Á ferð okkar hjónaleysa um Samfélagið í síðustu viku þar sem við rendum m.a. í heimsókn til heiðurhjónanna og V.Í.N.-verjanna, þeirra Togga og Dillu, kveiknaði lítil hugmynd í Uppsala. Þegar umræðan barst að skíðaiðkun var farið að ræða skíðasvæði í Svíþjóð, t.d Salen eða Åre. Það virðist vera sem V.Í.N.-liðar séu að einhverju marki að flýja í norrænu velferðina þessi misserin, þá sú kom hugmynd upp að fara í skíðaferð í vetur. Hugmyndin væri að fjölmenna í einhverja huttu á góðum stað og hafa gaman. Sendifulltrúar V.Í.N. á Skandinaviuskaga myndu sjálfsagt kanna þetta bara betur og skoða raunhæfa möguleika verði af þessu.
Reyndar getur Litli Stebbalingurinn ekki lofað því að komast vinnu sinnar vegna eftir áramót en að sjálfsögðu er vel þess virði að skoða þetta og velta því fyrir sér, sérstaklega ef það verður einhver stemning fyrir slíku. Alla vega er þessari hugmynd velt út og gaman væri að heyra hvort þetta sé eitthvað sem skoðandi sé og einhver áhugi fyrir hendi þarna úti. Er einhver þarna úti?
Kv
Skíðadeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!