mánudagur, september 14, 2009

Enn af LGB 2009




Eins og áður hefur komið fram á síðu þessu þá eru ráð ekki nema í tíma tekin. Því brugðum við Helga á það ráð í tíma að bóka hús fyrir LGB 2009 dagana 13.-15. nóv. nk. Um er að ræða tvö hús í Brekkuskógi. Annað húsið er þriggja herbergja og er hugsað fyrir fjölskyldufólk, nánari upplýsingar um það hér. Hitt er hugsað fyrir þá sem ekki er jafn umhugað um ró og er það tveggja herbergja en einnig búið svefnlofti, nánar hér. Þetta ætti því að taka af allan vafa um stað- og tímasetningu og geta menn nú farið að huga að því að setja saman draumamatseðilinn. Nánar um það síðar.

miðvikudagur, september 09, 2009

Ormurinn í Skorradalsvatni



Sjálfsagt muna glöggir lesendur eftir því að auglýst var hjólaferð í kringum Skorradalsvatn í síðustu viku. Rétt eins og allar áætlarnir sögðu til um var lagt í´ann á sunnudagsmorgni. Reyndar aðeins seinna en til stóð og þá aðallega vegna kunnáttuleysis sumra á vekjaraklukkuna sína. En það telst nú vart til tíðinda að lagt sé aðeins seinna afstað en til stóð í fyrstu. Þrír árrisulir fóru þarna á sunnudagsmorgninum.

Stebbi Twist
Krunka
Tuddi Tuð

og sá Franska fjósið um að koma fólki og hjólum til og frá áfangastað

Óhætt er að segja að hjólun hafi gengið prýðilega, í það minnsta stóráfallalaust fyrir sig. Allir leiðangursmenn, og kona, kláruðu hringinn. Veður verður að teljast hafa verið sérdeilis prýðilegt til hjólreiða. Milt, stillt og ekki rigndi á okkur. Svo á leiðinni hittum við fyrir frænku Tudda og var hún svo almennileg að bjóða okkur í pottasetu að för lokinni. Var það þegið með þökkum og kunnum við beztu þakkir fyrir. Hringinn kláruðum við svo á rétt rúmum 3.klst og eftir teygjur var ljúf lega í potti. Á heimferðinni var Hvalfjörðurinn valinn og urðum við þar vitni að hvalskurði. Óhætt að segja að maður hafi fengið vatn í munninn við það. En það er nú aukaatriði
Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og hér má sjá myndir úr túrnum

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, september 04, 2009

LGB 2009




Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Komið hefur fram sú tillaga að halda La Grande Bouffe helgina 13.-15. nóvember. Og þar með er orðið laust. Tjáið ykkur í skilaboðaskjóðunni.

Kindin Einar



Morgunn einn ég hoppa upp í rútuna
með vasa fulla af banana.
Grænum geðþekkum fasana
hafði ég í bítið ælt.

Upp í sveit ég ætlaði að halda hana
í svaka partí með píuna.
En síðan hraktist ég leiðina,
það var klárlega sem við manninn mælt.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað.
Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

Það var komið langt fram að hádegi
og þá hrópaði einn farþegi
að færi ekki lengra ef hann fengi eigi
greyið Einar rúð og skrælt.

Nú ég kvað við, hví ekki á þeim degi
barasta að búta hann strax.
Svo hreinlega velta honum úr deigi,
grilla hann og egg með jafnvel spælt.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað.
Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

Í því bar að bóndann á næsta bæ,
hann kom til vor og sagði hæ.
Nei hvað sé ég, er þetta kindarhræ?
Bætti hann við og æfur varð.

Eina kind ég átti hér heima á bæ
sem að ætlaði niðrað sæ.
En núna sposkur ég spranga og hlæ
því núna skuldarðu meir en nokkurt sparð.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað.
Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

Einar var þá við vegabrúnina
búinn að bíta upp alla túnina.
Fyrir hann stökk og ég spældi hann í spað.
Hann sagði dada...
en meinti bada, verst var það.

fimmtudagur, september 03, 2009

Sk-Orri í dal



Nú fyrr í kveld var haldinn, milli tveggja manna, átakatakamikill símafundur. Þeir Stebbi Twist og Blöndudalur komust að þeirri niðurstöða að fara núna komandi sunnudag og taka þá hjólatúr. Hugsunin er að hjóla í kringum Skorradalsvatn og því endurtaka leikinn frá því í fyrra, til sælla minninga líkt og sjá má hér. Hafi einhverjir þarna úti áhuga að skella sér með í hjólhestatúr á sunnudag er þeim óhætt að tjá sig í skilaboðakjóðunni hér að neðan. Sjálfsagt má reikna með því að lagt verði úr bænum ca kl 10:00 á sunnudagsmorgun eða bara eftir nánara samkomulagi

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, september 02, 2009

Inngangur að helvíti



Núna síðasta messudag var maður vakinn upp fyrir allar aldir með símhringingu þar sem þeirri hugmynd var kastað fram að skella sér í göngu upp Heklu. Var þessi vitleysislega hugmynd samþykkt í svefnmokinu. Síðan var bara drifið sig af stað. Þarna fóru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka
Bogga
Eyþór

Drottingin var ekki á því að sýna sitt besta þrátt fyrir að hafa blasað við okkur af suðurlandinu þá safnaði hún nokkrum skýjahnoðrum á sig og því var toppað í roki og vind. En hvað um það þá kláruðu allir verkefni dagsins og skiluðu sér niður að bíl aftur. Sú gamla var bara spök og þrátt fyrir að vera komin á tíma þá gaus hún ekki. Amk ekki þarna. Skyldi einhver hafa áhuga þá má skoða myndir úr göngunni hér

Kv
Göngudeildin