þriðjudagur, desember 24, 2013

Gleðilega sólrisu



V.Í.N. sendir öllum sínum gildu limum sem vinnum og velunnurunum hugheilar jólakveðjur.
Hafið það sem sem allra bezt á þessari sólrisuhátíð

laugardagur, desember 14, 2013

Aðventa í Agureyrish fjórðungi



Núna um síðustu helgi skruppum við litla fjölskyldan í okkar árlegu aðventuferð til Agureyrish. Þar var ætlunin að skreppa á skíði, skella sér á jólahlaðborð, skunda í jólahúsið og síðast enn ekki síst afsleppi og át.
Við heldum sem leið lá norður á boginn seinni parts Þórsdag úr kulda og frostinu í borg óttans. Þegar við lentum norðan heiða gekk þar á með éljum. Sem er mjög gott. Lítið var nú gjört á fimmtudagskveldinu nema hvað auðvitað fór maður ekkert að sofa fyrr en of seint. Það er svo sem ekkert nýtt.

Flöskudagur rann upp og var frekar kaldur (bara til að herða mann). Þegar hitatölur eru á þessum skala er fljótlegt og þægilegt að malla sér grjónagraut sem og var gjört. Það var gott að fá hita í líkaman og orku. Við þurftum aðeins að stússast áður en við komust upp í fjall. Við skelltum okkur svo upp í Hlíðarfjall sem tók á móti manni með sínu 16 stiga frosti. Við verzluðum okkur bara 2.tíma kort og dugði það vel þar sem fátt var í fjallinu. Þrátt fyrir grimmdarfrost var færi með ágætum og gott var að koma inní strýtuskála til að hlýja sér aðeins.
Þegar skíðun lauk var bara drifið sig í hús og skellt sér í steypibað enda þurfti að fá líf í kaldar tær. Siðan um kveldið var haldið á Hótel Kea til að snæða þar á jólahlaðborði

Það hafði hlýnað um ca 5 gráður þegar vaknað var á laugardag. Við skelltum okkur aftur uppí fjall og tökum þar aftur 2ja tíma kort. Færið hafði harðnað frá deginum áður. En það sem helst telst til tíðinda er að við hittum Snorra sendiherra upp í fjalli. Eftir prýðilegan skíðadag var næzt haldið í vöfflukaffi. Þegar kvelda tók og leið að kveldmat ákváðum við að slá þessu kæruleysi og panta okkur bara flatböku frá Bryggjunni enda skilin ein eftir heima. Svo fór bara kveldið í sjónvarpsgláp og annað hæfilega heiladautt.

Messudagur rann upp. Þarna var skýjað og það leit út fyrir að skyggni yrði fágætt upp í fjalli svo skíðun var slegin af þennan dag. Í staðinn drakk maður bara í sig jólastemninguna í Jólahúsinu og síðan beið mannz bara pönnukökukaffi. Svo kom bara að því að við þurftum að drífa okkur niður á flugvöll til að fara aftur í borg óttans.

En hafi fólk áhuga má skoða myndir frá helginni hér

sunnudagur, desember 01, 2013

Étið á sig gat

                                    


Fyrir rétt svo rúmlega viku síðan var haldin næztum því árlega Matarveizla mikla. En ekki er svo ætlunin hér að fara djúpt í þá helgi annað en segja bara takk fyrir mig

En eitt er þó sem skal segja örlítið frá. Við litla fjölskyldan nýttum okkur það að vera á staðnum og það líka að þarna rétt hjá er eitt smáfell. Á þetta smáfell var stefnan sett á, nú kann margur að smyrja sig hvaða smáfell er verið að tala um en það var Miðfellsmúli. Við þrjú röltum þarna upp með Skottu í burðarpokanum hennar Katrínar. Þetta var frekar létt ganga á annars ágættis fell amk fengum við hið prýðilegasta útsýni þar sem Botnsúlur báru af. En svo sem fátt annað markvert gjörðist þarna og hafi einhver áhuga á myndum má skoða þær hér

mánudagur, nóvember 11, 2013

Sumarið framundan



Þrátt fyrir að árið 2013 sé ekki einu sinni búið og langt, samt ekki svo, í næzta sumar langar mig að koma niður nokkrum hugrenningum.
Langar bara að kanna hvort það sé einhver stemning fyrir því að samstilla sumarfríin hjá gildum V.Í.N.-limum næzta sumar amk að einhverju leyti. Veit að einhverjir kunna að þurfa taka sitt frí á einhverju ákveðnu tímabili og ekki víst að það henti öllum. En allt byrjar þetta á því að skoða málin. Alla vega þætti Litla Stebbalingnum það áhugaverður kostur að geta smalað saman gildum limum í V.Í.N. í góðan 7-10 daga sumartúr sumarið 2014. Kem örugglega til með að minna á þetta þegar fer að líða að því að fólk þurfi að ákveða sumarfríið sitt. Amk er þessu hér með kastað fram

fimmtudagur, nóvember 07, 2013

Burtfarardagur



Messudagur rann upp og það táknaði bara að upp var runinn brottfarardagur. Þar sem við áttum kveldflug þá lá okkur ekkert á og tókum því bara rólega þann daginn. Tókum smá rölt um bæinn. Svo kom bara að því að koma sér niður að lestarstöð og koma sér í flugvöllinn. Við tók svo bara tími á flugstöð sem er eins og flestir vita.
En svona í lokin þá viljum við bara þakka heiðurshjónunum og sendiherrahjónunum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur. Takk kærlega fyrir okkur

En amk er hægt að skoða myndir frá þessum síðasta degi í Svíþjóð hér

fimmtudagur, október 31, 2013

Í útjaðri bæjarinns



Laugardagur til lukku. Dagurinn byrjaði á því að gjöra sér ferð í nýlenduvöruverzlun þar sem ma verzlað var í kveldmatinn og fyrir valinu varð Bessastaðasteik. Auk þess fékk Jóhann laugardagsnammið sitt. Næzt tókum við út sænskan róluvöll. Spurning þar hvort börnin eða hinir fullorðnu skemmtu sér betur þar. Nú við höfðum hug á því að kíkja í búð þennan dag sem staðsett var og er væntanlega í útjaðri Uppsala. Þau heiðurshjón buðust til þess að lána okkur hjólhezta sína sem og hjólakittið fyrir torfærukerruna.
Enn og aftur komst maður að því hvað hjól eru mikil snilldarferðamáti. Þarna hjóluðum við meðfram ánni og gat fylgst með og skoðað það sem var í kring. Þetta er jú gamal og flottur bær. Ekki tókst okkur að rata beint á XXL en það hafðist. Þar fékk Skotta sína fyrstu alvöru útiskó. Svo var bara komið að því að hjóla til baka. Við fórum ekki alveg sömuleið en í sömu átt. Þá fórum við framhjá flestum bílaumboðum bæjarins og svo þegar í bæjarkjarnann var komið hjóluðum við hinum megin við ána m.v hina leiðina. En samt nokkuð ljóst að þegar maður heimsækir sendiherrahjónin næzt verður það að vorlagi eða síðla sumars. Flottir almenningsgarðar þarna sem gaman væri að skoða betur þegar það viðrar til þess.
Kveldið var bara eins og hin fyrri. Góður matur og gott spjall

Myndir frá deginum má skoða hér

miðvikudagur, október 30, 2013

Upp og niður



Flöskudagur og kallinn kominn í gírinn. Dagurinn fór bara að meztu í að rölta um miðbæinn, skoða mannlífið ásamt þvi að vera dreginn í hinar ýmsu sjoppur. En hvað um það. Við kíktum líka í sænska ríkið til að taka aðeins út sænska bruggmenningu. Þessir fjórir voru misgóðir en reynt var að kaupa bæði góða og vondan öl.
Kveldið fór svo líka bara í afslöppun, fékk rauðvín í boði Tiltektar-Togga (kemur á óvart), smökkun á local öli og sjónvarpið hjá þeim hjónum tekið út. En Tiltektar-Toggi átti svo móment kveldsins þegar kauði kveikti upp í arninum. Ekki vildi betur til en svo að íbúðið fór að fyllast af reyk, skorsteininn þarf greinilega á sótara að halda. En prýðilegur dagur

Það má skoða myndir frá deginum hér

þriðjudagur, október 29, 2013

Í annað póstnúmer


Fimmtudaginn var kominn tími að yfirgefa Gavle og halda suður á boginn þar sem megin tilgangurinn var að heimsækja sendiherrahjón V.Í.N. í Svíþjóð. Þar er auðvitað verið að tala um heiðurshjónin Tiltektar-Togga og Dr. Dillu. En fram eftir degi tókum við því rólega í Gavle, áður en haldið var að lestarstöðinni síðla dags.
Eftir ca 1 klst hang í lest komum við til Uppsala þar sem við skunduðum út úr lestinni. Ekki vildi svo vel til að við tókum vitlausa beygju en áttuðum okkur fljótlega á því. Þökk sé google map þá komumst við loks á Freygsvej öll heil á höldnu þrátt fyrir rigningu. Þar tóku þau höfðinglega á móti oss og beið okkar kveldmatur. Megi þau hafa þakkir fyrir það. Kvöldið fór svo bara í spjall og segja kjaftasögur.

Reyndar voru ekki margar myndir teknar þennan daginn en einhverjar þó og þær má skoða hér

mánudagur, október 28, 2013

Hangið ,,heima´´


Miðvikudaginn tók letin völdin og við litla fjölskyldan tókum því bara rólega. Við héldum okkur bara heima við meztan hluta dagsins enda tók Skotta góðan lúr og svaf í tæplega 4 klst. En svo þegar húsráðendur komu aftur heim eftir vinnu og skóla fengum við þau í smá barnapíuleik til þess að við hjónaleysin kæmust í smá göngutúr þar sem við enduðum óvart í miðbænum. En hvað um það. Kærkomin hvíld þennan dag.
Sé áhugi fyrir hendi má þá skoða myndir frá deginum hér

föstudagur, október 25, 2013

(H)Landsæfing



Á laugardag fyrir tveim vikum var haldin Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði. Þangað skundaði Litli Stebbalingurinn ásamt Eldri Bróðirnum. Þar voru menn í spottaverkefnum og milli þess að dáðast af gömlum amerískum björgunarsveitabílum. En hvað um það. Nenni ekkert að fara út í einhver smáatriði heldur bara benda strax á myndir sem má skoða hér

fimmtudagur, október 24, 2013

Skundað um bæ



Helgin er svo lengi að líða og loks kom þriðjudagur. Við byrjuðum á því að rölta yfir til langaömmu Skottu til að snæða þar brunch. Eftir að hafa nært sig var haldið í bæjarferð þar sem Lindex og H&M biðu manns, ekki gaman. En um auðvitað nýtum við tækifærið og skoðuðum miðbæinn og Gavlegeiturnar sem þarna eru útum allt. Svo var náttúrulega nördinn í manni að virða fyrir sér hjólheztamenninguna þarna. Það kom skemmtilega á óvart hvað bærinn þarna er flottur og maður gat líka rölt skemmtilega leið þó svo maður hafi kannski ekki verið á skemmtilegasta tímanaum en samt er haustið skemmtilegur tími með sínum litum og föllnu laufum. Svo rakst maður líka á furðulega bíla en það er bara gaman.
Síðan um kveldið bauð langaamman aftur til matar. Restin fór bara í létt spjall, smakk á sænskum bjór og afslöppun.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér

miðvikudagur, október 23, 2013

Fyrirmyndarríkið Svíþjóð



Vikuna 14-20. október s.l skrapp litla Twist fjölskyldan í Svíareisu. Þar sem megin tilgangurinn var tvíþættur annars vegar að heimsækja skyldfólk Krunku og Skottu sem og að heilza upp á sendaherrahjónin í Svíþjóð þau Tiltektar-Togga og dr.Dillu.
Það var sum sé mánudaginn (bezta dag vikunnar) sem við rifum okkur á fætur fyrir allar aldir og heldum sem leið lá í Sandgerðishrepp. Sveitakráin þar klikkar aldrei. Allt var svo sem klassíkst og Skotta stóð sig vel í sínu fyrsta millilandaflugi og ekki var verra að við fengum heila sætaröð fyrir okkur. Þegar til draumaríkisins va komið tók við rúmlega klst. lestarferð til Gavle, (mikið eru lestir leiðinlegur ferðamáti amk mv króna per km). Í Gavle tók ömmusystir Skottu á móti okkur og við röltum svo í ca 10 min til dvalarstað okkar næztu daga. Við tók svo bara afslöppun enda flestir syfjaðir eftir ferðalagir.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hér

miðvikudagur, október 09, 2013

Agureyrish haust



Við hjónaleysin ásamt Skottu skruppum nú um síðustu helgi norður til Agureyrish. Fátt svo sem um það að segja. Áttum stuttan fund með sendiherrahjónunum, kíkti upp í Hlíðarfjall og síðan bara haft það notalegt þarna. En það er farið að hausta þarna og rúmlega það. Eitthvað lítið snjóaði þarna aðfararnótt laugardags og er það vel. Smá föl komin í Hlíðarfjall ásamt sköflunum sem aldrei hafa horfið þar síðan síðasta vetur. En það er vonandi stutt í opnun þar ásamt því að snjór fari að safnast þarna í fjöllunum og kannski að maður komist þar á fjallaskíði. En hvað um það

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hjer

fimmtudagur, september 26, 2013

Brekkubústaður-Messudagur



Messudagur rann upp og ekkert svo sem merkilegt við það. Þetta var auðvitað brottfarardagur svo fljótlega eftir morgunmat var hafist handa við þrif. Þetta gekk allt saman og síðan var bara raðað í bílinn og lagt í´ann til höfuðborgarinnar. Veðrið var nú með bezta móti og sá maður að Hekla var orðin hvít, vonandi styttist í fjallaskíðatímabilið. En það var bara ekið styðsta leið í bæinn og ekkert merkilegt við það

En það má skoða þessar örfáu myndir frá deginum hér

miðvikudagur, september 25, 2013

Brekkubústaður-Laugardagur



Það kom nú fáum á óvart að laugardagrinn skyldi koma að morgni. Eitthvað lágu skýin lægra en spár höfðu sagt til um og skýjað var á toppi Efstadalsfjall. Þó svo að ætlunin hafi kannksi ekki verið að ganga á það þennan dag, enda hvorki á jeppa né með fjallahjólið meðferðis. Litla Stebbalingnum fékk þá flugu í hausinn að ganga upp á Efstadalsfjall einn daginn. Hjóla svo niður í Miðdal og þaðan Kóngsveg í pottinn í bústað. Ekki amalegt það.
Við höfðum sett stefnuna á helgasta stað landsins þ.e. Þingvelli og rölta þar upp á Miðfell, sem er einmitt fjórða fell Skottu. Gaman að því. Á leiðinni yfir þurftum við að renna við í Mínus (eins og Snorri hinn aldni perri kallar búlluna) á Laugarvatni. Gangan upp á Miðfell gekk bara vel enda auðvelt fjall/fell sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum sé áhugi fyrir slíku. Öll þrjú náðum toppnum og var útsýni þaðan alveg hið prýðilegasta og nutum við haustlitana þaðan. Þegar niður var komið var lengri leiðin tekin heim enda Skotta fljót að sofna og vildum við leyfa henni bara að lúlla þarna. Líkt og kveldið áður kíktum við á tvö tjaldstæði, bæði við Reykholt/Aratungu og við Faxa. Tjaldsvæðið við Reykholt virðist vera hið prýðilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar þar, sundlaug, leiktæki og kaffihús/bar við höndina ásamt einhverju heimaræktuðu grænfóðri fyrir áhugasama. Tjaldsvæðið við Faxa er svo heldur berangurslegra en er við nokkuð nettan foss og þar væri örugglega hægt að renna fyrir lax á spún eða maðk. Svo er auðvitað hægt að taka flotta hjólhestahring þarna út frá báðum þessum stöðum. En hvað um það. Þarna var svo Skotta vöknuð svo við ökum bara í bústaðinn enda beið okkur þar potturinn.
Eftir pottaferð var svo farið að huga að matseld og klikkaði nautakjetið frá Matta Skratta ekki frekar en fyrri daginn. Svo var auðvitað eftirréttur Royal súkkulaðibúðingur að sjálfsögðu með rjóma. Kveldið fór svo bara í sjónvarpsgláp Indina Jones í ég veit ekki hvaða skipti en gaman að því samt. Svo var bara farið einhvern tíma að sofa eftir góða afslöppun

En vilji einhver sjá hvernig dagurinn fór fram má gjöra það hér

þriðjudagur, september 24, 2013

Brekkubústaður-flöskudagur




Nú um síðastliðnu helgi fórum við Twistfjölskyldan í afslöppun í bústað í Brekkuskóg. Kannski nú ekki beint ætlunin að lýsa því hér hvernig við höfðum það en kannski að segja aðeins frá því litla sem við gjörðum í von um að gefa kannski fólki einhverjar hugmyndir um ferðaval í ókominni framtíð.

Við rúlluðum úr bænum í eftirmiðdegi föstudags og aldrei þessu vant þá var ekið yfir Hellisheiði. Suðurlandið tók ágætlega á móti okkur og þar sem Skotta var sofandi var bara tekið lengri leiðin í Brekkuskóg og hugsanleg tjaldstæða næzta eða þar næzta sumars skoðuð. Maður er alltaf að leita að einhverju nýju og með hugan við áhugamálin. En alla vega þá kíktum við aðeins á tjaldsvæðið við Brautarholt og lofar það góðu. Ekki er svo verra að það er sundlaug í bakgarðinum. Þar mætti taka hjólatúr nú eða skreppa á Vörðufell. Svo lá leiðin í gegnum Laugarás en þar einhverstaðar rumskaði Skotta svo ekið var bara upp í Brekkuskóg framhjá Syðri Reykjum, þar er einmitt hjólahringur sem hægt væri að taka einn góðan veðurdag. Svo var bara komið í bústað og þar hófst þetta venjubundna bera dótið inn, koma sér fyrir, láta renna í pottinn og malla síðan flatböku. Kveldið var svo ekki merkilegt en það fór að meztu leyti í sjónvarpsgláp en upp úr miðnætti var potturinn ljúfur og ekki skemmdi stjörnuhimininn fyrir

En alla vega þá má skoða nokkrar myndir frá kveldinu hér

þriðjudagur, september 17, 2013

Four Low



Litli Stebbalingurinn skellti sér síðasta messudag á 30 ára afmælisjeppasýningu Ferðaklúbbsins 4X4, ásamt þónokkrum fleiri gildum limum á ýmsum aldri.. Þar var margt forvitnilegt að sjá og annað frekar venjulegt en þó minnihluta. Reyndar var mér hugsað til sendiherra V.Í.N. í Skandinaviu og á norðurlandi og tók því með myndavél til leyfa þeim að njóta, sem og vonandi fleirum. Líklegast meira spennandi en endalausar Flubbaferðasögur. En hvað um það.
Hér má skoða misgóðar myndir frá messudag

Kv
Jeppadeildin

mánudagur, september 16, 2013

Haustæfing



Veit að þetta kemur þessari síðu og félagsskap kannski ekki mikið við en hvað um það. Nú síðasta laugardag efndi Flugbjörgunnarsveitin í Reykjavík til haustæfingar sunnan við Helgafell í Hafnarfirði. Þar tóku tveir gildir limir V.Í.N. þátt. Hvað um það.
Sé einhver áhugi til staðar að skoða myndir frá deginum þá má gjöra það hér.

fimmtudagur, september 12, 2013

Sumarfrí 2013: Eftirmáli



Líkt og dyggir lesendur muna kom út ýtarleg ferðasaga sumarfríi oss litlu fjölskyldunnar. Þetta var alveg prýðilegasta frí. Litli Stebbalingurinn er amk ekki ennþá sannfærður um að vika í bústað sé góð ráðstöfun á sumarfríi, þó svo að Aðaldalurinn hafi verið prýðilegur en hvað um það. En allavega þá tókst okkur að skoða ýmislegt og koma á nýja staði. Það er amk von þess sem þetta ritar að ferðasagan hafi gefið einhverjum hugmyndir um hvað má skoða í Þingeyjarsýzlum. En það er um gjöra að deila ferðasögum því ef maður rekst á eitthvað nýtt og áhugavert er um að gjöra að láta aðra V.Í.N.-liða vita. Fleira var það svo sem ekki að sinni og kannski vert að minna fólk að það má skoða myndir frá sumartúr oss 2013 hér

Kv
Litla fjölskyldan

þriðjudagur, september 10, 2013

Hjónavígsla og réttir



Nú um síðustu helgi heldum við litla fjölskyldan vestur í Laxárdal til þess að skunda þar í réttir og aðallega skella okkur í tvöfalt brúðhlaup. Við ákváðum það að nýta ferðina í leiðinni og skunda á einn hól í leiðinni og ku sá hól heita víst Sauðafell. Er við komum að Sauðafelli renndum við í hlað þar á samnefndum bæ til spyrjast fyrir um leyfi til að rölta á bæjarfjallið í gegnum landareignina. Var það leyfi auðsótt og í kaupbæti fengum við líka kaffisopa. En þess má geta að þarna er ættargrafreitur Krunku. En að hólaröltinu. Við gengum þarna upp á það sem við höldum að hafi verið toppurinn og gekk það bara aldeilis sérdeilis prýðilega og hafði Skotta það að toppa sinn þriðja hól. Svo var bara brokað niður og að þessu sinni fylgdum við vegslóða sem gaf manni hugmynd með hjólatúr einn góðan veðurdag. Er niður var komið kíktum við aðeins á ættargrafreit Krunku og Skottu á þar hina ýmsu forfeður þó mezt langa, langa og jafnvel langa, langa, langa eitthvað. Svo lá bara leiðin í Laxárdalinn og lítið meira action.
Á laugardeginum var svo réttað. Þetta var mjög svo lítil rétt svona m.v það sem maður er vanur að sjá í Skaftárrétt en líkt og ekki sætasta stelpan á ballinu þá gerði hún sitt gagn. Þarna var meira að segja líka fræga fólkið og Fóstbróðir. Þegar búið var að draga í dilka var bara haldið í bæ og gjört klárt fyrir kveldið skellt sér í steypibað og svoleiðis áður en haldið var í sveitakirkjuna íklæddur gallabrókum og lopapeysu.. Við tókum styttri leiðina þangað og þar fékk maður hugmynd að hjólahring einn daginn þegar maður verður í sveitinni. Bæði settin af tilvonandi brúðhjónum komu svo ríðandi til og frá athöfn sem var bara óhátíðleg og laus við öll formlegheit. Síðan var bara partý um kveldið með fiskisúpu, grilli og bjór. Að vísu reyndi Kári kallinn að setja sitt strik í reikninginn með reyna að feykja samkomutjaldinu út í Hrútafjörð og endaði með því að grillað var inni heztakerru og því miður fengum við ekki folaldakjet. En hvað um það. Fyrirtak engu að síður

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hér (það eru fáar brúðkaupsmyndir þarna)

þriðjudagur, september 03, 2013

Mennngarbústaður: Suður í sæluna



Eftir hefðbundin morgunstörf þ.e var hafist handa við að smúla bústaðinn hátt og lágt. Held að það hafi bara tekist með ágætum. Það var svo um hádegisbil er sjálfrennireiðireiðum var startað og fljótlega ekið af stað. Þegar rúllað var niður af Vatnsskarðinu tókum við fljótlega vinstri beygju og vippuðum okkar af þjóðveg1. Það var nefnilega ætlunin að skrölta Svínvetningabraut og þurfa því ekki að keyra í gegnum Blönduós. Okkur tókst að allstaðar að taka réttar beygjur og enduðum því aftur á þjóðvegi 1 rétt við Stóru Giljá. Þetta er svo sem ágætasta leið og gaman að breyta öðru hverju til. Vonandi bara að einhvern tíma hafi maður tíma til að skoða sig þarna aðeins um. En hvað um það. Er á malbikið var komið aftur tók bara við steindauður þjóðvegakstur. Það var svo hvergi stoppað fyrr en í Borgarnesi og tilefni þess að það var kominn mánudagur skellti maður sér á steikarsamloku enda sú með nautakjeti á.

En alla vega þá eru myndir frá deginum hér

laugardagur, ágúst 31, 2013

Menningabústaður: Vaknað upp í Varmahlíð



Það var vaknað upp á messudegi í Varmahlíð og viti menn úti var suddi. En  hvað um það. Við létum það nú ekkert stöðva okkur frá því að taka má sightseening um Varmahlíð á hjólheztunum. Við byrjuðum að skoða tjaldstæðið í Varmahlíð og er það nokkuð lesbískt. Við höfum reyndar mátað það og getum alveg mælt með því. Svo fórum við smá strumpaleið og komum niður hjá Miðgarði, alltaf með hjólheztavagnana í eftirdrægi. Svo hjóluð um við þessar örfáu götur sem eru þarna í þorpinu. Samt alveg merkilegt hvað maður kynnist svona  krummaskurðum upp á nýtt þegar maður stígur út úr bílnum og annað hvort gengur um eða hjólar svona bæi og þorp. Ýmislegt sem kemur á óvart. Þarna í miðri húsþyrpingunni er þétt rjóður og inní því miðju er lundur með bekk. Tilvalin staður til að stanza á og fá sér nezti þegar maður er á ferðinni þarna í gegn. Svo hjóluðum við bara aftur upp í bústað og fórum að undirbúa síðdegiskaffi. Seinnipartin lét svo gamla settið hennar Krunku sjá sig og var aðeins fram yfir kveldmat. Í kveldmat var svo skíthopparaþema þ.e læri og bringur. Skyr, rjómi og ber í eftirrétt. Kveldið var svo frekar hefðbundið. Spjall, öl og potturinn.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér

föstudagur, ágúst 30, 2013

Menningarbústaður: Vígslubiskup á Hólum



Laugardagurinn rann upp og úti var veður vott. Þá var bara ágætt að taka því rólega. Þegar prinsessurnar í bústaðnum höfðu tekið lúrinn sinn var lagt í smá bíltúr. Það var byrjað á því að skreppa á Sauðuppúrkrók eða Sheepriverhook eins og það leggst út á engilsaxnesku. Auðvitað var byrjað á pílagrímsferð í Kaupfélag Skagfirðinga og sem er vinnuveitandi Geirmundar Valtýrssonar. Þvílík gullnáma sem þessi búð er. Allt frá bollasúpum upp í frystikistur. Amk allt það sem við gleymdum því var reddað þarna. Klárt mál að þarna þarf maður að verzla þegar maður á ferð um heztahéraðið
En hvað um það. Eftir þetta rúlluðum við heim að Hólum í Hjaltadal. Þar lögðum við bílunum á tjaldstæðinu, sem var algjörlega tómt, og tókum fram hjólheztana sem og hjólavagnana og fórum í stutta hjólaferð um svæðið. Kíktum á Auðunarstofu, komust að því að Bjórsetrið á Hólum er opið á flöskudögum milli 21-01. Eitthvað sem þarf klárlega að kanna síðar. Snætt nezti við Nýja bæ og síðan bara hjólað til baka að bílnunum. Þarna var bara tími til kominn að dóla sér til baka í hús og fara að huga að öxuldregnu rolluafturháingunni. Að vísu var komið við á Króknum til að freista gæfunnar og lotta eins það heitir víst.
Óhætt er að fullyrða að matseld hafi tekist vel enda ekki von á öðru þegar maður er með Plástradrottinguna í eldhúsinu þann mikla meiztara kokk. Að vísu sá karlpenningurinn um Landmanninn og það sem á honum var. Allur var maturinn góður sem og eftirrétturinn sem aðallega stóð af aðalbláberjum og bláber, með rjóma eitthvað sem klikkar ekki. Svo tók bara spjall, bjór og potturinn við.

Ef einhver nennir og hefur áhuga má skoða myndir frá deginum hér

fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Menningarbústaður: Í hánorður



Eins og kom fram í fræzlunni hér neðan þá voru Plástradrottingin og Hvergerðingurinn svo elskuleg að bjóða oss í bústað til sín sem þau höfðu á leigu í Varmahlíð um síðustu helgi.
Við hjer litla fjölskyldan lögðum af stað úr borg óttans um kaffileytið á flöskudeginum og rúlluðum við í Kjötsmiðjunni til að næla okkur þar í laugardagssteikina. Jöklalamb var lendingin enda eitthvað sem ekki klikkar. Það var svo sem fátt markvert sem gjörðist á för oss norður. Að vísu virtist vera frekar erfitt að fá kaffi í Hreiðavatnskála en þar sá maður að vísu að er komið tjaldsvæði. Kannski smurning um að kanna það næzta sumar, en alltaf gott að vita af nýju og óreyndu tjaldsvæði. Förin helt svo áfram yfir Holtavörðuheiði og svo var gjörður stuttur stanz í sóðasjoppunni Staðarskála þar sem Skotta fékk aðeins að drekka og borða. Við ,,fullorðna" fólkið léttum á okkur og bættum aðeins á bílanammið og jú loks fékk maður kaffi.
Ferðin í Varmahlíð var frekar tíðindalaus enda varla við miklu að búast þegar maður er annars á steindauðum þjóðvegaakstri. En við renndum svo í bústaðinn milli 19-20. Þetta reyndist vera bústaður í eigu sjúkraliðafélags Íslands og hin sæmilegasti bústaður. Amk vel skipulagður. Það var svo fírað upp í Landmanninum til að skutla 200 gr burger á. Annars fór kveldið bara í almennt spjall og sögðu geztgjafarnir okkur frá viku dvöl sinni í Laxárdal. Svo þegar líða tók á kveldið var potturinn mátaður og smakkaðist ölið alveg prýðilega þar.

En allavega þá eru þær örfáu myndir frá deginum sem teknar voru aðgengilegar hér

miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Menningarbústaður



Eins og kom fram hér hafði litla fjölskyldan áhuga að gjöra sér ferð burt úr bænum um síðustu helgi. Rétt eins og svo oft áður voru engin viðbrögð við auglýsingunni fyrir utan smá spjall við Brabrasoninn.
Við vissum af Hvergerðingnum og Plástradrottningunni ásamt Sunnu í gamla stöðvarstjórahúsinu við Laxárvirkjun og að þeirri dvöl myndi ljúka á flöskudeginum. Því settum við okkur í sambönd við þau til kanna hvort að þau ætlu að eitthvað útilegast á leið sinni til borg óttans. Þar tjáði Hvergerðingurinn oss það að þau væru að spá í bústað þessa helgi á heimför sinni. 
Það var svo á Þórsdag sem Hvergerðingurinn símaði í Litla Stebbalinginn og tjáði honum að þau væru komin með bústað í Varmahlíð frá flöskudegi til mánudags. Slíkt hentaði ansi vel því ekki þurfti Litli Stebbalingurinn að vera mættur til vinnu á dýrðardeginum mánudegi fyrr en kl:1800 þar sem maður átti kveldvakt. Það var því ákveðið að skella sér í hrossaræktarhéraðið Skagafjörð og mun ferðasagan birtast hér á síðum lýðnetsins næztu daga

þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Smáhólar ehf



Ef veður verður eigi svo vott á morgun, Óðinsdag, nú eða á Þórsdag og kíkja þá á eitthvurt smáfellið í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar sem Litli Stebbalingurinn ku víst vera í vaktafríi þá er tímasetning ekki svo stórt mál. En amk er ætlunin að hafa Skottu með og sé áhugi hjá einhverjum eru allir velkomnir með

fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Úlfur, úlfur



Rétt eins og minnst var á hér var áhugi hjá okkur hjónaleysunum að skella oss í göngu í vikunni sem senn er á enda. Mánudagurinn, eins góðir og þeir eru, var heldur blautur en spáin fyrir Týsdag var miklu betri svo ákveðið var að bíða fram á þriðja dag vikunnar. Spámenn ríkzins voru þokkalega sannspáir og við ákvöðum að skella á okkur á Úlfarsfell.
Þar það betur heldur sérdeilis prýðilegt í veðurblíðunni og Skotta naut þess í botn að ,,rölta" á sitt annað fjall. En bara til að gjöra langa sögu stutta þá má skoða myndir frá hólaröltinu hér

þriðjudagur, ágúst 20, 2013

Menningarhelgi



Nú senn líður að (drykkju)menningarnótt hér í borg óttans. Það vill líka svo skemmtilega til að þetta hittir á fríhelgi hjá Litla Stebbalingnum. Í því tilefni vorum við litla fjölskyldan að velta því fyrir okkur hvort fólk hefði áhuga á utanbæjarför eða hvort að ætlar bara að drekka í sig menningu um komandi helgi. Amk erum við spenntari fyrir utanbæjarför en það er bara við. Alla vega þá væri gaman að heyra hvað fólk hefur í huga hér í skilaboðaskjóðunni að neðan.

mánudagur, ágúst 19, 2013

Lýðrækt taka tvö



Þar sem síðasta tilraun til fjallgöngu fór ofan garðs og neðan, þá aðallega neðan er ætlunin að gjöra aðra tilraun í dag, mánudag nú eða á morgun þriðjudag. Ætli það sé ekki bara einfaldlegast að stefna áfram á Miðfell við Þingvallavatn en allt getur verið breytingum háð

miðvikudagur, ágúst 14, 2013

Fjallahjólabak



Nú um síðustu helgi blés FBSR til hjólheztaferðar. Tveir gildir limir V.Í.N. heldu í þessa för en það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn

Svo var Haukur Eggerts (íslandsmeiztari í að tapa fyrir MR í Gettu Betur) sem er örugglega einhverjum kunnugur og svo var líka þarna Óskar einn sem hafði verið í fjallaskíðaferð með VJ á Tröllaskaga í fyrra. Svo er gaman að segja frá því að einn þarna sem heitir Birgir kom með í fyrstu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð það herrans ár 1995. En nóg um ættfræði

Það var haldið úr bænum á flöskudagskveldi, komið við í Hnakkaville í Krónunni og KFC, þar sem Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, var ekki með í för þá henti enginn debitkortinu sínu. Síðan var bara ekið sem leið lá upp í skálann við Sveinstind. Þar sem þanngað var ekki komið fyrr seint um nótt var bara kastað sér til svefns í skálanum og sofið vært.

Svo um 10 leytið á laugardagsmorgun var stígið á sveif með stefnuna á Skælinga. En það voru 6 garpar og einn bílstjóri sem lögðu þarna í´ann. Gaman að því að hjólheztategundunum var bróðurlega skipt en það voru:

2.stk af Wheeler
2.stk af Trek
2.stk af Cube

Gaman að því.

Að Skælingum var misjafn hvort við hjóluðum eða gengjum með hjólin á öxlinni. Það er samt óhætt að fullyrða að þetta sé mögnuð leið og geggjað landslagið þarna. Er við komum úr gili við Biðill var loks hægt að hjóla meira en að lappa. Rétt áður en við komum að skálanum við Skælinga tók einn ansi góða byltu og heldum við bara að ferðinni væri lokið. En svo reyndist ekki vera. Hjólreiðamaðurinn reif bolinn sinn og sprengdi bæði að framan og aftan. En bílstjórinn fór svo á móti honum og tók hann upp og skellti hjólheztinum á pallinn við hliðina á hinu líkinu. En það hafði ein afvelta kind fengið far með Sexunni inní Hjólaskjól. Góð matarpása var tekin í Skælingum ásamt því að græja hjólið han Bigga og hlúa að honum en hann helt svo bara ótrauður áfram.
Áfram var svo stígið á sveif unz komið var í Hólaskjól en þar losuðum við okkur við líkið og heldum svo áfram inní Álftavötn. Leiðin á milli Hjólaskjóls og Álftavatna var án efa skemmtilegasti hluti þessara dagleiðar. Er komið var í náttstað við Álftavatn voru reistar tjaldbúðir og rolluafturhásingar gerðar klárar fyrir eldun. Mikið var nú maturinn ljúfur og gott að skríða ofan í poka eftir góðan dag á fjöllum.

Það var svo risið úr rekkju á messudagsmorgun í sól og blíðu. Eftir að hefðbundnum morgunverkur lauk var lítið annað að gjöra en setjast á hnakk og hjóla áleiðis í Hólmsárbotna þar sem Strútslaug beið okkar. Ekki var sú leið síðri en sú sem við fórum á laugardeginum en kosturinn reyndar sá að þar var hægt að hjóla meira. Það var svo ansi ljúft að komast í laugina þrátt fyrir að hún verið í heitara lagi en lærin höfðu gott að því. Eftir að hafa baðað sig beið okkar afgangurinn af lærinu við Strútsskála. Sömuleiðis var kærkomið að komast í þurra sokka en hvað um það. Næzt lá leið oss yfir í Hundadal og það var puð að hjóla sandinn þar áður en við komust á veginn. Þar lenti Óskar í smá vandræðum með fákinn sinn en eftir stutta viðgerðarpásu komst hann í lag og hægt var að halda áfram. Við vorum svo ekki búnir að hjóla lengi í átt að Hvanngili þegar FBSR 6 kom á móti til að pikka okkur upp. Þá hófst mikið púzluspil að koma öllum fyrir en það verður ekki farið út í þá sálma hér

Ætla ekkert að hafa þetta lengra og láta bara myndir tala sínu máli hér

Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, ágúst 12, 2013

Lýðrækt



Við litla fjölskyldan erum að spá að notfæra oss vaktafrí fjölskylduföðursins næztkomandi Óðinsdag og skella oss í létta fjallgöngu. Reyndar er ætlunin að hafa Þórsdag til vara. 
Ekki er heldur neglt niður hvaða hól verður fyrir valinu en t.d Miðfell við Þingvallavatn kemur sterklega til greina. Auðvitað eru allir áhugasamir velkomnir með, upplagt fyrir þá sem eru í hvers konar fríum að skella sér með í létta göngu

Kv

sunnudagur, ágúst 04, 2013

Mjór er mikils vísi



Rétt eins og auglýst var hér þá langaði Litla Stebbalingnum eitthvað aðeins að sprikla nú síðasta miðvikudag. Líkt og oft áður þá létu viðbrögð á sér standa og endaði bara með því að við Litla fjölskyldan brugðum okkur í litla fjallgöngu. Þá fyrstu sem Skotta fór með í, m.v viðbrögðið hjá þeirri stuttu þá var þetta ekki hennar síðasta fjallganga því hún brosti bara meira og minna allan tímann þó aðallega á uppleiðinni.
Það var nú ekki alveg ráðist á garðinn þar sem hann er hæðstur og eitt lítið smá fell varð fyrir valinu. Þetta var víst Arnarfell við Krýsuvík. Fínt fyrir alla leiðangursmenn að fara sér hægt eftir smá fjallgönguhlé. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé erfitt fjall en fjölskylduvænt. Vart þarf að koma á óvart að það var rok á Reykjanesinu eins og oft áður. Útsýni af toppnum var hið sæmilegasta en það er alveg hægt að mæla með rölti þarna upp vilji fólk auðvelt fjall. Á baka leiðinni tókum við lengri leiðina og fórum í gegnum Grindavík.

En alla vega þá eru myndir frá göngunni hér

föstudagur, ágúst 02, 2013

Kleppur eða Járnsreykir




Rétt eins og hér kom fram stóð hugurinn að skreppa eitthvurt um síðustu helgi. Að lokum varð niðurstaðan að kýla á tjaldstæðið Hverinn við Kleppjárnsreyki. Það má segja að þar hafi verið áætlega margt um manninn amk fyrri nóttína en þar voru:


á Rex



á Sindy með Ken í eftirdragi

Hrönn
Ylfa Karen
Styrmir Snær


Síðan var þarna líka Reynir Hubner og fjölskylda ásamt einhverju vinafólki sínu. Þau öll að vísu pökkuðu saman á laugardeginum og fóru bara heim.

Við hinar þrjár fjölskyldurnar tjölduðum í góðum hnapp og höfðum það bara gaman. Það má taka það strax fram að alls ekki mikið var rætt þarna um Flugbjörgunarsveitina eiginlega bara ekki neitt.
Við sátum bara fram eftir kveldi og spjölluðum drukkum aðeins öl og tókum myndir.

Úff, þvílík blíða og hiti á laugardeginum. Þurftum um tíma að flyja inní fortjald hjá Bubba og Hrönn til að komast úr sólinni. Ekki oft sem það gjörist hér á klakanum. Við tókum svo léttan og rólegan göngutúr þar sem við ma virtum fyrir okkur 2.stk Land Rover, ekki annað í boði þegar Bubbi er með, kíktum á einhvern grænfóðursmarkað og stóran hver sem þarna er. Svo fékk unga kynslóðin að taka út leikvöllinn við skólann líka. Eftir að göngutúrnum lauk var nánast komið að hádegismat svo pullum var skellt á grillið.
Eftir að allir voru orðnir mettir var ákveðið að kíkja aðeins á rúntinn. Byrjuðum að skoða Deildartunguhver (ekkert frumlegt né nýtt) en svo var komið að trompinu. Bubbi vissum einhvern hver sem kemur upp úr Reykjadalsá og við vorum komin með leiðarlýsingu að honum. Ekki vildi nú betur til að við fundum ekki hvar átti að beygja niður að á til að skoða þetta náttúruundur.  sem einfaldlega kallast Árhver. Við renndum því að einum bæ þarna til að spyrjast fyrir. Þá var okkur bara bent að fara í gegnum landið hjá þeim og alveg niður að hver. Áttum bara að láta brauðið hanz vera því það væri ennþá í ofninum. Mikið heiðursfólk þar á bæ. Við ókum svo sem leið lá niður á árbakka. Við strákarnir óðum svo ánna til að sjá hverinn betur og bara bezt að láta myndir tala sínu máli. Eftir þessa skoðun var næzt á dagskrá sund í þessari annars ágætu sveitasundlaug sem þarna er. Svo var bara komið að því að elda sér og sínum kveldmat. Börnin voru svo ansi dugleg í sykurpúðunum sem eftirrétt. Eftir mat var bara áfram setið nú eða staðið, spjallað, sötrað öl og teknar myndir.

Það var svo tæplega 06 á messudagsmorgni sem maður vaknaði við ægilegar drunur en úti var bara einfaldlega þrumur og eldingar. Þær gengu nú yfir en í kjölfarið kom góð rigning. Er flestir voru að skríða á fætur var hætt að yrja úr lofti og einhverju síðar brast á með brakandi þurrki. Það vel og lengi að hægt var að þerra tjöld og sundfatnað. Meðan var bara slappað af og notið þess að vera í helgarfríi. Það var svo rétt fyrir síðdegisskúri að pakkað niður og svo bara dólað í bæinn. Maggi&Co voru svo áfram enda stefndu þau í áframhaldandi ferðalag.

En alla vega þá má skoða myndir frá helginni hér

miðvikudagur, júlí 31, 2013

Sumarfrí 2013: Fimmtándi kafli

16.06.2013



Messudagurinn 16.06 rann upp og ekki var sól á himni þennan morguninn. Samt var nú varla hægt að kvarta undan veðri þrátt fyrir léttan úða. En hvað um það. Allir voru nú bara rólegir þó svo að Bogga hafi farið og kíkt á þríþrautina sem var þarna í gangi. Það sem helst telst til tíðinda er að við tókum gott rölt um húsaþyrpingu á Laugarvatni undir dyggri leiðsögn Boggu. Íþróttakennarinn tók líka að sér kennslu í að útskýra fyrir okkur línur og annað á hlaupabraut sem þarna er. Stoppuðum við Vígðulaug og virtum ýmislegt þarna fyrir okkur. Það er nefnilega oft gaman að koma sér úr bílnum og skoða bæi fótgangandi þá sér maður oft margt forvitnilegt. En hvað um það.
Þegar leið á daginn var kominn tími að taka saman og síðan bíða eftir gamla settinu til að fá drátt í bæinn. Þarna lauk sumarferðinni 2013 hjá okkur hjónaleysinum og þeirri fyrstu hjá Skottu.

Myndir frá deginum eru hér

þriðjudagur, júlí 30, 2013

Hjólað í bað



Fyrir sléttri viku eða nákvæmlega síðsta þriðjudag gaukaði Maggi Móses því að Litla Stebbalingnum að hann og Bergmann væru með þá flugu í höfðinu að hjóla í Reykjadal þá um kveldið enda Bergmann æstur að prufa nýja hjólheztinn sinn í smá action. Þessu höfðinglega boði var tekið og um kveldmatarleyti voru fjórir drengir sem lögðu í hann á tveimur sjálfrennireiðum en þetta voru:

Maggi á móti á sínum Gary Fisher
Stebbi Twist á Cube

og sá Sindy um að koma þeim og hjólheztum á Hellisheiði

Bergmann á nýja Merida hjólheztinum sínum
Litli Bergmann á Trek

síðan sá Gullvagninn að koma þeim á áfangastað.


Við lögðum síðan Gullvagninum í Hveragerði en Sindy við afleggjarann á Hellisheiði.
Síðan var bara stígið á sveif fyrst bara á veginum en síðan beygðum við af honum og þá tók drulla við. Bara gaman að því. Svona eins og lög gjöra ráð fyrir þá þurfti eitthvað að teyma hjólin en öllum tókst að skila sér niður í Reykjadal þar sem örtröðin við lækinn beið manns. En okkur tókst nú að finna lausan blett og skelltum okkur þar í bað. Eftir skrúbb var ekkert annað í stöðunni en að setjast á hnakkinn og stíga á sveif niður í Verahvergi. Ekki var nú minni drulla þar og tóku sumir faceplant á leiðinni en bara til að hafa gaman af því. Allir skiluðu sér svo niður misdrullugir en það var svo hægt að smúla bæði fólk og fáka er til byggða var komið. Allir voru svo sáttir við afrek kveldsins þó svo að ekkert nýtt né frumlegt hafi verið við þetta þá var þetta samt skemmtilegt

En það má svo skoða myndir frá kveldinu hér

mánudagur, júlí 29, 2013

Sumarfrí 2013: Fjórtandi kafli

15.06.13



Laugardagurinn 15.06 var orðinn staðreynd og við vöknuðum á tjaldsvæðinu á Kirkjuhvammi á Hvammstanga.Þrátt fyrir að lognið hafi verið á smá hreyfingu skein sól í heiði. Fyrst það var hægt að komast í fríkeypis steypibað þarna var það að sjálfsögðu gjört. Tjaldstæði þetta er alveg hið prýðilegasta, flott þjónustu hús með eldunar-og mataraðstöðu, skjólhús yfir grill, þvottavél og sturta. Svo er náttúrulega stutt í alla þjónustu eins og sundlaug, nýlenduvöruverzln, mjólkurbúð ríksins og bar.
Þegar það var búið að baða sig og pakka niður skelltum við okkur niður að höfn og fengum okkur þar snæðing. Þar sem síðast þegar snædd var á Kaffi Sírop fengum við viðbjóð var það ekki í myndinni en þess í stað fórum við á kaffihúsið Hlaðan. Þar tók Skotta sig til og bræddi þar eina franska snót og má öruggt telja að þar sé nú komið barn undir. En hvað um það. Undirritaður fékk sér hússúpuna og Krunka fiskbollur. Vorum við bæði skínandi ánægð með þennan mat og hægt að mæla með snæðing þar. Er allir svo orðnir mettir var haldið áfram sem leið lá suður á boginn þar sem veik von var um það að einhverjir ætluðu í útilegu í Varmaland. Þegar á vesturlandið var komið þá kom í ljós að engin var á leiðinni í útilegu nema kannski Hubner, sem síðar sló það af, svo það var þá bara ákveðið að skella okkur á Laugarvatn.
Þar vissum við að gildum limum þ.e Hvergerðingnum og Plástradrottingunni sem að sjálfsögu voru með Sunnu með sér. Þar voru líka góð kunningjar hópsins þau Eyþór og Bogga ásamt Katrínu. Bogga hafði einmitt tekið þátt í Gullsprettinum fyrr um daginn. En það átti ekki eftir að ganga áfallalaust fyrir sig að komast á suðurlandið. Er við vorum í Lundareykjadal c.a mitt á milli Brautartungu og Krosslaugar mættum við hrossastoði sem var verið að reka áfram. Svona eins og sönnum góðborgara sæmir stoppuðum við útí kanti og bíðum eftir að stoðinn tölti framhjá. Okkur átti eftir að hefnast fyrir það. Við vorum rétt lögð aftur af stað er eitthvað furðulegt var í gangi og Rex fór að vera með eitthvað pex. Svaraði ekki inngjöf, svo bara dó hann og neitaði alfarið að fara í gang. Rétt eins og oft áður dró maður upp símann og hringdi bara í aldraða foreldra og þau komu á svæðið til að draga okkur í bæinn. Þar sem Rex er nú sjálfskiptur og rafstýrðum millikassi með engum hlutlausum gír þurfti að losa drifsköftin áður hægt var að draga hann. Svo áður en dráttur hófst kom sú hugmynd upp að draga okkur bara á Laugarvatn svo við kæmust í útilegu. Það varð sum sé lendingin að við komum bara í spotta á Laugarvatn enda lætur maður fátt stoppa sig til að komast í góða útilegu.

En hér má skoða myndir frá deginum

sunnudagur, júlí 28, 2013

Í miðri viku



Nú komandi miðvikudag mun Litli Stebbalingurinn eiga kærkomið vaktafrí. Sú hugmynd hefur skottið upp kollinum að skreppa þá í smá hjólheztaferð. Þar sem kauði er laus allan daginn þá er ekkert einn tími frekar en annar sem hentar betur. En alla vega ef einhver hefur áhuga að skella sér með nú eða kannski bara gjöra eitthvað allt annað þá má sá aðili alveg tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

föstudagur, júlí 26, 2013

Halló þarna Agureyrish



Kannski svona á mörkunum að eftirfarandi frásögn eigi við hér á lýðnetinu þar sem þetta var eiginlega einkaferð meira en opinber V.Í.N.-ferð
Miðvikudag í síðustu viku skellti litla fjölskyldan sér í stutta ferð í höfuðstað norðlendingafjórðungs. En þannig var mál með ávexti að Litli Stebbalingurinn var í vaktafríi og Krunka auðvitað í fæðingarorlofi svo við hoppuðum bara í flugvél seinnipart miðvikudags og flugum norður yfir heiðar. Sumarið tók þar svo sem á móti okkur og þetta kveldið var bara afsleppi hjá gamla settinu hennar Krunku.
Á fimmtudag var svo ætlunin að fara inn að Hrafnagil í hálfgjörða pílagrímsferð og skella sér á ís í Vín. En ekki alveg var það ferð til fjárs því Vín-skálinn er bara búinn að loka. Svo jólahúsið varð bara að duga en kíktum svo á mannmerðina sem hafði ,,tjaldað" við Hrafnagil því þar voru aðallega húsbílar, hjólhýsi og fellihýsi. Reyndar tókum við líka lengri leiðina inní fjörð í gegnum Kjarnaskóg en þar var margt um manninn. Síðan var líka lengri leiðin tekin aftur á eyrina þ.e í gegnum Eyjafjörðinn og renndum svo á kaffihúsið í Lystigarðinum þar sem við nutum veitinga í góða veðrinu meðan sú stutta svaf. Kveldið fór svo bara í að gera sem minnst.
Svo kom upp flöskudagur en þá átti sá sem þetta ritar að fara vinna um kveldið svo það var því brottför um síðdegiskaffibil. En áður en Agureyrin var kvödd var heilzað upp á sendiherra V.Í.N. í þessum landshluta en auðvitað er þar verið að tala um Snorra hin aldna perra. Eftir stuttan stanz hjá honum var lítið annað að gjöra en að koma sér suður þar sem kveldvaktin beið manns

En hafi einhver áhuga þá má skoða myndir hérna

fimmtudagur, júlí 25, 2013

Sumarfrí 2013: Þrettandi kafli

14.06.13



Flöskudagurinn 14.06.13 rann upp og kemur varla á óvart að það skein sól í heiði. Þarna var dagurinn tekinn heldur snemma því á hádegi þurftum við að skila af okkur kofanum. Einhvern tíma áður klukkan sló hádegi var ekið á brott og næzta stopp var Agureyrish. Þar var notið þess að fá sér síðdegis hressingu. Svo lá leiðin á Tröllaskaga þar ætlunin var að heilza upp á æskuvin og óðalsbónda í Fljótunum. Það sem eina athyglisvert var á leiðinni var það að í Héðinsfirði var botnslónið ísilagt.
Er við komum í sveitasæluna var kauði að taka á móti laxaseiðum og fylgdumst við bara með því. Svo var bara hinn íslenski siður að bjóða gestum upp á kaffi og var það vel þegið yfir spjalli. Einhverntíma var svo kominn tími á halda suður á boginn. Þarna var ætlunin að skrölta alla leið í Varmaland í Borgarfirði því einhverjar sögusagnir voru þess efnis að þar ætlaði jafnvel fólk innan V.Í.N. að tjalda í sumarútilegunni. Þetta var jú löng helgi. En þegar í Húnavatnssýzlu var komið og eftir að hafa símað í Magga á móti var niðurstaðan að renna bara á Hvammstanga og tjalda þar. Sem og var gjört. Þarna var komið að stóru stundinni þ.e að fara með Skottu í sína fyrstu tjaldferð. Er á Hvammstanga var komið var rúllað upp á tjaldsvæði og kom það þægilega á óvart hvað það leit vel út. Flott þjónustuhús þarna og flest önnur aðstaða til fyrirmyndar.
En það sem öllu skipti þarna máli var hvernig Skotta myndi taka þessu öllu. Líkt og gamla fólkið sitt þá tók hún þessu öllu saman með hinu mezta jafnargeði og gekk bara eins og bezt verður á kosið með svona smáfólk.

En hvað um þá er bezt að láta myndir tala sínu máli frá deginum hér

miðvikudagur, júlí 24, 2013

Síðasta helgin í júlí



Nú er júlí mánuður þessa árs að renna sitt skeið á enda. Ekki seinna væna að sumrið lét sjá sig hér á suðvezturhorninu. Nú er líka útilegutímabilið að ljúka hjá mörgum. Nú er bara spurt hvort einhvern hefur hug á utanbæjarför um komandi helgi. Það er allt opið en samt skal sólin og góða veðrið elt. Hvert svo sem verður farið. En alla vega ef einhver hefur hug á einhverju þá væri gaman að heyra af því

mánudagur, júlí 22, 2013

Sumarfrí 2013: Tólfti kafli

13.06.13



Fimmtudagurinn 13.06.13 kom líkt og aðrir dagar og viti menn, það var ekki sól en samt eiginlega ekki hægt að kvarta undan veðrinu. Hefði svo sem engu breytt ef maður kvartar undan veðri en hvað um það. Þennan dag var skroppið í smá bíltúr og var ekið Út-Kinn. Þar var bara keyrt und vegurinn endaði og síðan snúið við. Engu að síður var gaman að skrölta þetta. Maður sá þarna fullt af fossum sem voru í fjallshlíðinni þarna örugglega flestir tilkomnir vegna leysinga. Svo sá maður Flatey úr fjarska, Húsavík frá nýju sjónarhorni sem Húsavíkurfjall. En svo var komið að rúsinunni en það er Fellsskógur í Kinn. Um það skóg hafði ég ekki hugmynd um áður ákveðið var að fara í bústað í Aðaldal og maður fór að kynna sér næzta nágrenni. Reyndar er ekki hægt að komast þarna nema á jeppa og er það bara vel. Svo ókum við slóðan þarna í gegn og eins gott að við þurftum ekki mæta neinum en töff var þetta. Fengum okkur svo síðdegishressingu þarna í einhverju rjóðri sem við fundum bara þarna. Gaman að því.
Dagurinn endaði svo með að skella sér á Húsavík og mat hjá sjálfum Völla Snæ þar sem Þóra í Stundinni okkar þjónaði oss til borðs.

Nenni einhver að skoða myndir frá deginum má gjöra slíkt hér 

laugardagur, júlí 20, 2013

Sandari og Kefsari



Nú um síðustu helgi eða fyrir sléttri viku var haldið í víking verstur á Snæfellsnes. Það var byrjað á því að herja á Stykkishólm, eða hólminn þar sem forfeður vor komu saman til að gjöra stykkin sín, þar sem skyldi njóta tóna áhafnarinnar á Húna II. Hér úr borg óttans fóru 6 sálir en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Rex


Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Sunna

á Spænskumælandi koreubúa

Undirritaður og Hvergerðingurinn komust að þeirri niðurstöðu að hafa hjólhezta með í för og jafnvel brúka þá eitthvað ef fólk væri í stuði.

Er komið var á Kjalarnes símaði Gvandala-Gústala í oss en hann og stelpurnar voru einmitt stödd á Snæfó. Reyndar í veiðihúsi við Skógarströnd einhverja 50 km frá Stykkishólmi í austurátt. En í samtali þessu var ákveðið að hittast í Hólminum, grilla þar og skella sér síðan á tónleika. Áður komið var á nesið var gjörður stuttur stanz í Borgarnesi til að koma þar við í nýlenduvöruverzlun.
Er í Hólminn var komið var endanlega tekin sú ákvörðun að slá þar upp tjöldum. En Gvandala-Gústala og co voru komin fyrir en höfðu skellt sér í sundlaugarferð. En þegar Vangoborgin var komin upp var hafist handa við að grilla ofan í og í mannskapinn.
Svo þegar allir voru orðnir mettir var kominn tími að rölta niður á höfn til að njóta menningar. Þegar á hafnarbakkann var komið rákumst við á Raven og Örnu. Gaman að því. En Gvandala-Gústala og þau stoppuðu styttra en við hin þar sem stelpunum var orðið kalt og þær þreyttar. Eftir tónleika var bara tölt aftur upp á tjaldsvæði og þar komu hinir ýmsu gestir í heimsókn, bæði vinir og skyldmenni.

Það var svo uppúr hádegi á laugardegi sem tjöldin voru felld niður og ætlunin að halda vestur á Hellissand þar sem Plástradrottingin hafði verið svo höfðingsöm að bjóða okkur þak yfir höfuðið. En áður en hægt var að leggja í´ann var rennt við í morgun kaffi hja bróður Plástradottingarinnar og mágkonu. Þar var tekið höfðinglega á móti oss með kaffi og morgunhressingu. Kunnum við þeim hinar beztu þakkir fyrir veigar. Svo rétt áður en hægt var að yfirgefa Stykkishólm var kíkt á einn frænda Krunku sem er að gera hús upp við höfnina á Stykkishólmi. Síðan var bara ekið sem leið lá vestur á Hellissand. Þarf varla að koma neinum á óvart að það gjörði nokkra skúraleiðingar á okkur á leiðinni. Þegar við rúlluðum í gegnum Ólafsvík sáum við frænku Krunku og þurftum aðeins að rabba við hana.
Loks komum við á Hellissand og ekki leið á löngu uns Maggi Brabra ók inní götuna en hann var þar á ferðinni með allt sitt klan en það eru:

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta

á Sindy með Ken í eftirdrægi.

Plástradrottningin skellti í pönnsur eins henni einni er lagið og bauð okkur upp á síðdegishressingu. Þetta var mjög veglegt hjá henni líkt og henni er von og vísa. Þegar allir voru búnir að njóta hressingar var farið í göngutúr um bæinn undir traustri leiðsögn heimastúlkunnar. Það má líka eiginlega segja að þetta hafi verið hálfgjörð pílagrímsför hjá Litla Stebbalingnum og Magga Móses eftir dvöl okkar þarna eina júlíhelgi árið 2000. Þarna var margt skoðað m.a gamlar verstöðvar, gömul hús og skrúðgarð. Við vörum bara í rólegheitarölti þarna og höfðum gaman að. Þegar komið var aftur í hús var bara hafist handa við að undirbúa og græja það sem þurfti fyrir kveldmat. Kveldmaturinn gekk sinn vanagang og svo þegar yngstu meðlimirnir voru komnir í koju var bara sitið og spjallað. Að vísu skuppum við karlpenningurinn í stutta heilzubótargöngu til að kíkja á stemninguna við Röstina sem og á tjaldsvæðinu.

Þegar messudagsmorgun rann upp og fólk fór að týnast á lappir kom það á daginn að gestgjafinn okkar var bara orðin slöpp og hálf veik. Ekki gott það. En eftir morgunmat, messu og mullersæfingar ákvöðu við strákarnir að skella okkur í smá hjólheztatúr og skreppa yfir á Rif. Á leið okkar yfir yrðum við fyrir fólskulegum loftárásum frá brjáluðum kríum á leiðinni og m.a var skitið á bakið á Stebbalingnum svo ógnandi þótt hann. Við virtum aðeins Rif og þá aðallega höfina fyrir okkur og á bakaleiðinni þá fórum við þjóðveginn en ekki sama stíg. Það er einmitt fínasti stígum á milli Hellissand og Rifs.
Er komið var úr hjólhestaferðinni var hafist handa við að undirbúa brottför og ganga frá eftir okkur. Það gekk allt ágætlega og vonandi skildum við við húsið sómasamlega amk ekki verra en við tókum við því. En svo skildu bara leiðir. Maggi, Elín og börn ætluðu í sund og jafnvel svo reisa tjaldvagninn upp á nesinu, við hjónaleysin ætlum að heilza upp á fólk í bústað á Arnarstapa. Meðan gestgjafarnir ætluðu bara að hvílast aðeins lengur áður þau færu. Við ökum svo sem leið lá út fyrir nes og gjörðum smá stanz á Arnarstapa þar sem við m.a heilzuðum upp á svín Skottu til mikillar gleði. Á leiðinni suður hafði Plástradrottingin samband og kom þá í ljós að við vorum ekki langt á eftir þeim. Það var því komist að þeirri niðurstöðu að hittast í Borgarnesi og skelli sér þar á þjóðveganezti enda komið að kveldmatartíma. Ferðin endaði því með kveldmat í nýju Hyrnunni (nýjar umbúðir sami skíturinn).

Auðvitað var myndavél með í för og myndir má skoða hér