mánudagur, desember 29, 2008

Takk fyrir okkur

Kæru vinir

Takk kærlega fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þessum degi, öllum fallegu
kveðjunum sem við fengum og gjafmildi ykkar.

Herra Magnús og Frú Auður

miðvikudagur, desember 24, 2008

Feliz Natal



Vinafélag Íslenskrar Náttúru sendir öllum sínum gildu limum sem velunnurum flestum hugheilar jólakveðjur. Megið þið njóta snjóleysis sem og og jólanna sjálfra

Kv
V.Í.N.

laugardagur, desember 20, 2008

Leitin að jólasveinabræðrunum



Rétt eins og enginn tók eftir í færslunni hér að neðan var stefnan, annað árið í röð, að skella sér á Esjuna. Svona til að hliðra aðeins til fyrir jólasteikinni og afstressast aðeins. Þar sem enginn nennti að lesa auglýsinguna hafi ekki nokkur kjaftur boðað sig með, að vísu hafði einn afboðað sig, þá var bara einmennt í þessa göngu. Reyndar var ekki farið alla leið upp á Þverfellshorn heldur var það látið duga að fara upp að steinn. Ágætis göngutúr í fínu veðri en verst er þó að engir af þeim jólasveinabræðrum skyldu vera sjáanlegir. En hvað um það. Vilji fólk sjá sjáfumglaðar sjálfs-og montmyndir af Litla Stebbalingnum í fjallgöngu er það hægt hér.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 17, 2008

Laugardagslapp



Eins og kemur fram hér þá hefur skapast ný hefð innan V.Í.N. Líkt og kemur þar fram er stefnan, líkt og í fyrra, að fara á bæjarfjall okkar höfuðborgarbúa hvern laugardag fyrir jól. Þannig er vel hægt að komast í jólafíling og þá klikkaðan jólafíling sem og að gera pláss fyrir skötuna og steikina. Nú er upplagt að koma sér í form næst síðustu vikuna á árinu og efna þannig síðasta áramótaheitið.
Sum sé sjáumst vonandi sem flest á laugardag og jafnvel verður farið líka í laugina í tilefni þess að það sé laugardagur. Taka skal það fram að ganga þessi ætti að henta báðum kynjum. Ef einhver vill sjá hvernig svona lagað fer fram þá má skoða myndir frá því fyrir ári síðan, má gera það hér.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 10, 2008

TelemarkFestival

Jæja byrjið að gera hnéæfingar og aðrar skemmtilegar telemarkæfingar því það er komin
dagsetning á TelemarkHelgina.



13. - 15. mars 2009
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Kveðja
TelemarkDeild VÍN.

mánudagur, desember 08, 2008

Af brotinni stýfu, beyglaðari felgu og rifið dekk



Bílahópur FBSR fór um þar síðustu helgi í jeppaferð ma í bað í Laugafell. Drengirnir heldu svo áfram í vesturátt en við læk einan gerðist dulítið óhapp sem varð þess valdandi að Fimman þurfti að eyða aukadögum uppi á fjöllum. Rétt eins og með allar betri jeppaferðir þá þurfti að klára þessa helgina eftir.
Það var svo síðasta föstudag að tvær fjórhjóladrifssjálfrennireiðar með 6 pilta innanborð, stútfullir af verkfærum og varahlutum með það að markmiði að koma bílnum aftur niður á láglendið. Ekki væri svo verra ef tækist að koma honum alla leið í bæinn.
Það var svo farið á lappir á ókristnilegum tíma á laugardag og lagt snemma af stað upp á hálendið í þeirri veiku von að ná til höfuðborgarinnar um kveldmatarleytið. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki. Það gekk með ágætum að komast að Strangalæk og var komið að Fimmunni um hádegi. Byrjað var á því að snæða hádegisverð og síðan gengu menn til verks, með kristnilegu hugarfari, og tóku til við viðgerðir. Það má segja að viðgerðir hafi gengið sæmilega og á endanum með ýmsum aðferðum á hafiðst að skipta út brotnum pörtum og skrúfa allt saman. Með eyðlilegum fjölda af boltum og skrúfum í afgang.
Síðan er ekki hægt að segja að ferðin niður á láglendið hafi gengið þrautalaust fyrir sig. Alls ekki að menn væru mikið að festa sig og að brúka spottann heldur var það annað og meira sem tafði för oss. JónFús slátraði felgu og þurfti að útvega nýja og dekk úr Varmahlíð. Heimamenn brugðust hratt og vel við hjálparkalli okkar og komu með dekk og felgu á móti okkur. Kunnum við þeim hinar beztu þakkir fyrir það.
Eftir að nýtt dekk og felga var komin undir þá rifnaði dekk fljótlega í kjölfarið. Það tókst reyndar að tappa það sæmilega en nánast á sama tíma varð vökvastýrið óvirkt í einum bílnum. En ekki var það til að stöðva okkur. Við skriðum síðan rúmlega 01:00 aðfararnótt sunnudag í Varmahlíð og fengum að gista aðra nótt í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð. Sannir höfðingar heim að sækja.
Sunnudaginn fór í að dóla sér suður á boginn. Til að gera langa sögu stuttu þá komust allir aftur heim til sín, þá tól, tæki og stráklingar.
Sjálfsagt kemur það fáum á óvart að Litli Stebbalingurinn var með myndavél og langi fólk að sjá hvað gekk á má skoða það hér

Kv
Jeppadeildin

fimmtudagur, desember 04, 2008

Aðventan á Agureyrish



Kannski eins og einhverjir vissu af þá skrapp skíðadeildin í aðventuferð til að undirbúa jólin og starta skíðavertíðina þennan veturinn. Samtals fóru 7 hausar, 5 á flöskudeginum en svo 2 á laugardeginum.
Rennt var á laugardeginum þrátt fyrir kulda og hroll og að sjálfsögðu voru teknar bjórpásur. Allt annað fór fram skv venju, sund, bjór, Greifinn, meiri bjór og lendur skemmtanalífsins.
Á messudag var tekið aðeins rólegra, lumma, ís í Vín og lokum flugsafnið. Síðan fór fólk að týnast suður yfir heiðar. Þó missnemma og með sitthvorum ferðamátanum. Nokkrir drengir skríðu reyndar til Agureyrish um það leyti sem undirritaður var að fara í flug en þeir áttu eftir að sitja saman 7 í einum til Höfuðborgarinnar.
Það eru loks komnar myndir ef svo ólíklega skyldi vera að einhver þarna úti skyldi hafa áhuga og nennu til að skoða. En þær má skoða hérna

Kv
Skíðadeildin

þriðjudagur, desember 02, 2008

Gestur nr:225000

Nú er komið af því að fara í skemmtilegan leik í einn eitt skiptið. Að sjálfsögðu er verið að tala um gest nr. eitthvað. Það þessu sinni er þessi gestur nr. eitthvað nr:225000 (sjá á teljara hér til hægri), ekki amaleg tala það.
Flestir ættu vera farnir að þekkja reglurnar. Keppt er í nokkrum flokkum m.a karla- og kvennadeild. Nýliðaflokk og fyrir þá sem lengra eru komnir. Líkt og alltaf eru vinningar ekki að verri endanum. Það er sko enginn kreppa eða verðbólga hjá vinningsnemd og eins og áður verður heldar verðmæti vinninga allt að þrjúhundruð ísl.nýkrónur. Eitthvað sem mun án efa koma sér vel svona rétt fyrir jólin og jafnvel áramót líka. Svo ef fólki leiðist heima hjá sér nú eða í vinnunni er upplagt að refresha síðuna nokkrum sinum nú eða smella á linkana og vonast til að detta í lukkupollinn.
Góðar stundir

Kv
Talningarnemdin

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Aðventan nálgast



Sjálfsagt hafa einhverjir af spurnir af því að nú um komandi helgi er ætlunin að fara í aðventuferð til Agureyrish þar sem skíðin verða að sjálfsögðu með í för.
Það er að verða órjúfanlegur partur af jólaundirbúninginum hjá V.Í.N. að fara í þessa aðventuferð til Agureyrish amk síðustu tvo árin og ekki á að verða undantekning þetta árið.
Nú er ekki úr vegi að benda fólki á hafsjó minningana nú eða hvað það hefur misst af og hvað sumir koma til með að missa af. En hvað um það

2006 (Stebbi Twist)
2006 (Jarlaskáldið)
2007 (Stebbi Twist)
2007 (Jarlaskáldið)

Vonandi að þetta kyndi undir hjá einhverjum og nái að stytta öðrum stundir en vonandi ekki aldur

Kv
Skíðadeildin og jólasveinarnir

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Sitt lítið af ýmsu



Þrátt fyrir að það virðist vera lægð yfir öllu saman þá fer það fjari að slíkt sé alstaðar. Þremenningar þrír áttu fyrir ágætis dagskrá fyrir síðustu helgi. Þar sem átti að bregða sér í m.a. í hlutverk sjúklinga og síðan að læra það betur hvernig á að hnoða saman tjónuðu fólki. Að vísu tók einn af þremenningunum þremur hlutverk sitt sem sjúkling full alvarlega og lá heima veikur alla helgina. En nóg um það
Á flöksudagskveldinu vorum við í hlutverka slasaðra og þar létu menn lífið sökum harkalegra meðferða. Laugardagurinn fór svo í að læra betur að búa um sár, gera fyrstu skoðun og viti menn æfa sig að bera börur. Toppurinn var hádegismaturinn.
Sunnudagurinn var svo óformleg dagskrá en þá hittust nokkrir Flugbangsar niður í Klifurhúsi og hengju þar í smá tíma með æði misjöfnum árangri.
Nenni einhver að sjá hvernig allt fór fram og hvernig fólk leit út,m.a tilbúið á djammið síðasta flöskudagskveld, þá má skoða myndir hér

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

þetta var steeehhhððð!!!

Takk fyrir síðast, þetta var helvíti gaman.........það eina sem
ég saknaði var vodki, sítróna, sykur, kaffikorkur, rammstein
á fóninum og mæting á Hverfisbarinn!!!!!

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Ársfjórðungsuppgjör vegna LGB

Jæja, börnin mín stór og smá þarna úti. Núna loks er komið að því. Í miðri kreppunni birta Bogi og Logi loks ársfjórðungsuppgjör vegna Matarveizlunar miklu árið 2008. Svona rétt áður en allt fer til andskotans er rétt að seilast dýpra í vasa fólks og ná af þeim öllum aurum. En hvað um það. Eftir mikla vinnu, samlagningu og deilingu er komin lokatala og hún er víst 3710 ísl.kr og þá nýkrónur á haus. Ætli það sé nú ekki óþarfi að telja þá sem þar voru og fólk ætti að vita upp á sig skömmina. En fyrir þá sem ekki eru viss er listi hér.
Hér að neðan birtast nauðsynlegar upplýsingar um hvernig greiða skal.

3710 ísl.kr á mann og vinsamlegast greiðist á eftirfarandi reikning:

VÍN-sjóður:
bnr. 528-14-604066
kt. 300776-5079

Eftir að greiðslu er lokið þá vinsamlegast tjáið ykkur í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Aurapúkarnir

mánudagur, nóvember 10, 2008

Börur bornar



Það þarf vart að koma á óvart að þremenningarnir þrír fóru með Flubbunum og B1 í ferð um síðustu helgi. Það var haldið í Botnsdal í Hvalfirði en fyrst var komið við á KFC til að næla sér í næringarríkan kvöldmat fyrir átök helgarinar.
Það var gengið úr Botni meðfram Hvalvatni á laugardeginum og að Ormavöllum, á Kaldadalsleið, og slegið þar upp tjaldbúðum. Auðvitað var skemmt sér þar með Harry og Heimir ásamt Fóstbræðrum svona rétt fyrir háttinn. Vart þarf að smyrja að því að VJ svaf á milli Litla Stebbalingsins og Jarlaskáldsins. Sem aldrei þessu vant deildu með sér tjaldi, í annað skiptið um ævina og á stuttum tíma. En hvað um það.
Á messudag var skundað yfir Ármannsfell með viðkomu á toppnum og alltaf með börurnar með okkur. Hafi einhver áhuga er hægt að lesa nánari ferðasögu hér.
Svo eru komnar myndir á alnetið. Þá bæði frá Skáldinu og Stebba Twist. Þær má skoða hér og hérna

Kv
Nýliðarnir síkátu

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Hjólhestatúr á laugardegi



Rétt eins og sjá má hér að neðan voru uppi hugmyndir með að gera eitthvað af sér síðasta laugardag. Uppi voru hugmyndir og kom líka Hvergerðingurinn með eina um hellaferð. Er það prýðishugmynd sem vel væri þess virði að láta verða að veruleika með gott tækifæri. Engu að síður var það lendingin að taka stuttan hjólatúr og á endanum voru það þrír drengir, að vísu ekki þremenningarnir þrír, sem fóru. Það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Raven

Hist var niðri við Flubbahús og hjólað þaðan. Farið var út á Nes og með sjónum niður í bæ og snædd þar pylsa. Síðan var endað í gufu niðri í Flubbahúsi svona rétt áður en menn fóru í fjáraflarnir. Sum sé ágætasti hjólhestatúr að hausti í smá roki og mótmælum. Það þarf vart að koma neinum lesanda á óvart að myndavél var með í för. Fyrir vandláta má skoða myndir fá deginum hér.

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, október 30, 2008

Komandi helgi, en þó ekki Helgi

Það stefnir allt saman í það að maður eigi loks fríhelgi framundan. Með smá undantekningu þó og ætla allir að verzla amk einn Neyðarkall af okkur þremenningunum þremur um helgina.
Fyrst lítið sem ekkert er á dagskráninni er um að gera að finna sér eitthvað að gera. Undirrituðum var að detta í hug að kíkja upp á Keili á laugardag. Svo var líka kominn upp önnur hugmynd í kollinum en það var að taka þá hjólatúr í staðinn. Sá hjólatúr myndi vera í kringum Reykjavík. Byrja við Elliðaárdal, gegnum Fossvoginn út á Gróttu og svo með Sæbrautinni til baka.
Hafi einhverjir áhuga að taka þátt í þessu nú eða einhverju allt öðru þá endilega látið vita og verið óhrædd að tjá ykkur í athugasemdkerfinu hér að neðan. Hvort sem fólk er inni eða úti.

Kv
Heilbrigðissvið

mánudagur, október 27, 2008

Bjó í tjaldi



Eins og getið var hér að neðan þá voru menn ekki alveg búnir að leggja tjöldunum þetta árið. Á laugardagsmorgun var haldið að Esjurótum til að hefja þar strætóútileguna. Rétt eins og nafnið ber til kynna þá sá strætó um almenningssamgöngur. Þarna voru á ferðinni þremenningarnir þrír ásamt félögum sínum í B1.
Byrjað var á því að snúa vagninum við vegna þess að hann fór framhjá okkur en hvað um það. Skundað var upp á Akrafjall, tekinn var þar hringur einn og kvittað í báðar gestabrækurnar þar. Farið var svo aftur upp í vagninn á Akranesi eftir að hafa rölt þanngað. Við rétt svo skutumst í gegnum gönginn. Er farið var út til móts við Blikadal þá tókst okkur að skemma vagninn þannig að ekki var hægt að loka aftari dyrinni. En hvað um það. Fundið var fínasta tjaldstæði í Blikadal og slegið upp tjaldbúðum þar. Verður það helst að teljast til stórtíðinda að skytturnar þrjár deildu með sér tjaldi og að auki bætist svo einn til viðbótar. Var þetta sögulegt því svona hefur aldrei gerst áður og mun líklegast ekki koma fyrir aftur. En aldrei að segja aldrei.
Á messudag var vaknað við klerkinn sem var hinn hressasti. Þegar fólk var ferðbúið var haldið áfram inn dalinn. Síðan upp Esjuna og á Kerhólakamp þar sem stefnan var tekin á Þverfellshorn. Allir náðu svo að skila sér heilum aftur niður á bílastæði rétt fyrir 15:00 sáttir og glaðir.
Ef einhverjir utan hópsins skyldu hafa áhuga að skoða stafrænar minningar úr túrnum þá má gjöra slíkt hér, frá Skáldinu, og síðan hefur Litli Stebbalingurinn dundrað inn sínum myndum hérna.

Kv
Nýliðarnir

miðvikudagur, október 22, 2008

Tjaldað í október



Við V.I.P.-drengirnir erum víst, ásamt fleiri í B1, á leið í tjaldútilegu um helgina. Ferðaáætlunin hljómar víst upp á strætóferð (ekki svo spennandi) upp á Akranes þar sem rölta á víst upp á Akrafjall. Síðan á taka almenninginssamgöngur aftur til Reykjavíkur og fara úr einhverstaðar við vigtina sem stendur ekki langt frá Hvalfjarðargöngunum. Þar skal haldið upp í hinn yndislega Blikadal. Já, Blöndudalur, mannstu forðum daga hinn yndislega langaleiðinlega dal. En hvað um það.
Síðan á sunnudeginum á að labba yfir Esjuna og yfir á Móskarðahnjúka. Maggi B, við könnunumst nú aðeins við það.
Ekki er vitað hve mikið af Flugbangsunum lesa þessa blessuðu síðu en það er samt allt í lagi að benda fólki á að hægt er hita aðeins upp og sjá kannski eitthvað bíður þeirra sem ætla um helgina. Væri það gert með að skoða myndir. Fyrst frá Akrafjalli og þar er víst betra að taka stefnuna strax á réttan topp. Síðan úr gönguferð þar sem byrjað var að rölta upp á Móskarðahnjúka og yfir í Blikadal, svo gott sem að göngunum.

Kv
Nillarnir

laugardagur, október 18, 2008

Laugardagslaugarferð



Rétt eins og hugmyndir voru uppi um núna fyrir helgi var aðeins útivera stunduð um helgina. Þrír drengir lögðu leið sína upp á Hellisheiði í þeim tilgangi að baða sig fyrir kveldið. Þarna voru á ferðinni:

Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Stebbi Twist
og sá Afi um samgöngur.

Óhætt er að segja að ferð þessi hafi gengið að óskum og allir náðu að baða sig vel og fylgdu þvottaleiðbeiningum. Myndavélin var heldur ekki langt undan og hér má nálgast myndir úr túrnum.

Kv
Sunddeildin

fimmtudagur, október 16, 2008

Hvað gjöra skal

Svona meðan námsefni síðustu helgar er enn í ferski minni er kannski ráð að nýta þekkinguna og blása smá lífi í blessuðu V.Í.N.-síðunna.
Eftir léttar samræður við Skáldið í gær kveiknaði sú hugmynd að kannski reyna nota helgi komandi til gera eitthvað sniðugt. Ekkert var svo sem ákveðið í þeim efnum né hvenær. Eins og áður sagði er kannski málið að koma sér að verki hvort sem það yrði létt rölt á einhvern hæfilegan hól, hjólahringur eða bara sundsprettur í Reykjadalslaug.Taka skal það fram að Ripp, Rapp og Rupp eru víst að fara í gleði annaðkveld svo það smurning hve sprækir menn verða á laugardag. En það kemur allt í ljós þegar þar að því kemur.
Hafi fólk tillögur þá er um að gera að koma þeim á framfæri í athugasemdakerfinu hér að neðan

mánudagur, október 13, 2008

Ást í viðlögum



Núna um síðustu helgi skunduðu þremenningarnir þrír sem leið lá, í langferðabíll, ásamt fríðu föruneyti B1-liða upp á Akranes. Þar var ætlunin að eyða helginni og nema fyrstu hjálp hluta 1. Má segja að það hafi alveg tekist með mestum ágætum og eru menn upp til hópa einstaklega ÞOLHRESS enda með stórt BROS eftir að hafa OLSENEA hægri/vinstri. VÁSE eftir að hafa kastað fólki í börur og SAGÁ til og frá. Eftir þetta allt saman var jú auðsynlegt að taka smá HVÍL áður en Anna var hnoðuð til helvítis og blásið í hana lífi. Síðan var deilt um hvorum um hækkandi eða lækkandi IKÞ á mörkuðum væri um að ræða. Eitt má þó öruggt teljast að flestir séu komnir með áunna sykursyki eftir þessa helgi.
Þetta var bara ágætasta skemmtun þó svo að ekki hafi gefist mikill tími til að kynna sér menningarlíf Skagamanna en létum við sögur af því duga og skálduðum í restina. Skyldi einhver vera forvitin og sjá hvað okkur gekk til með öllu þessu er rétt að benda á myndir. Sjálft Jarlaskáldið geymir sínar myndir hér og svo Litli Stebbaingurinn felur sinn afrakstur hér.

Kv
Nillarnir

E.s Ef Edda Björk les þetta þá er rétt að benda henni á, sem yfirlesara í 3 útgáfu, að það er vitleysa á síðu 14. Vorum bara að spá hvernig hætta á losti eyskst við minnkandi vökvatap. En það er svoleiðis amk skv töflunni

mánudagur, október 06, 2008

Takk fyrir matinn, hann var góður!



Hin árlega matarveizla La Grande Bouffe var haldin nú um nýliðna helgi. Þar voru saman kominn til éta á sig og skemmta sér í góðum hóp:

Lederhosen Hanz
Aron
Ásdís
á Hulk


Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
á Afa


Stebbi Twist
VJ
Bogga
komu á Nasa


Hlunkurinn
Adólf
á Krúsa


Kaffi
Jarlaskáldið
á Fífí

Þessa góða fólk kom á flöskudeginum. Sötraði öl, át snakk og fór í pottinn.

Laugardagur rann upp bjartur og fagur. Fyrsta skrefið var að möndla morgunmat sem var amerískar pönnukökur, sýróp, smjör, egg og beikon. Fljótlega var farið í bíltúr þar sem rangur misskilningur átti sér stað og vitlaus afleggjari valin. Slóðinn var síðan ekið uns honum lauk. Amk var þetta ný leið sem engin hafði farið svo þetta var ekki alslæmt. Í sárabætur var bara farið í sund í staðin í Hrunalaug.
Svo eftir að í bústaðinn var komið hófst matseld. Þá komu síðustu átvaglarnir

Hvergerðingurinn
Margrét
á Pass

Úff hvað maturinn var síðan góður og allt sem við átti að éta með því. Best að hafa þetta ekkert lengra heldur leyfa fóki bara að njóta mynda bæði til að rifja upp sem og sjá hverju það missti af.
Skáldið hefur sínar myndir hérna og hins vegar er hægt að skoða frá Litla Stebbalingnum hér

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, október 02, 2008

LGB

Matarinnkaupanemd VÍN fór einmitt í innkaupaferð í dag og verslaði mat fyrir tugi þúsunda ofan í hungraða VÍN-verja. Að flestu leyti var keypt inn í samræmi við áður auglýstan matseðil en þó var sú breyting gerð, þar eð dádýrakjöt var hvergi að finna, að snæddur verður krónhjörtur, sem áður spókaði sig um í skosku Hálöndunum. Fróðir menn segja að ket af krónhjörtum sé jafnvel enn betra en dádýr, þannig að það er bara hið besta mál. Ætti allavega að duga til að bouffast...

Nemdin

miðvikudagur, október 01, 2008

Bíltúr dauðans

Það hefur nú vart farið framhjá nokkrum lesandi manni að La Grande Bouffet er núna um komandi helgi. Þrátt fyrir að megin tilgangurinn sé að éta sig saddann þá snýst nú ekki öll helgin um eldamennsku. Það þarf nú líka að gera eitthvað af sér á laugardeginum og þá hefur bíltúr æði oft orðið fyrir valinu og helst eitthvað jeppó.
Jeppadeildin ætlar ekki að skorast undan ábyrgð og koma nú með tillögur.
Fyrst ber að nefna að einum hafði dottið í hug að kíkja upp að Hagavatni en sá stóri galli er á því að þar er ekki hægt að taka hring.
Annað er fara Tangaleið þe frá Gullfossi og að Hólaskógi (þar sem er ekki stingandi strá).
Svo væri líka í stöðunni að fara Skáldabúðaheiði og taka síðan Tangaleið annaðhvort til austurs eða vesturs. Líka er hægt að halda áfram í norðurátt að Sultarfitum. Taka slóða þaðan inná Gljúfurleit og enda við Stultartangastöð.
Hver svo sem loka niðurstaðan verður þá er það lagt til að endað verði í Hrunalaug. Þar sem þetta verður á laugardegi er vel við hæfi að skella sér í laug og lauga sig. Enginn vill heldur vera skítugur við matarborðið um kveldið

Kv
Jeppadeildin

þriðjudagur, september 30, 2008

Matseðill dauðans



Hluthafafundur var haldin hér í Grafarvoginum í gærkveldi. Eftir miklar vangaveltur og samtöl við ráðgjafa var matseðill fyrir Matarveizluna miklu ákveðin ásamt því að skipta niður hlutverkum. En hér verður matseðilinn birtur í heild sinni.

Morgunmatur:
-Egg
-Beikon
-Lummur

Fordrykkur:
-Mojito

Forréttur:
-Humar og það sem við á að éta

Aðalréttur
-Bambi
-Villibráðasósa
-Kartöfluréttur
-Eplasalat

Eftirréttur
-Eplabaka með kanel og ís ásamt súkkulaði spænum.

Maður er bara strax orðinn svangur við að skrifa þetta og fær vatn í munninn við tilhugsuna að borða þetta á laugardaginn.

Kv
Manneldisráð

mánudagur, september 29, 2008

Áttvillingar




Við V.I.P. drengirnir vorum sendir út af örkinni síðustu helgi með áttavitann einan að vopni í þeirri veiku von um að geta fundið svo leiðina heim. Skemmst er frá því að segjast að öllum tókst að skila sér til baka úr Tindfjöllum.
Sé svo ólíklegt að einhver kjaftur hafi áhuga þá má skoða hvað gekk á um helgina. Skáldið hefur sett sínar myndir inn hér og Litli Stebbalingurinn hérna.

föstudagur, september 26, 2008

Búffidíbúff



Nú er aðeins vika í Bouffið og því ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi. Hefur því verið ákveðið að hafa hitting í Frostafold 14 hjá Stebba á mánudagskvöld kl. 20.00 og ákveða þar matseðil og skipta með okkur verkum. Þá eru líka síðustu forvöð að boða komu sína í Bouffið, þar sem ekki verður gert ráð fyrir fleirum en þeim sem það hafa gert að fundi loknum. Allir að mæta, engar afsakanir teknar gildar. Hvað er betra en að bouffast?

Nemdin

fimmtudagur, september 25, 2008

Saga LGB: Part IV

Árið er 2003 og stefnan er tekin austur á Flúðir. Það var frekar fámennur hópur sem lagði í´ann á flöskudagskveldinu eða bara fjórir einstaklingar á tveimur bílum og farið var yfir Mosfellsheiði og Gjábakkaveg. Þetta fóru

Jarlaskáldið
Stebbi Twist

á Lilla

og þá hjónaleysin

Maggi Brabra
Elín

á Lúxa.

Frekar rólegt var yfir hópnum um kvöldið en þó voru nokkrir baukar, jafnvel station, kláraðir, étið snakk og skellt sér í pottinn.

Vaknað var í fyrra fallinu á laugardagsmorgninum enda stóð til að fara að jeppast. Sem og vígja Lilla í óbyggðum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið í upphafi október þá var hvít filma yfir öllu er út var litið. Leiðin dag þennan lá í Gnúpverjahrepp og þar upp á Skáldabúðaheiði. Er komið var á Tangaleið beygðum við í vestur átt til að enda aftur á Flúðum. Er komið var til baka hafði engin skilað sér austur. En það átti nú heldur betur eftir að breytast.
Fyrst á svæðið voru

Tiltektar-Toggi
Dilla
Alda

á Mitsa

Siðan komu aðrir þungaviktarmenn í kjölfarið. VJ, Gvandala-Gústala, Tuddi Tuð og Snorri með einhvern gest. Jökla-Jolli og Ríkey mættu svo er tekið var til matar.
Talandi um mat þá man sagnaþulur ekki hvað var í forrétt en tarfurinn hrefna var grillaður sem aðalréttur. Fínasta kjöt það.
Þegar leið á kveldið kom Adólf flestum á óvart með verðlaunaafhendingu en þarna var Bokkan veitt í fyrsta skipti og hefur verið veitt ætíð síðan. Þeir sem fengu þetta árið voru

Litli Stebbalingurinn fyrir óheppni ársins
Skáldið fyrir dauða ársins
VJ fyrir friðarspillir ársins
Magnús frá Þverbrekku fyrir aumingi ársins


Allt gekk svona og svona. Amk stóráfallalaust fyrir sig og held ég að allir hafi náð svo að skila sér heim á messudegi.
Skemmtileg tilbreyting er að það voru myndavélar með í för þarna. Maggi er með sínar til sýnis hér. Síðan má skoða frá þáverandi hirðljósmyndaranum hérna

Kv
Manneldisráð

mánudagur, september 22, 2008

Saga LGB: Part III

Nú er komið að árinu 2002 og þá var Matarveizlan mikla haldin í Ölfusborgum eða Ölvunarborgum eins og gárungarnir vilja nefna staðinn. Er það samdóma álit flestra að þetta sé lakasta LGB hingað til og verður vonandi svo um ókomna framtíð. Ástæður þess eru líklegast nokkrar og ma lítill og óhentugur bústaður, nálægðin við Hveragerði, sáum ljósin allan tíman og nánast í bakgarðinu á heilzuhælinu. En hvað um það.

Flöskudagskveld eitt í upphafi nóv.mánuðar var haldið sem leið lá austur yfir Hellisheiði. Fyrst fóru og í samfloti:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

á Willy.

Maggi á móti
Elín
Adólf

á Pela.

Seinna um kvöldið komu svo

Justa
VJ
Tiltektar-Toggi

á Bronson

Síðust mætti svo Hrafnhildur.

Allt fór fram með kyrrum kjörum þarna og bauð Alda upp á ammælis súkkulaðiköku og mjólk. Takk fyrir það.

Laugardaginn rann upp kaldur og bjartur. Eftir að hafa komist að því að búið væri að loka gufunni og horfa á City hafa sigur á nágrönnum sínum var haldið í Hnakkaville. Þá hafi Magnús frá Þverbrekku mætt á svæðið og var hálf slappur greyið. Sumir fóru þar í sund en aðrir fóru í böku og bolta.
Er komið var til baka var farið að huga að matargerð. Blaðlaukssúpa í forrétt og folaldalundir í aðalrétt. Æði ljúft. Það átti nú heldur betur eftir að bætast í hópinn.

Jolli og Ríkey mættu í matinn. Dilla tók sér smá pásu frá læknabókum og kom rétt eftir mat ásamt því að sjálfur meistarinn Kiddi Rauði kom líka hress og kátur að vanda.
Eftir mat hófst almenn drykkjulæti og því miður endaði kvöldið frekar leiðinlega. Einhverjur gaflarar í næsta bústað voru ekki hressir með blaut handklæði og til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá endaði kvöldið með því að VJ var nefbrotinn.
Eðlilega datt aðeins stemning úr hópnum við þetta þó sumir hafa varla tapað gleðinni. Hvað um það.

Fólk var svo misþunnt á sunnudeginum og eftir tiltekt var bara komið sér heim.
Var það niðurstaða þessarar helgi að fara aldrei aftur í Ölfusborgir sama hvert tilefnið er.
Ekki eru til neinar myndir á lýðnetinu úr þessari bústaðaferð. Sem er kannski ágætt.
Það er samt engin ástæða að leggjast í eitthvað þunglyndi heldur bara að láta sér hlakka til 3.okt.

Kv
Manneldisráð

sunnudagur, september 21, 2008

Saga LGB: Part II

Jæja, þá heldur sögustundin áfram og nú er komið að árinu 2001. Þar sem sagnaþulur var við nám erlendis á þessum tíma, að afla þekkingar og vizku fyrir land og þjóð, þá verður þessi hluti í styttra laginu. Sömuleiðis verður einungis byggt á sögusögnum og munnmælasögum.
Haustið 2001 var La Grande Bouffet haldið við Apavatn. Grillað var læri og víst mikið drukkið. Sögur segja að sumir hafið sofið í bílnum sínum aðfararnótt messudags. Hafi einhver meira við þetta að bæta skal þeim sama bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Því miður eru engar myndir af þessari veizlu á netinu. Hvort sem það er vegna þess að ekki var stafræn myndavél með í för eða hreinlega að myndirnir séu ekki birtingarhæfar skal ósagt látið.

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, september 18, 2008

Saga LGB:Part I

Það hefur vart farið framhjá neinum sem les þessa síðu reglulega að fyrirhuguð er Matarveizlan mikla nú eftir tvær vikur. Eftir mikið japl, jamm og fuður er komið húsnæði á Flúðum er ekkert nema gott um það að segja.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve V.Í.N. er félag mikila hefða og er La Grande Bouffe ein þeirra stærst. Þar sem veizla þesssa árs er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að fara yfir söguna á bakið þetta allt saman. Verður það gert núna og einhver næstu kveld. Góða skemmtun

Það var í lok ágúst mánaðar aldamótaárið 2000 að VJ áskotnaðist bústaður við Kirkjubæjarklaustur í gegnum Ella rafmagn. Átti hann bókaðan bústaðinn en þurfti að rjúka til Köben að selja eða kaupa þráðlaust rafmagn og við græddum á því. Það tókst síðan að smala saman fimm drengjum saman með stuttum fyrirvara, ca hádegi á flöskudegi, til að koma í bústaðaferð austur. Nánast strax var ákveðið að hafa sameiginlegan kveldverð á laugardagskveldinu og það þarf vart að koma neinum á óvart að rolluafturhásing ásamt tilheyrandi meðlæti varð fyrir valinu. Einfalt og þægilegt.
Það var síðan brunað sem leið lá austur á boginn um kveldið á tveimur bílum

VJ
Stebbi Twist
Jökla-Jolli

á Hispa

og í kjölfarið komu

Tiltektar-Toggi
Maggi Móses (sem var ágætlega í glasi við komuna)

á Woffa.

Eitthvað að bjór var drukkið á föstudagskveldinu og spjallað.

Eftir tímatökur og morgunmat á laugardeginum var farið að huga að því að koma sér af stað. Ætlunin var að taka bíltúr um Lakagíga og tróðum við okkur 5 stykki í Hispa og héldum sem leið lá. Ferðin gekk vel og ekki er annað hægt að segja en vel hafi farið um okkur sem sátum afturí. Við komust svo hringinn á benzíngufunum en tókum smá stopp við Fjaðurá og röltu nokkrir Fjaðrárgljúfur. Nokkuð magnað.
Eftir að skyggja tók var hafist handa við matar-og sósugerð. Er það mál manna að vel hafi tekist til og allir urðu saddir jafnvel úttróðnir af mat þetta kveld. Komist var líka að annari niðurstöðu en það er ekki mikið líf á Klaustri á laugardagskveldi fyrir utan einn hund. Kannski eins gott því menn voru illa saddir þetta kveld.
Sunnudagurinn þá var bara farið þjóveginn heim enda menn ennþá á meltunni.
Þarna var nú upphafið á þessu öllu saman og til eru myndir frá þessu. Þær má skoða hér.

Kv
Manneldisráð

þriðjudagur, september 16, 2008

LGB: Taka 735



Jæja, mál eru aðeins farin að skýrast varðandi LGB 2008. Búið er að panta bústað þann sem sjá má á mynd hér að ofan. Hann er á Flúðum og eins og sjá má er nóg pláss til að tjalda fyrir framan og svo mun jafnvel vera svefnloft á staðnum þannig að það er pláss fyrir alla. Dagsetningin er 3. október, það styttist í þetta, og nú er að finna matseðil. Skilaboðaskjóðan hér fyrir neðan er opin fyrir hugmyndum varðandi hann. Go nuts.

Nemdin

mánudagur, september 15, 2008

Nillar



Ripp, Rapp og Rupp létu loks verða að því nú um daginn að mæta á nýliðakynningu og í kjölfarið hafið þjálfun sem björgunnarsveitarhermenn. Fyrsti liðurinn í þeirri þjálfun var núna um síðustu helgi og fólst í því að ganga Heiðina Há, gist var í Ármannsskála í Bláfjöllum og síðan rölt niður í Lækjarbotna á messudag. Þrátt fyrir vætutíð þá lifðu allir þetta af og held megi segja sluppu sæmilega vel heilir frá þessu öllu saman.
Hafi einstaklingar áhuga að sjá hvernig þetta fór allt saman fram má gera það hér.

(Uppfært 16.09.08)

Ekki sökum að spyrja en Skáldið henti inn sínum myndum í gærkveldi og afraksturinn má sjá hér

Kv
Nýliðarnir

fimmtudagur, september 11, 2008

LGB 2008



Rétt eins og Skáldið kom að í ritlingi hér að neðan þá er farið að styttast betur heldur í Matarveizluna miklu þetta árið. Í kjölfarið fóru nokkrir aðilar á fullt við að leita að hentugu húsnæði fyrstu helgina í oktober. Eru núna, í þessum skrifuðu orðum, fáeinir staðir sem eru nú í athugun.
Er það mál manna í undirbúningsnemdinni að ágætt væri að fá að sjá nokkurn veginn hve margir hafa hug á því að láta sjá sig og éta á sig gat. Ekki væri verra ef einstaklingar myndu nú barasta staðfesta sig í leiðinni. Slíkt myndi verða gjört í athugasemdakerfinu hér að neðan. Er þetta gert til þess að sjá hvaða kofa sé málið að negla niður. Þegar það er svo komið verður farið að huga að matseðlinum.

Kv
Manneldisráð

miðvikudagur, september 10, 2008

La Grande Bouffe

Jæja, þá er það stóra spurningin, hvar og hvenær á að halda Bouffið í ár? Eftir umræður undirbúningsnefndar er dagsetningin 3. október talin heppilegust, og skal því stefnt á hana.
Annar og stærri höfuðverkur er hvar halda skuli gjörninginn. Það lítur út fyrir að nokkur fjöldi hafi áhuga á að mæta svo ekki veitir af stóru húsi, eða jafnvel fleiri en einu. Eru það því eindregin tilmæli undirbúningsnefndar að VÍN-liðar og velunnarar þeirra, sem hyggjast mæta í veisluna, kanni allar grundir í kringum sig, t.d. á Rafiðnaðarsambandið að sögn sæmilega stór hús í Svignaskarði og við Apavatn og Efling líka í Svignaskarði, bara svo eitthvað sé nefnt. Um að gera að tékka á þeim og öllu öðru sem fólki dettur í hug. Þetta er ósköp einfalt, ef allir halda að einhver annar muni sjá um þetta gerist ekki neitt. Sjálfur er ég búinn að tékka á mínu félagi og fékk hús helgina á eftir sem má nota ef ekkert betra býðst, en það er bæði of lítið og óheppilegur tími.

Góðar stundir.

mánudagur, september 08, 2008

Í réttum er þetta helst



Það er viss haustboði þegar réttir landsins hefjast. Síðustu ár hefur landbúnaðardeild V.Í.N. lagt leið sína í rétt eina hér á landi. Reyndar með undantekningu í fyrra. Helst telst það til tíðinda að VJ lét loks sjá sig.
Farið var í tveimur holum í því fyrra voru

Hafliði
Adólf
Jarlaskáldið

á Sigurbirni

Eitthvað á eftir þeim fóru svo tveir drengir

Stebbi Twist
VJ

og kom Nasi þeim á staðinn sem og að bera tvo hjólhesta að auki.

Flöskudagurinn var frekar rólegur enda var vaknað snemma á laugardeginum og hafist handa við að draga fé í dilka. Gekk það með ágætum. Um hádegi var farið að reka féið heim á bæ. Þar komu hjólhestafákarnir við sögu og kom það heimamönnum spánskt fyrir sjónum að sjá slík tæki til smölunnar á íslensku sauðkindinni. En það verður að segjast að hjólhestarnir komu vel út í þessu verkefni. Allt var með hefðbundnu sniði, Kjötsúpa, heimarétt, hangið læri, söngur og réttarball. Fínasta stuð alveg hreint. Sunnudagurinn var svo mis lagskýjaður hjá fólki.
Sé vilji hjá lesendum að sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér og hérna.
Landbúnaðardeildin þakkar fyrir sig

Kv
Samvinnuhreyfingin

fimmtudagur, september 04, 2008

Kjalnesingasaga



Núna síðasta þriðjudag var V.Í.N.-ræktin á dagskrá í enn eitt skiptið í sumar. Líklegt má nú telja að þetta hafi verið með þeim síðustu dagskrárliðunum þetta sumarið. Sjálfsagt má búast við því að einhverjum gönguferðum og jafnvel einstaka hjólaferðir verði á laugardögum í haust. Svona þegar dauður tími finnst til þess.
En hvað um það. Að þessu sinni var haldið í Esjuhlíðar en þó ekki upp Þverfellshorn. Ekki eins og við því væri að búast. Kerhólakambur lá undir fótum vorum að þeir sem þarna skunduðu upp voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Uppferð og niðurferð gengu ágætlega og því óhætt að segja að leiðangurinn hafi heppnast. Reyndar voru menn í síðasta fallinu með dagsbirtu að gera en allt fór þó vel. Ef þetta var lokahnykkurinn þá var þetta ágætis endir á góðri V.Í.N.-rækt þetta árið.
Myndir, jú teknar voru myndir og má skoða frá Skáldinu hér og Litla Stebbalingnum má sjá hérna.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, september 01, 2008

Síðsumarbústaðarferð



Þó svo að stefnan hafi verið tekin á tjaldútilegu um síðustu helgi þá endaði það með því að allir gistu með þak yfir höfuðið.
Svenni Sjöþúsundkall útvegaði bústað á kunnulegum slóðum við Kiðjaberg og frétti undirritaður að þangað ætti að fara seinni part laugardags. Sá sami kom nú reynda síðastur á svæðið.
Þar voru fyrir:

VJ
Jarlaskáldið
Svenni Sjöþúsund
Gaui
Krummi
Agnes
Bogga

En þess má geta að fjögur úr hópnum komu við í Hrunalaug. Svo nú er komin pressa á að taka þar umferð í heimsbikarmótinu í Sprettlellahlaupi.
Allt fór svo fram eftir hefðbundinni dagskrá bjór, grillað, drukkið bjór, spilað, pottaferð,sprettspellahlaup, tónlistarhlustun og pönnsur.
Síðan var legið í þreytu og leti fram eftir á messudag. Reyndar bættum við einu ,,fjalli´´ við í tindatalið. Svona áður en farið var út að borða. Þríréttað á KFC. Ekki slæmt það.
Sé áhugi má skoða myndir hér

Kv
Bústaðardeildin

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Núna tekst það



Þá er kominn ný vika og mánaðarmót rétt að bresta á með haustið hinum megin við dyrnar. Af örsökum sem ekki verða tíundaðar hérna þá var V.Í.N.-rækt síðustu viku frestað. Núna á þriðjudaginn er stefnan að taka aftur upp þráðinn og halda upp Kerhólakamb á Esjunni. Það er nú farið að styttast í annan endan á formlegri dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og síðasti sjéns að bregða sér með.
Hittingur þá eru það kunnulegar slóðir eða N1 benzínstöðin í Mosó. Ættum aðeins að kannast við okkur þar. Ætli það sé ekki fínt að hafa tímann 19:00. Sum sé þriðjudagurinn í Mosó og Kerhólakambur

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Þingfundi frestað

Það hefur nú vart farið framhjá nokkrum manni sem á annað borð les þessa síðu (þessum örfáu) að á þriðjudögum með nokkrum undantekningum hefur líkami og sál verið ræktað. Kannski má segja með misjöfum árangri en vonandi allir sáttir sem hafa farið með.
Nú ætlar nemdin að bera fram þá ósk að V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna sem á að vera ganga upp á Kerhólakamb verði frestað um eina viku af nokkrum örsökum. Hafi fólk eitthvað við það að athuga er það vinsamlegast beðið um að tjá sig í athugasemdkerfinu hér að neðan. Skiptir þá engu hvort það er þessari tillögu samþykkt eða ekki nú eða hafi ekki skoðun á því þá er orðið opið.

Kv
Göngudeildin

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Hjólavatnstúr



Þrátt fyrir að sumri sé heldur betur halla og það jafnvel undan fæti þá heldur V.Í.N.-ræktin sinni áætlun. Eins og var búið að auglýsa fyrr í vikunni var stefnan tekin á Hafravatn þetta þriðjudagskveld. Þrír drengir hittust svo við Nóatún í Grafarholtinu og þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið

Byrjað var á því að kíkja aðeins á Reynisvatn og það tókst svo að finna stíg eftir að hafa farið smá strumpaleið. Við fylgdum stíg þessum uns komið var á reiðstíg sem hjólað var eftir. Alla vega þá tókst að komast að Hafravatni. Síðan var haldið áfram að stíga á sveif og það alla leið yfir í Mosfellssveit. Þar var Ísalpskálinn skoðaður í bak og fyrir. Eftir ítarlega skoðun var haldið áfram og nú bara eftir malbikuðum stígum uns komið var í Grafarvog. Við Gufuneskirkjugarð skildust svo leiðir og allir þrír úthverfaprinsarnir heldu hver sína leið heim. Engu að síður fínn hjólatúr í blíðviðri og þakka þeim sem nenntu með.
Fyrir hina þá er hægt að skoða myndir úr ræktinni hér

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, ágúst 18, 2008

Hafragrautur



Þá er loksins komið að því að draga hjólhestana aftur fram úr geymslunni og brúka þá í V.Í.N.-ræktinni núna komandi þriðjudag. Nú skal hjólað í átt að Hafravatni og jafnvel eitthvað um þær slóðir ef vel liggur á mannskapinum.
Ætli það sé ekki skást að hafa hitting við tíkina í túninu í Grafarholtinu og eigum við ekki að segja kl:19:00. Það er svona orðinn þokkalega sígildur tími. Hugsanlegt að Skáldið vilji eitthvað um tímasetninguna að segja og að sjálfsögðu mun hjóladeildin verða við óskum þess. Bara að sem sem flestir komi til með að sjá sig og komi sér í smá form fyrir drykkjuómenningarnótt.

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Hressleiki

Það er eitthvað lítið að gerast þessa dagana. Hressum okkur upp með myndbandi:

föstudagur, ágúst 15, 2008

Mamma, ég er svangur!



Nú þegar sumarið er senn á enda og sláturtíðin framundan. Já, líkt mörgum V.Í.N.-liðanum er von og vísa þá verður tekið slátur í stórum stíll. Það er fátt sem jafnast á við slátur og kjamma. Talandi um það. Það hefur verið órjúfandi hefð hjá V.Í.N. á hverju hausti að safnast saman í bústað og éta þar á sig gat.Einhver tjélling sagði eitt sinn ,,að ekki væri ráð nema í tíma sé tekið´´. Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn hafa aðeins rætt þess mál sín á með rafrænum orðum og varð niðurstaðan sú að tími væri kominn að fara að vinna í þessu máli.
Fyrsta skrefið væri kannski að finna góða og hentuga helgi. Komið hefur upp í umræðunni að sniðugt væri að halda þetta fyrstu eða aðra helgina í október, þ.e. finnist rétti bústaðurinn. Síðan væri fínt að heyra frá fólki hvort það hafi hug á því að mæta, hvort sem það væri alla helgina, eina nótt eða bara í matinn. Ekki vera feimin og verið óhrædd við að tjá ykkur í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Svo nú er bara að leggja höfuðið í bleyti með matseðil og fara gera tilraunir í
eldhúsinu. Sömuleiðis væri ágætt ef fólk ,sem tök hefur á, gæti tjékkað á bústað á góðum stað.

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Tindurfit



Ef dagurinn í dag var með þeim síðustu góðviðrisdögum þessa sumars þá var hann nýttur vel en þar til þess að skreppa í smá bíltúr. En tveir Flubbar og aukaheiðurs meðlimur fóru af stað úr bænum. En þetta voru:

Stebbi Twist
Maggi á Móti
Eldri Bróðurinn

Var svo Fimman fararskjóti vor

Fyrsti viðkomustaðurinn var við skálabyggingu FBSR í Tindafjöllum. Eftir úttekt þar sem og við þar sem Ísalparskálinn stóð var ekið sem leið lá Tindfjallahringur og niður á Keldur. Síðan var Heklubraut tekin uppeftir og endað í pulsustoppi á Landvegamótum.
Fínasta jeppó í fínu veðri. Hafi fólk áhuga er hægt að kíkja á myndir úr túrnum hér.

Kv
Jeppadeildin

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Komin í gagnið aftur



Þá er V.Í.N.-ræktin rúlluð aftur að stað eftir smá hvíld. Rétt eins og var auglýst hér þá var skundað í Stóra-Meitill núna fyrr í kveld. Það voru svo fjórir dregnir (mínus einn og plús annar) sem lögðu af stað frá Þrengslunum. Þetta voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Var þetta verk alveg prýðilegt eftir þessa pásu og tók alveg hæfilega á, bæði í tíma sem og líkamlega. Nenni eiginlega ekki að hafa þetta mikið lengra og eru sjálfsagt flestir fegnir því. Því er bezt bara að benda fólki á myndir úr túrnum.
Rétt eins og sjá má þá var Skáldið með og var hann líka vopnaður stafrænni myndavél. Fastlega má búsast við að kappinn verði búinn að setja sínar myndir fljótlega á lýðnetið. Líkt og hanz er von og vísa.
Hvað um það en sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Hamar og stóran meitill



Þá er loks komið að fyrsta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni þennan mánuðinn. Líkt og síðast þá hefur sú einræðislega ákvörðun verið tekin að færa þennan lið um einn dag eða fram á miðvikudag. Af sömu ástæðu og síðast.
Nú skal gengið á Stóra-Metill í Þrengslunum og ætti það að vera á hvers manns færi. Hittingur skal verða við Gasstöðina við Rauðavatn kl:19:00 á miðvikudag n.k og þar verður raðað í bíla og ekið áleiðis uns göngu skal byrja.
Sum sé V.Í.N.-rækt frestast um dag og fer fram á MIÐVIKUDAG nk og þá skal það verða Stóri-Meitill. Vonandi að sem flestir láti sjá sig.

Kv
Göngudeildin

E.s. sem þetta ritaði skrapp í stuttan hjólatúr í dag ásamt Eldri Bróðurinum. Hjólað var frá Stíflunni og niður í Nauthólsvík og síðan kíkt aðeins í bæinn. Að lokum var ferðin nýt og Afi sóttur sem kom okkur örugglega upp í úthverfin aftur. Myndavélin var höfð meðferðis og afraksturinn má skoða hér

laugardagur, ágúst 09, 2008

Skorrahjóladalur



Svona rétt eins og kom fram hér í færslunni að neðan var stefnan tekin á Skorradal um helgina. Þrátt fyrir yfirlýstan áhuga allnokkura þá varð mæting heldur dræm þegar á reyndi. Taka skal það fram að fyrirvarinn var heldur stuttur. En engu að síður var ekki margmennt nema tvímennt geti talist til margmenni. Þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Yngri Bróðurinn

2.stk Gary Fisher og sá Nasi um að koma mönnum og hjólum til og frá Reykjavík.

Eftir kveldverð á flöskudagskveldið var ekið sem leið lá um Uxahryggi og komið við í Krosslaug þar sem menn komu heilagir upp úr. Fínasta laug þrátt fyrir að varla getað talist með þeim stærri. Er í Skorradal var komið var tjaldið í Selskógi, hjólin græjuð stuttu síðar var gengið til svefns.

Vaknað var hæfilega snemma á laugardag og eftir loka undirbúning var lagt af stað. Ekki var komið langt á leið er Yngri Bróðurinn þurfti að snúa við vegna dúndrandi höfuðverks. Var ekkert annað í stöðunni fyrir Litla Stebbalinginn nema halda einn áfram hringinn. Þar sem engar voru verkjatöflur með í för ætlaði kauði að bruna í Borgarnes og útvega slíkt og koma svo á móti Stebbalingnum. Skemmt er frá því að segja að undirritaður fór mestan hluta leiðarinar einn síns liðs en Yngri Bróðurinn kom svo á móti er ca 10 km voru eftir. Það verður að segjast að þetta er æði skemmtileg leið og má alveg endurtaka við betra tækifæri og þá vonandi með fleiri þátttakendur
Ný sundlaug, við Kleppjárnsreyki, var vígð og er það hin sæmilegasta sveitalaug. Er sundferð lauk átti að grilla en fyrst var það smá kría. En viti menn þá byrjaði að rigna og við það duttu menn aðeins úr stuðinu þar sem ekki virtist ætla að stytta upp. Var það því niðurstaðan að pakka niður og koma sér í bæinn.
Það var síðan farin æði skemmtileg leið til að komast niður á þjóðveg nr:1 eða línuveginn yfir Skarðsheiði sem undirbúning fyrir næstu hjólaferð. Fínasta jeppó það og skemmtilegasti slóði. Það var síðan rúmlega 22:00 sem komið var aftur í borg óttans.Hafi einhver áhuga og nennu má sá hinn sami skoða myndir en til að nálgast þær er það gert hér

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jói á hjólinu



Það telst nú varla til tíðinda að þegar helgi nálgast að sumarlagi þá fara V.Í.N.-verjar að huga sér til hreyfings. Jafnvel líka þó það sé mið vika.
Með aðstoðar fjarfundarbúnaðar var nú fyrr í kveld ákveðið að kýla loks á það að hjóla í kringum Skorradalsvatn. Kannski ef heppnin verður með oss þá sjáum við orminn ægilega. Ætlunin er að fara annaðkveld og slá upp tjaldbúðum í Selskógi, hugsanlega ástunda örlítil aðalfundarstörf þar. Ef stuð verður á mannskapinum er spurning með að kíkja í Krosslaug nú eða bara bíða með það fram á sunnudag.
Síðan er stefnan að stíga á sveif á laugardag og hjólhestast sem leið liggur hringinn um Skorradalsvatn. Þar sem þetta er nú ekkert alltof langt frá höfuðborginni ætti að vera lítið mál fyrir fólk að hitta okkur á laugardag hjóla með okkur og fara síðan heim aftur komi það betur fyrir fólk. Sömuleiðis er öllum velkomið að kíkja á okkur á laugardag, grilla og tjalda ef það nennir ekki að hjóla eða bara grilla. Nú eða bara koma með á morgun og vera þá grunnbúðarstjórar. Bezt að hver og einn hafi bara frjálsar hendur með það. Að sjálfsögðu verður svitinn skolaður af í einhverri sveitalauginni.
Sunnudagur þá verður bara fundið sér eitthvað skemmtilegt að gjöra og góð leið heim. Passa bara að koma heim fyrir Top-Gear.

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Vaðallundur



Þrátt fyrir að menn væru enn að jafna sig eftir Þjóðhátíð þá ákváðu Bogi og Logi að nota aðeins sumarfríið og skella sér úr bænum. Það var nú frekar lágskýjað svo lendingin var að hafa þetta allt saman í auðveldari kantinum. Eftir nokkrar vangaveltur og hafa rýnt í veðurkort varð niðurstaðan að halda ve(r)stur á bóginn. Tjalda í Bjarkarlundi og koma við í laug á leiðinni. Svo skyldi gengið á Vaðalfjöll.
Það má alveg segja að þetta plan hafi gengið eftir. Það var lagt´ann seinni part þriðjudags. Grafarlaug var prufuð á leiðinni á næturstað og var sú laug svona lala en það er allavega búið að prufa. Þegar á næturstað var komið og tjöldun lokið (það er hátíð að reka niður tjaldhæla í Skaftafelli í samanburði við Bjarkarlund) var grillað léttmeti. Fljótlega eftir kveldhressingu var farið í draumaheima.
Um hádegi var haldið til fjalla og var gangan alveg hæfileg m.v ástand manna en gangan var fremur auðveld og útsýni gott af toppnum. Göngusvitinn var skollaður í burt í Grettislaug á Reykhólum.
Smá krókur var tekinn á heimleiðinni m.a komið við á partíeyrinni Borðeyri og í gegnum Borgarfjörðinn. Nenni ekki að rita meiri texta en bezt að láta myndir tala sínu máli en það má gjöra hér

mánudagur, ágúst 04, 2008

Þjóðhátíð 2008



Þá er enn eini Þjóðhátíðinni lokið. Þess má til gaman geta að hjá Litla Stebbalingnum þá nálgast það óðum að hann nái einum og hálfum tug í fjölda. En hvað um það.
V.Í.N. átti nokkra fulltrúa í Eyjum þetta árið líkt og mörg önnur. Allt gekk vel fram og svona innan hæfilegra marka. Fyrir þá sem voru uppi á fastalandinu eða ef menn vilja rifja upp helgina þá eru komnar inn myndir.
Góða skemmtun

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Den Gamle Kongevej



sem þetta ritar, sem og flest annað á þessari síðu, fór í dag sem aukaheiðursmeðlimur í æfingaferð með bílaflokki FBSR. Það var hittingur við Gasstöðina og þar voru samankomnir 3 flubbar og ein boðflenna. En þetta voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Brabrason

Byrjað var á því að skrölta gamla kóngsveg og endað á pullu á Þingvöllum. Síðan var aðeins tekin staðan á Leggjabrjóti. Síðan var endað á því að fara Mosfellsheiðina og Seljadal heim. Sæmilegasti bíltúr í blíðviðrinu. Sé vilji til þess er hægt að skoða myndir úr túrnum hér.

Kv
Jeppadeildin

Skítlegt eðli



Svona eins og kom fram hér og hér þá fór V.Í.N.-ræktin fram þessa vikuna á miðvikudegi vegna vinnuskyldu sumra. Eftir allt saman var þetta gott grín því hitamet var slegið í Reykjavík og allir sáttir.
Við nýja rafveituhúsið í Elliðaárdal hittust þrír drengir sem höfðu hug á hjólaferð. Þetta voru:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Yngri Bróðurinn

Ætlunin var að stiga á sveif í gegnum Fossvoginn og hitta síðan Kópavogsbúann við botn Kópavogs er brunað yrði þar í gegn. Svo upp úr þurru hringdi síminn og þegar svarað var þá boðuðu tvær kvennverur komu sína. Ekki veitir af að hafa fulltrúa hreingerningardeildarinnar þegar heimsækja skal forseta vor. Svo var það við N1 stöðina í Fossvogi þar sem við hittum fyrir þær stöllur. En fyrir forvitna voru þarna á ferðinni

Bogga
Agnes

Þess má til gamans geta að þær eru fyrstu stelpurnar til að taka þátt í hjólhestaferð í V.Í.N.-ræktinni. Guðmundur Magni Ásgeirsson það.

Áfram lá svo leiðin inní Kópavog og áfram í gegn. Að vísu áttum við eftir að pikka einn félaga oss þarna upp og lá hann í mestu makindum er okkur bar að garði. Sjálfsagt hafa flestir gert sér grein fyrir um hvern var að ræða en það er auðvitað enginn annar en:

Blöndudalur

Nú var loks allur hópurinn samankomninn og var því ekkert til fyrirstöðu að koma sér áfram sem leið lá. Ferðin út á Álftanes gekk með ágætum og áttum við gott sightseen í gegnum Arnarnesið. Það þarf vart að lýsa veðurblíðunni sem var slík.
Ekki vildi svo forsetafíflið taka á móti okkur og getur hann bara átt sig. Þar sem V.Í.N. er mikið menningarfélag og var eitt sinn menningarfélag evrópu árið 2000 þá þótti það mikið ráð að taka út bæjarknæpuna, Bess-inn, ekki er beint hægt að fara fögrum orðum um þann stað en ölið var ekki verra fyrir það.
Síðan var barsta skundað sem leið lá heim. Farið var í gegnum Garðabæ og síðan er í bæinn hanz Gunnars var komið fór að týnast úr hópnum. En sá sem þetta ritar fór amk Kópavogsdalinn, gegnum Mjódd og endaði í Elliðaárdalum áður en heim var endað.
Þakka bara fyrir mig, frábæran hjólhestatúr og góðan félagsskap.
Ef fólk vill rifja ferðina upp nú eða sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér.

Kv
Hjóladeildin