miðvikudagur, júní 15, 2011

Tuttugastiogfyrsti

Eins og þegar er orðið klassíkst að segja þegar spennan nálgast þá er klukkan orðin og allt að gjörast. Ekki var það nú að skemma fyrir að síðustu helgi var skundað í Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. Sem gekk, eftir því sem ég veit, ágætlega nema hvað að bekkurinn var víst ekki færður né teknar fallprufarnir. En tímarnir svo sem breytast.
Svo styttist nú í Jónsmessuhelgina og þá hefur nú verið til siðs að rölta 5vörðuhálsinn, spurning hvað gerist nú. Síðan er Danni Djús að plana það að hjólheztast inneftir á flöskudeginum sjálfa helgina. Og er það vel. Gaman væri að heyra að því ef fleiri hafi einhverjar slíkar eða aðrar áætlarnir í gangi. T.d hafa Litli Stebbalingurinn og Krunka hug á því að leggja í´ann annað hvort á fimmtudagskveldinu ella flöskudag og ganga á Rjúpnafell á flöskudeginum svona ef vel viðrar.
En hvað um það. Komum okkur að aðalmálinu og því sem máli skiptir á miðvikudögum sem er auðvitað listi hinna viljugu og staðföstu. Hann er hér:

Skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna


Flottu bílarnir:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Bezti vinnur mannsins:

Krúzi


Já svo sannarlega allt að gerast enda ekki nema rétt rúmar tvær vikur í Helgina og hver og einn fer að verða síðastur að tilkynna þátttöku í gleðinni.
Þangað til næzt

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!