mánudagur, ágúst 31, 2009

Esjan þver og löng



Litlu krúttlegu Flubbanillarnir hituðu upp fyrir komandi vetur og skelltu sér í létta göngu síðasta laugardag. V.Í.N. átti þarna sína fjóra fulltrúa sem sá til þess að allt færi siðsamlega fram. Það voru

Stebbi Twist
VJ
HT
Krunka

Það var víst Esjan sem var fyrir valinu en hún tekin endilöng að þessu sinni. Þ.e byrjað var á því að fara upp á Móskarðahnjúka, yfir Laufskörð, upp á Hábungu, Kerhólakambur, Smáþúfur og endað við vigtina. Svipuð leið og Litli Stebbalingurinn og Blöndudalur gengu sumarið 2007 nema þá var farið ofan í Blikdal og ekki blés eins mikið. Annars gekk förin bara ágætlega og þetta var fín upphitun fyrir komandi vetur. Annars eru myndir frá deginum hér

Kv
Nillarnir síkátu

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Þrír frakkar



Þá er V.Í.N.-ræktinni formlega lokið þetta árið þó svo sjálfsagt það eigi eftir að fara einhverjar óformlegarlegar ferðir í haust og vetur. Vonandi einhverja laugardaga en það kemur bara í ljós.
Rétt eins og auglýst var hér þá var stefnan tekin á Úlfarsfell, þá bæði upp á það og niður á hjóli síðan hringurinn. Mest allt þetta plan stóðst nema að því leyti að hjólin voru að mestu leyti teymd upp. En hvað um það. Varla þarf það að koma einum á óvart að það var fámennt eða öllu heldur tvímennt. Þarna voru

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að báðir komust upp á topp og niður aftur. Það sem meira er svo þá tókst að rata á réttan stíg í Mosó í fyrstu tilraun. Telst það til frétta. Ef einhver skyldi hafa áhuga má sjá myndir frá kveldinu hér.

Kv
Hjóladeildin

Að lokum þá vill nemdin þakka öllum þeim sem fóru með í einhverja ferð í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. Það er svo aldrei að vita nema V.Í.N.-ræktin verði á dagskrá fjórða sumarið í röð á því næzta. Fylgist spennt með

Nemdin

sunnudagur, ágúst 23, 2009

Úlfur, úlfur



Þá er komið að síðasta lið V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og verður það komandi þriðjudag. Þessu sinni verður skellt sér á Úlfarsfellið á hjólhestafákum og bruna síðan niður eins og hver og einn treystir sér til. Þegar niður er komið verður haldið áfram og þá hringinn í kringum Úlfarsfell og endað i Mosó. Þá verður haldin svona mini uppskeruhátíð á Áslák. Síðan verður bara farið stíginn meðfram sjónum yfir í Grafarvog og síðan hver og einn til síns heima. Hittingur við Nóatún í Grafarholti á þriðjudag kl 19:00
Vonandi að fleiri sjái sér fært um að mæta en síðast sem fell niður vegna þáttökuleysis. Endum V.Í.N.-ræktina þetta sumarið með stæll

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Á slóðum Móðuharðinda



Um síðast liðnu helgi blés FBSR til hjólhestaferðar um Laka, hér má sjá leiðarlýsingu, og átti V.Í.N. tvo fulltrúa í þessari ferð. Það voru

Stebbi Twist
Krunka

Síðan voru 6 aðrir hjólreiðamenn, þar af ein kona og 1.stk trússari.
Það verður bara að segjast að þetta var alveg hreint sérdeilis aldeilis prýðileg ferð í all flesta staði þrátt fyrir úrhellisrigningu síðasta kaflan en það slapp alveg til. Þar kannski ekki að koma á óvart að þarna rigni nánast eld og brennistein það er nú önnur saga, sem ekki verður sögð hér.
Alla vega þá er hérna myndir úr túrnum

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Rétt til að minna á

Svona til að minna fólk á að dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þessa vikuna, sem er Búrfell í Grímsnesi, fer fram á morgun en ekki í kveld eins og oftast á þriðjudögum.
Bara hittingur á morgun, miðvikudag, við Gasstöðina kl 18:30 og bruna austur fyrir fjall og allir sáttir.
Minni aftur á, annað kveld verður farið ekki í kvöld

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 16, 2009

Enn eitt Búrfellið



Jæja gott fólk. Sú er betur heldur farið að styttast í annan endan á V.Í.N.-ræktarinni þetta sumarið. Þessa vikuna skal halda á suðurlandsundirlendið og finna þar fell eitt er nefnist því frumlega nafni Búrfell og er í sumarbústaðaparadísinni Grímsnes. Að vísu er þeirri ósk varpað fram að V.Í.N.-ræktin verði færð til um einn dag og farið á miðvikudegi en ekki þriðjudegi eins og venjan er. En verði þetta samþykkt er lagt til að hittingur verði við Gasstöðina miðvikudag kl:18:30. Sameigast þar í sjálfrennireiðar og brunað austur yfir heiði.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, ágúst 10, 2009

Vífilfell



Þá heldur Vín Ræktin áfram.

Á morgun er það Ofurfjallið Vífilfell.



Mæting við GASstöðin kl 20:00.

Þeir sem ætla að hjóla að Fellinu mæta kl 19:00 við gasstöðina .. Er stemmnig fyrir því ??

Kveðja
Maggi.

föstudagur, ágúst 07, 2009

Apavatn um helgina 8-9 ágúst

Fjölskylduútilega á Apavatni.



Allir velkomnir með.


http://www2.rafis.is/?i=116

Kveðja
Maggi.

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Brekkusöngur, barsmiðar, allt á sínum stað



Eftir beztu heimildum þá eru flestir ef ekki allir V.Í.N.-liðar, sem voru á staðnum, búnir að skila sér heim eftir Þjóðhátíð. Samdóma álit að þetta hafi verið ein sú allra besta ef ekki sú besta fram til þessa þar sem veðurblíðan var slík. Allt fór fram skv venju og hefðum. Því til sönnunar eru myndar hér

Kv
Þjóðhátíðarfarar

mánudagur, ágúst 03, 2009

Út í laug



Það eru vonandi allir hressir eftir hressandi verzlunarmannahelgi. Það er því vel við hæfi að skella sér í laugaferð annaðkveld sem hluti af V.Í.N.-ræktinni. sem þetta ritar ætlar sér að nota sumarfríið sitt og koma sér úr bænum í fyrramálið. Þá er nú aldrei að vita nema það verði skellt sér í einhverja náttúrulaug. Hvur veit. Þar sem ekki er ætlunin að fara með á morgun þá verður ekki meiri afskipti höfð af þessu. Ætli sér einhverjir að fara er sjálfsagt bezt að þeir ákveði þetta eins og með stað og stund.

Kv
Laugadeildin