hérna.

Kv
Göngudeildin

föstudagur, janúar 02, 2009

Nýársganga

Skáldið skellti þeirri hugmynd fram núna fyrr í kveld að skella sér í smá göngu á laugardag komandi. Ekki vitlaust að reyna aðeins að hreyfa af sér það sem búið er að éta um hátíðarnar.
Ætlunin er að hittast á Lélegt á Vesturlandsvegi kl.11:00 á laugardagsmorgun svona til að reyna að nýta þessa litlu dagsbirtu sem þessa dagana. Hugmyndir eru um að fara á Hengill eða jafnvel Botnsúlur en allar hugmyndir eru vel þegnar og þeim má koma á framfæri í athugasemdakerfinu.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Árið 2009 er þá gengið í garð



Jæja, gott fólk. Rétt eins og lang flestir hafa nú sjálfsagt gert sér grein fyrir þá er nýja árið ný hafið. Auðvitað ber að óska fólki gleðilegt nýtt ár á þessum tímamótum.
Nú þegar 2009 er nýkomið á eyjuna litlu í norði er málið að koma sér að máli málana. Þá er auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2009 sem verður dagana 3-5 júlí n.k. Hefðinni samkvæmt fer á stað skráningarlisti hér á V.Í.N.-síðunni og nú í ár verður engin undatekning á þeirri reglu. Listinn verður svo birtur á miðvikudögum héðan í frá, sem og áður.
Varla á að vera þörf á því að útskýra fyrir lesendum hvernig ber að haga skráningu en það er gjört hér að neðan í skilaboðaskjóðunni. Og munið svo að skráðir fara í pott og einhver heppinn verður svo dregin út. Athygli skal vakin á því að aðeins verður dregið úr óseldum miðum.

Kv
Skráningarsvið skýrzlugerðardeildar