föstudagur, júlí 29, 2005

Bongó í Kóngó

Já, það var sko drukkið í gær. Sátum á sulli hjá Kidda í gærkveldi. Þar var mikið drukkið af bjór og alskonar víni. Sem sagt svaka fjör. Kíktum örstutt fyrir utan húkkaraballið en enduðum svo á Lundanum. Þarf ekki að koma á óvart þegar Kiddi hinn rauði er með í för. Það var sko skriðið inn í tjald á Bröttugötu einhvern tíma undir morgun.

Kv.
Bræðurnir

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Erum komnir til Eyja!

Sælt verði fólkið þarna úti. Við bræðurnir erum núna komnir til Heimaeyjar og erum núna staddir hjá Kidda hinum Rauða. Okkur tókst loks að komast hingar þrátt fyrir 70 mín. seinkun á fluginu. Það var bara gaman að því. Hörkustemning varð til á Reykjavík International Airport. Dornierinn skilaði okkur svo örugglega eftir 23 mín. flug með þessu líka skemmtilega aðflugi. Mikið rosalega er nú gaman að fljúga með þessari silld. Hvað um það.
Dísa sótti okkur svo ásamt Tuma og lá leið okkar beint á ská í nýlenduvöruverzlun ríkizins. Þar hitti maður einhvern sem man eftir V.Í.N. úr fyrri landmannalaugaferðinni. V.Í.N. peysurnar að gera sig líkt og fyrridaginn. Gaman að því. Erum núna að vinna að því að drekka okkur í drasl. Gleðilega fyllibyttuhátíð.
Allir að muna svo: Skál í botn og restina í hárið.

Kveðja úr Áshamrinum í Eyjum
Bræðurnir.
Þjóðhátíð 2005, here we come

Já, mikið rétt. Þjóðhátíð 2005 er handan við hornið. Sú 11. hjá litla Stebbalingnum. Ekki amalegt það.
Við bræðurnir sitjum núna, hérna megin við Voginn, og erum að hita upp enda einungis tvær klst. í flug frá Reykjavík International Airport. Þar mun stórvinkona okkar hún Dísa Sig taka á móti okkur með glæsibrag. Líkt og hennar er von og vísa. Strax eftir móttökuathöfn verður brunað í einokunarverzlun ríkizins og sitthvað af nýlenduvörum verzlað inn. Enda verzlunarmannahelgi framundan. Eins gott að hafa áritað vegabréf tilbúið ásamt farareyri. Hvað um það. Það var líka hitað upp í gærkveldi og ekkert nema gleði sem þar réð ríkjum.

Kominn er smá vísir að dagskrá. Er hún nokkurn veginn eftirfarandi:

Fimmtudagur 28.07.05:

11:15 Baka og bjór
13:00 Sóttir í Logafoldina
13:20 Innritun í flug
13:21-14:15 Bjór á fríhafnarbarnum í RIA
14:15 Dornierinn fer í loftið
14:17-14:41 Bjór í háloftunum
14:45 Lending í Vey
14:46 Mótökuathöfn
14:57 Sérvöruverzlun ríkizins
15:16 Almenn drykkja og fíflagangur

Flöskudagur 29.07.05

Um morguninn Slegið upp hvítum tjöldum í samstarfi við heimamenn
14:30 Setning
15:00 Kökur í Hvíta Tjaldinu
15:45 BRÚÐUBÍLLINN
17:00 Tekið á móti restinni af liðinu uppi á flugvelli
17:15-00:00 Almenn drykkja og sprell
00:04 Müllersæfingar við brennuna á Fjóskletti
00:15 Ekki viðlátnir vegna drykkju

Frekari dagskrá bíður niðurstöðu skemmtinemdar.

Að lokum viljum við lýsa vonbrigðum okkar yfir því að 35.000 tjallinn hefur enn ekki gefið sig fram. Frekar mikil vonbrigði en bót í máli er að nú nálgast Þjóðhátíð.

Kv.
Bræðurnir

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Nú þegar þessi aumu orð eru rituð á stafrænt form eru ekki nema rúmlega 37.klst í að við bræðurnir komum okkur um borð í Dornier frá Landsflugi með stefnuna til Vestmannaeyja dauðans. Eftir svo rúmlega 37,5.klst stígum við úr vélinni og tökum stefnuna beint í einokunarverzlun ríkzins. Þar verður keypt bjór og alkonar vín. Gaman af því

En að allt öðru. V.Í..N. sigraði þriðja tindinn í kveld í sinni 7tindagöngu. Sá tindur sem þurfti að lúta í lægra haldi að þessu sinni var Keilir. Stolt þeirra Reyknesinga ásamt Gunnari Örlygs. Var þetta létt ganga og löðurmannsleg í bongó blíðu. Ekki var heldur til að skemma fyrir að Willy sá um að ferja Stebbalinginn og Magga Brabra úr og í Grafarvoginn. Gaman að því.
Göngudeildina skipuðu að þessu sinni eftirfarandi:

Stebbi Twist
Maggi Móses
VJ
Jarlaskáldið
Tiltektar-Toggi
Frú Toggi.

Eins og fyrr var komið að var þetta góð ganga í góðu veðri og með góðu fólki. Fín upphitun fyrir hátíðina um komandi helgi.
Það verður samt að koma þeirri kvörtun að. Verzt þykjir okkur að hvorki Eldfell né Helgafell í Vey skuli ekki vera innan 7.tinda. Þaðan af síður Heimaklettur. Þetta er hneisa og ekkert annað

Að lokum þá er vert fyrir okkar dyggu lesendur að fylgjast vel með. Því bæði er í gangi loka undirbúningur fyrir Þjóðhátíð 2005. Líka er hinn stórskemmtilegur leikur um 35000 tjallinn. Fylgist því spennt með

Kv
Göngudeildin og undirbúnings/eftirlitsnemd

mánudagur, júlí 25, 2005

Góða kveldið, gott fólk!

Var núna rétt í þessu að koma úr símanum þar sem símast var við útlönd. Útland þetta er rétt suður af eyju einni norður í höfum. Nema hvað að spjallað var við heiðurshjónin á Bröttugötunni þar sem falast var eftir plássi í garðinum. Ekki var það mikið vandamál, frekar en fyrri ár, söguðst þau hlakka til að hitta okkur. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir þetta höfðinglega boð og fyrir frábærar móttökur öll hin fyrri. Nú bíður maður bara spenntur eftir að slá upp tjaldi komandi fimmtudag.

Að öðru en ekki síður mikilvægt og tengt Þjóðhátíð. Það hefur fengist staðfest að Dísa verður á svæðinu. Sem er ekki amalegt, enda þarf daman sú arna að bæta okkur upp missinn frá í fyrra. þar verður hún ásamt sinni litlu stórfjölskyldu. Ekki er enn vitað hvor foreldrar hennar, Diddi og Margrét, verði á svæðinu. En von okkar er sú. Þetta verður bara silldin ein.

Svo að lokum.
Það er alveg kominn tími á að gera skemmilegan leik. ,,Hvað kann það að vera´´ kunna sjálfsagt margir að spyrja. Því er auðsvarað. Svarið er náttúrurlega: Hver verður gestur nr:35000. Að vanda verða ótal glæsilegra vinninga að heildarverðmætum allt að 300.ísl.kr.
Núna í þessum skemmtilega leik eru að vísu komnar reglur. Þær eru að að heppinn gestur nr:35000 verður að vera kominn og búinn að gefa sig fram í síðasta lagi kl:13:00 fimmtudaginn 28.júlí komandi.
Þeim heppna verða svo veittir viningar í Herjólfsdal við hátíðlega athöfn. Skv venju verða verðlaun í kvenna og karlaflokki. Nóg að sinni


Kv
Nemdin

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Uppgjör vegna ferðar í Laka

Nú er komið að uppgjöri vegna ferðar í Laka. Kostnaðurinn er 1.200 kr. á mann og skal leggja þær á reikning VÍN:

Bnr. 0528-14-604066
Kt. 300776-5079

Jafnframt er bent á að frjáls framlög eru ávallt vel þegin.
Núna mánudagskveldið 18.júlí eða 11.dögum fyrir Þjóðhátíð fækkaði göngudeild V.Í.N. tindunum í 7tindaverkefni sínu um einn. Að þessu sinni var tölt upp á Helgafell eða Holy Mountain í Habnarfirði. Þetta kveldið skipuðu göngudeildina:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Tiltektar-Toggi
Frónbúar

Þetta var létt ganga og fín svona á mánudagskveldi. Núna bíður bara sá næsti eftir göngudeild V.Í.N. Ferðin endaði svo með því að vitringarnir 3 verzluðu sér miða á Þjóðhátíð í forsölu á æskulóðum undirritaðs.

Að lokum:10.dagar í Brúðubílinn, þá verður gaman. Það ferð að verða síðasti sjéns að tryggja sér miða og far.


Kv
Göngudeild

mánudagur, júlí 18, 2005

Skáldið mætt á svæðið

Sælinú, VÍN-blogginu hefur borist liðsstyrkur, sem er enginn annar en undirritaður, sjálft Jarlaskáldið. Þetta mun þó að líkindum ekki hafa mikil áhrif á ritstjórnarstefnuna, hér eftir sem hingað til mun hún einkennast af fíflagangi og vitleysu enda er það svo miklu skemmtilegra. En að öðru...

VÍN-verjar skoðuðu Lakagíga og nágrenni um helgina, og tóku tvo nýja félagsmenn inn á reynslusamning við það tækifæri. Fínastasta ferð í alla staði, og þakkar Jarlaskáldið fyrir sig.

Fjölgað hefur í hópi Þjóðhátíðarfara, því þær fregnir voru að berast að Adolf hefði pantað sér flug til Eyja og muni að líkindum sinna siðgæðisvörslu þá helgina, enda engin vanþörf á þar sem þrír vitringar koma saman með Bakkus með í för.

Að lokum minnir Jarlaskáldið á annan áfanga í Sjö tinda sigurgöngunni, í kveld er stefnt að ganga á tind Helgafells við Hafnarfjörð, sem ku vera á fjórða hundrað metra á hæð yfir sjávarmáli. Allir að mæta og ganga af sér spikið!

Annað var það ekki í bili...

föstudagur, júlí 15, 2005

Þá er ketið komið í hús, 4,8 kg af úrbeinuðum lærum frá KJÖTSMIÐJUNNI ... eða úröxluðum hásingunm eins og Stebbi vill kalla það.

Búið er að versla sósu, meðlæti og eftirrétt.

Brottför er kl 18:30 frá Rauðavatni.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Þess má til gamans geta, fyrir okkar dyggu og glöggu, lesendur að eftir nákvæmlega 14.daga eða 336.klst þá verðum við bræðurnir í loftinu á leið á Þjóðhátíð. Þetta er allt saman liður í undirbúninginum fyrir þessa hátíð á eyjunni fögru í suðri. Bara svona rétt til þess að minna fólk á næst mestu gleði í heiminum.

Kv
Úrvalsdeildin
VÍN sigraði HENGIL í gær í 7 tindasigurgöngu sinni. Það voru fjögur hreystimenni sem gengu upp og fá þeir gott klapp á bakið fyrir þetta afrek.



Það verður greinilega feikna fjör um helgina í LAKA þar sem 14 manns hafa skráð sig.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Það var beðið um mætingarlista í Laka... og hér kemur hann.

Stebbi
Nóri
Vignir
Magnús
Elín
Toggi
Dýrleif
Alda
Halli
Adela
Danni
og
Gústi (kannski).

Við skulum vona að það sé hægt að tjalda þarna líka.
Þá er búið að panta 4 kg af afturhásingum fyrir helgina.

Það eru 12 manns skráðir í mat.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Jæja þá ætlar VÍN að fara að sigra 7 Tinda á Íslandi.

Það verður byrjað annað kvöld (miðvikudag 13 júli kl 19:30) með því að ganga á Hengil.

Sjáumst öll hress í þeirri gönguferð.

Sjá nánar
http://edda.is/efiles/servefir/index.html

mánudagur, júlí 11, 2005

Jæja, þá! Nú er komið að enn einum árlegum viðburðinum hjá V.Í.N. sem er að þessu sinni Þjóðhátíð í Eyjum. Kiddi Rauði var rétt í þessu að fá fréttir af komu okkur. Að sögn kunnugra þá ræður dregurinn sér vart af kæti. Þetta árið verður úrvalsdeildin fremur fámenn eða mun eingöngu saman standa af þremur sómadrengjum, sem eru Stebbi Twist, VJ og Jarlaskáldið. Sagt er að þeir séu ekki búnir að drekka sig niður eftir Selva 2005. Hver veit nema þeim takist það dagana 28.júlí -1.ágúst n.k. Hver veit???

Úrvalssveitin mun að vísu skiptast upp í tvo hluta og mun sá fyrri stíga upp í Dornierinn kl:14:15 á fimmtudeginum og er áætluð lending í Eyjum 30.mín síðar. Þá mun strangur undirbúningur hefjast um leið eins og skreppa í sérvöruverzlun ríksins, þó svo að metið frá í fyrra verði vart slegið, athuga hvernig Dalurinn er o.s.frv. Þetta þýðir líka að Stebbalingurinn og Jarlaskáldið munu koma til með að ná Brúðubílnum á flöskudeginum. Ekki amalegt það.
Síðari helmingurinn kemur svo á flöskudeginum.

Heimkoma er svo áætluð 17:45 og þá mun maður líklegast vart vera til neins gagns né gamans. Engu að síður þá er um að gera fyrir fólk að gera ráðstafarnir til að koma sér til Eyjunnar fögru í suðri. Því nú er með síðasti sjéns að sjá drengi góða á öndverðum þrítugsaldri hegða sér eins og kvartvita. Sér í lagi er kvennfólk innan mengis hvatt til að mæta!!!

Kv
Úrvalsdeildin

sunnudagur, júlí 10, 2005

Jæja,gott fólk til sjávar og sveita, góðir hálsar nær og fær. Í byrjun vill nemdin þakka öllum þeim sem voru í Básum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð hvort sem þeir voru á vegum V.Í.N. eða bara hitti okkur. Takk fyrir góða skemmtun. Jafnvel aftur að ári. Hver veit? Nóg um það

Núna um næstu helgi eða dagana 15-17.júlí n.k. er ætlunin að fara aftur í ferð. Stefnan er sett að þessu sinni að Laka og Lakagígum. Segir sagan að Adólf sé kom með einhvern skála á Lakasvæðinu og eigum við hann frátekinn þessa tilteknu helgi. Sem er mjög gott. Nú er barasta að fjölmenna á svæðið og vill nemdin hvetja alla til að láta sjá sig. Hvort sem það eru gamlir meðlimir, nýjir eða nýlegir, þeir sem hafa óskað inngöngu og forvitnar stelpur eru hvattir til að koma og njóta sín í faðmi fjalla.

Sú hugmynd hefur kveiknað að vera með læri, eða eins og tjéllingaskáldið orðaði það eitt sinn;læri, læri, læri, tækifæri, á laugardagskveldinu. Í ljósi þessi væri gott að fá að vita með þá sem ætla að láta sjá sig svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafarnir í tíma og rúmi. Upplagt til þess er að brúka athugasemdakerfið hér að neðan til þess arna. Nú er barasta að blása á allan öræfaótta og drífa sig úr bænum með góðu fólki í fallegri náttúru.

Kv
Nemdin

föstudagur, júlí 01, 2005





SJÁUMST UM HELGINA Í ÞÓRSMÖRK !!


PS DURAN DURAN VAR BARA SNILLD.