þriðjudagur, september 30, 2003

Smá upprifjun fyrir helgina á því sem jeppadeild VÍN ætlar að gera um helgina 3-5 okt.

"Tillagan er að koma á Flúðir á föstudagskvöldina með að fara Hlöðuvallaleið þ.e. frá Kaldadal og koma niður á Haukadalsheiði. Koma niður á þjóðveg við Geysi eða Gullfoss, ef við verðum í stuði. Aka svo bara þjóðveginn í gegnnum Brúarhlöð á Flúðir og allir í góðu flippi.

Svo á laugardeginum er upplagt að skella sér í dagsferð. Þá hafði jeppadeildin hugsað sér að fara s.k. Tangaleið sem liggur frá Gullfossi að austanverðu að Sultartanga eða Hólaskógi. Að vísu myndum við beygja útaf Tangaleið við Ísahryggi og gefa stefnuljós til hægri niður á Skáldabúðaheiði og keyra hana niður uns komið er í nýlenduvöruverzluna í Árnesi, þar er nákvæmlega upplagt að verzla sér þær nýlenduvörur sem gleymdust en eru nauðsynlegar fyrir Grand Buffet. Á sunnudeginum verður líklegast ástand manna þanning að best er að aka malbikaðan þjóðveginn heim." (Skrifað af S.Twist) (Bætti inn nokkrum tenglum)

Slúður:

Heyrst hefur að fólksbíladeildin með Stóra Kópavogsbúann í farabroddi, ætli að mæta á svæðið á laugardeginum.

Einnig hefur heyrst að ónefndur bloggari ætli að koma með jeppadeild VÍN á eigin fararskjóta.

Aðeins 3 dagar.

miðvikudagur, september 24, 2003

112 dagar er allt of langt. Ég veit ekki hvort ég ráði við alla þessa bið. Var að horfa á Amazing Race og þau voru í ítölsku ölpunum. Ekkert nema snjór og fínheit. Ég er alveg að endurlifa síðustu ferð í huganum núna. Það ætti auðvitað að banna að sýna svona hluti í sjónvarpi. Þetta fer alveg með mann.

þriðjudagur, september 23, 2003

Sæl... langt síðan það hefur verið bloggað síðast. Eigum við ekki að stefna á alvöru jeppaferð helgina 10 - 12 október. Endilega leggja höfuðið í bleyti og hugsa einhverja skemmtilegar leiðir.

T.d fara norður fyrir Hofsjökul og keyra eitthvað þar, eða bara fara eitthvað og leita að snjó.

Var í Þórsmörk um seinustu helgi það var kominn snjór í fjöllin þar...þannig snjórinn kemur vonandi snemma þennan veturinn.

þriðjudagur, september 09, 2003

Eins og margir hafa tekið eftir eru gömlu vínpeysurnar orðnar ansi gamlar og þreyttar. Til að bæta úr því stendur nú til að panta nýjar peysur í svipuðum stíl, þe. flíspeysur með ásaumuðu nafni eigandans auk VÍN. Verð fyrir peysurnar með merkinu verður líklega á bilinu 3.000 - 3.500 kr. stk. Allir sem hafa áhuga á að eignast slíkan eðalgrip mega hafa samband við mig (Vigni) eða Togga (sjá SMS hér til vinstri).
Góðar stundir
Dísus það viðrar ekki vel til ísklifurs um næstu helgi, rigning eins langt og augað eigir. Vonandi samt að þetta lagist fyrir helgina ....... kominn tími til að fara að nota axirnar eftir langt sumarfrí hjá þeim.

mánudagur, september 08, 2003

Fann þetta á kfs.is. Njótið vel.

Nýfundið íslenskt orðasafn
* Afhenda = að höggva af hönd
* Afturvirkni = samkynhneigð karla
* Arfakóngur = garðyrkjumaður
* Baktería = hommaveitingabúð
* Búðingur = verslunarmaður
* Dráttarkúla = eista
* Dráttarvél = titrari
* Dráttarvextir = meðlag, barnabætur
* Féhirðir = þjófur
* Flygill = flugmaur
* Forhertur = maður með harðlífi
* Formælandi = sá sem blótar mikið
* Frumvarp = fyrsta egg fugla
* Glasabarn = barn getið á fylleríi
* Handrið = sjálfsfróun
* Hangikjöt = afslappaður getnaðarlimur
* Heimskautafari = tryggur eigimaður
* Herðakistill = bakpoki
* Hleypa brúnum = kúka
* Iðrun = uppköst, niðurgangur
* Kóngsvörn = forhúð
* Kúlulegur = feitur
* Kópía = hjákona
* Kviðlingur = fóstur
* Líkhús = raðhús
* Lóðarí = lyftingar
* Loðnutorfa = lífbeinshæð konu
* Maki = sminka
* Meinloka = plástur
* Nábýli = kirkjugarður
* Nánös = Látinn kókaínneytandi
* Náungi = maður sem deyr ungur
* Neitandi = bankastjóri
* Pottormar = spaghetti
* Riðvörn = skírlífisbelti
* Ringulreið = grúppusex
* Sambúð = kaupfélag
* Samdráttur = grúppusex
* Skautahlaupari = lauslátur karlmaður
* Skautahlaupari = Lauslát lesbía
* Skautbúningur = kvenmannsnærbuxur
* Tíðaskarð = skaut konu
* Undandráttur = ótímabært sáðlát
* Undaneldi = brunarústir
* Upphlutur = brjóstahaldari
* Uppskafningur = vegheflisstjóri
* Úrslit = bilun í úri
* Veiðivatn = rakspíri
* Vindlingur = veðurfræðingur
* Vökustaur = hlandsprengur að morgni
* Öryrki = sá sem er fljótur að yrkja




fimmtudagur, september 04, 2003

Helgina 3-5.okt. n.k. fer V.Í.N. í sína árlega Grand Buffet ferð. Skv. öruggum heimildum þá verður veislan mikla haldin í bústað einum við Flúðir. Þarna finnst jeppadeildinni kjörið tækifæri að blása til jeppaferðar þessa helgina með Fluðir sem ,,basecamp´´.

Tillagan er að koma á Flúðir á föstudagskvöldina með að fara Hlöðuvallaleið þ.e. frá Kaldadal og koma niður á Haukadalsheiði. Koma niður á þjóðveg við Geysi eða Gullfoss, ef við verðum í stuði. Aka svo bara þjóðveginn í gegnnum Brúarhlöð á Flúðir og allir í góðu flippi. Svo á laugardeginum er upplagt að skella sér í dagsferð. Þá hafði jeppadeildin hugsað sér að fara s.k. Tangaleið sem liggur frá Gullfossi að austanverðu að Sultartanga eða Hólaskógi. Að vísu myndum við beygja útaf Tangaleið við Ísahryggi og gefa stefnuljós til hægri niður á Skáldabúðaheiði og keyra hana niður uns komið er í nýlenduvöruverzluna í Árnesi, þar er nákvæmlega upplagt að verzla sér þær nýlenduvörur sem gleymdust en eru nauðsynlegar fyrir Grand Buffet. Á sunnudeginum verður líklegast ástand manna þanning að best er að aka malbikaðan þjóðveginn heim.

Jeppadeildin hér með auglýsir eftir jeppum til að koma með, því ef allir sem tekið hafa þátt í skoðanakönnunni koma er ekki mikið pláss. Það reddast.

Góðar stundir
Jeppadeild