miðvikudagur, apríl 29, 2009

Skráningarlisti nr:16

Jæja, þá komið að enn einum föstum lið hjá félagi vorr. Hér er auðvitað verið að tala um fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðarskráningarlista. Síðasti listi var heldur snubbóttur en það var vegna tímaskort og að sjálfsögðu leti. En vindum okkur bara í næsta skráningarlista.

Fólkið í landinu:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
tóti

Bílarnir á götunum

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk

Já, hlutarnir eru aðeins að gerast og víst þá gerast góðir hlutir hægt. Það er bara að bíða og sjá. Nú er sumarið er komið þá fer allt að gerast

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Lýðheilzustofnun



Alveg eins og fasta áskrifendur og þeir sem unna þessu félagi vita þá hefur tvö síðustu sumur verið stundað heilzurækt á þriðjudagkveldum, með nokkrum undantekningum þó. Rétt eins og glöggir lesendur hafa líka sjálfsagt áttað sig á er nú ansi stutt í kommadaginn og ekki enn komin nein dagskrá fyrir V.Í.N.-ræktina sumarið 2009. En nú skal gerð bragarbót á því.
N.k. mánudag þ.e. 4.maí er boðaður skipulagsfundur hér að Frostafoldum og skal hann hefjst kl:21:03 að staðartíma. Allir áhugasamir velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar er rætt verður um göngur og hjólatúra komandi sumars.

Kv
Skipulagsráð

mánudagur, apríl 27, 2009

Verkalýðshelgin



Hvernig er stemningin fyrir helginni? Maður er búinn að heyra fjölmargar hugmyndir, Hnjúkurinn, Tröllakirkja, Kaldbakur o.s.frv. Veðurguðirnir virðast reyndar ekki ætla að verða með Sunnlendingum í liði, en það er kannski fullsnemmt að treysta þeim. Látið í ykkur heyra, ég er a.m.k. til í allt, nema að tjalda við Staðarskála. Það geri ég aldrei.

Kv.
Skáldið.

sunnudagur, apríl 26, 2009

Á jökli á sjálfum kjördegi



Nú kemur smá nillablogg. En hvað um það. Slöngubátanámskeiði sem halda átti um helgina var frestað en í stað var skundað á Eyjafjallajökull sem smá sárabót. Flestir röltu þetta á tveimur jafnljótum en sem þetta ritar ásamt Flubbabræðrum skinuðum þetta upp. Reyndar snéri sá Yngri við er skíthælarnir fóru að angra hann en þeir sem eftir stóðu fóru upp að Guðna/Goðasteinn og þar upp en hinir í línunni fóru síðan allaleið upp á Hámund. Þrátt fyrir að þetta hafi hafist í sól og skinku (eins og Blöndudalurinn myndi orða það) var skyggni heldur fágætt er ofar dró og helst þannig sem og færði sig neðar. Því var skíðað frekar hægt niður og taka skal það fram að öryrki var líka með í för. En allir sem upp fóru komumst heilir niður, kannski smá lemstraðir en ekkert alvarlegt.
Hafi einhver áhuga eða nennu má skoða myndir hérna

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Sumarið er komið á ný



Rétt eins hefðir og lög V.Í.N. gera ráð fyrir var skundað á Snæfellsjökul nú á sumardaginn fyrsta til móts við gesti úr geimnum. Venju samkvæmt var haldið úr bæ kveldið áður og slegið upp tjöldum við Arnarstapa. Þeir sem þessa för fóru voru

Kaffi
Jarlaskáldið
Maggi Móses

á Sigurbirni

og í kjölfarið á þeim fylgdu svo

Litli Stebbalingurinn
Tuddi Tuð

á Jenson

Telst það helst til tíðinda að bara þrjú tjöld voru í tjaldborginni. Frekar léleg framistaða það. Allt gekk vel og siðsamlega fyrir sig. Ma var farið í rómantíska kveldgöngu niður í fjöru og að höfninni. Síðan á miðnætti var hlustað á ,,Gleðilegt sumar´´ með Baggalút. Fljótlega var gengið til náðar
Vaknað var eldsnemma og menn voru síðan misfljótir að græja sig. En hvað um það. Það var síðan komið sér að jökulrönd og þurfti þetta árið að hefja gönguna neðarlega eða í ca 350 m.y.s Uppgangan gekk vel fyrir sig og varla hægt að kvarta undan veðrinu þó svo að stöku ský hafi strítt okkur örlítið. Toppnum var náð í sól og skinku
Á niðurleiðinni voru ský farin að draga fyrir sólu en allt hafðist þó stór slysalaust fyrir sig. Það sem helst telst til frétta að við hittum VJ og HT á niðurleið þar sem þau voru á uppleið, ekki langt frá toppnum.
Ferðin endaði í sundferð á Stykkishólmi og með pulluáti þar.
Langi einhverjum að sjá hvernig þetta var má skoða myndir frá Skáldinu og Stebba Twist.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, apríl 19, 2009

Í skítakulda á sumardaginn fyrsta...



Eins og allir góðir VÍN-liðar vita styttist í sumardaginn fyrsta, nánar tiltekið á fimmtudaginn næsta, og honum fylgja vissar hefðir í þessum ágæta félagsskap. Sumsé, að tjalda við Arnarstapa að kvöldi síðasta vetrardags, tékka á því daginn eftir hvort það séu geimverur á toppi Snæfellsjökuls, og skíða svo niður að því loknu. Góð hefð, og vert að halda í. Stefnan er því tekin á að endurtaka leikinn í ár, að því gefnu að veðurguðirnir (þó ekki þessir sem spila vond lög með Ingó) verði með okkur í liði, annars má alltaf finna aðra hóla til að tölta upp á eins og Hekluna, Eyjafjallajökul eða yfirhöfuð hvað sem mönnum dettur í hug.

Oooooooooogggg... fá sér!

Nemdin.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Skráningarlisti nr:14

Nú þegar flestir ættu að vera búnir að éta páskaeggið sitt og liggjandi á meltunni þá er kominn tími að hefja undirbúning að fullu. Þá meina ég blindfullu. Menn þurfa að fara huga að útbúnaði, útreikningum á áfengismagni, heimaslátrun fyrir grillið og setja niður kartöflur. Síðast enn ekki síst að huga að næstu undirbúnings-og eftirlitsferð þá líklegast í Bása á Goðalandi. En ætli það sé ekki bara bezt að koma mér að nafnakallinu:

Kladdinn:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund

Sjálfrennireiðar:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Lítið að gerast enda páskar nýliðnir og sjálfsagt hefur fólk haft öðru að sinna. En nú með hækkandi sól fer allt að gerast og klukkan er. Þanngað til næzt

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, apríl 12, 2009

Páskar

Fyrst það eru páskar er ekki úr vegi að heyra í honum Páskari. Njótið:

föstudagur, apríl 10, 2009

Að gefnu tilefni!

Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að borða páskaegg, og ekki síst hvernig eigi að opna það. Við skulum líta á myndband:



Það er vonandi að þetta hjálpi einhverjum að nálgast málsháttinn sinn um páskahelgina. Góðar stundir...

Eyjafjallajökull




Við nafnarnir (Maggi og Maggi) ætlum að ganga á Eyjafjallajökul á morgun laugardag.

Allir velkomnir með, bara látið vita ef þið ætlið að koma með.

Kveðja
Fjalla- og Telemerkur deild VÍN.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Skráningarlisti nr:13

Nú er enn einn Jesúhátíðin að renna í hlað með tilheyrandi páskaeggjasúkkulaðiáti og stórsteik á hverjukveldi. Þá er vel við hæfi að koma með líka enn einn listann svo fólk hafi eitthvað að gjöra um páskana og geti lesið eitthvað meðan það gúffar í sig páskaegginu eftir að það hefir lesið málsháttinn í því. Hvað um það. Komum okkur bara strax að því sem máli skiptir.

Hold og blóð:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund

Suður og skrúfur:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Svo sem ekki mikið að gjörast þessa dagana enda flestir uppteknir við páskaeggjaundirbúning. En vonandi eru flestir að huga að næstu undirbúnings-og eftirlistsferð og um leið að pússa og smyrja hjólhestana sína.
Annars bara gleðilega páska og til þeirra sem ætla að fara eitthvað þá góða ferð líka

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, apríl 06, 2009

Helgin er búin

Líkt og hér kom fram þá voru uppi einhverjar hugmyndir um hvernig eyða mætti helginni. Rétt eins og gefur að skilja gekk það upp og ofan að halda því en svona að stærstum hluta amk hjá þeim sem þetta ritar.
Reyndar fór flöskudagurinn svona ofan garðs og neðan. Þá aðallega vegna lokunar skíðasvæða hér í nágrenni höfuðbóls hins Nýja Íslands. Hvað um það
.
Síðan á laugardeginum skunduðu þau VJ, Helga T og Jarlaskáldið á Búrfell í Þingvallasveit þó svo landafræðilega væri sjálfsagt að tala um í Bláskógabyggð. Skipti kannski ekki alveg öllu.
Hins vegar líka á laugardeginum var farið austur fyrir fjall og framhjá helstu sumarhúsabyggð hér sunnan heiða til þess að taka hjólhestareið. Ekki var nú fjölmennt þar en þó mættu Stebbi Twist og Hrabbla. Eftir að hafa puðað þessa rúmlega 20 km var skellt sér í sund á Borg. Fínasta sundlaug þar og hægt að komast hratt niður rennibrautina þar. Saunan var hins vegar bara þurr sauna, eins einkennilegt og það er. Síðan um kveldið var grillveizla í Breiðholtinu sem tókst með afbrigðum vel og ber að þakka húsráðindum fyrir góða kveldstund.
Ástand manna var eftir atvikum í gær þ.e. messudag en þrátt fyrir það var reyndt að halda við áður auglýsta dagskrá. Þrjár sálir voguðu sér út á Reykjanesið og það voru Stebbi Twist, Krunka og Eldri Bróðurinn. Var þetta sæmilegasti bíltúr með einum 20 min göngutúr upp á þúfuna Sýrfell. Ætlunin var síðan að koma við í ,,náttúrulaug´´ en urðum við fórnarlömb misskilnings og því bíður Skátalaug betri tími.

Það þarf vart að koma neinum að óvörum að fólk var með myndavélar með í för um helgina. Hér má sjá frá Búrfellsgöngunni sem er í boði Skáldsins. Síðan hér er frá hjólaferðinni og Útnáratúrinn er hérna.

Góðar stundir
Helgarnemdin

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Skráningarlisti nr:12

Rétt eins og fram kom hér í síðustu viku þá var stefnan tekin á undirbúnings-og eftirlitsferð um síðustu helgi. Hér má sjá að það var farið og aðeins umfjöllun um það. Þetta sýnir bara að allt er að gerast og klukkan er. Það styttist í sumarið og í Helgina.
Nú er vikan meira en hálfnuð og farið að halla niður í móti því er kominn tími á að birta skráningarlista fyrir hessa viku.

DNA:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund

Stál

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Nú er bara að gera að koma sér á listann, svona fyrir þá sem ekki er komnir inn, sömuleiðis er tími að huga að næstu undirbúnings-og eftirlitsferð og þá verða hjólhestarnir brúkaðir.

Heyrumst í næztu viku
Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar