þriðjudagur, apríl 22, 2008

VÍNRÆKTIN 2008



Haldinn var hitafundur hjá heilsu- og atferlisráði VÍN í gærkvöld hjá Stefáni að Frostafoldum. Var mæting allgóð og hegðun fundargesta að flestu leyti til sóma, a.m.k. varð ekki vart við alvarleg brot á fundarsköpum. Ákveðið var að halda VÍN-ræktinni áfram á þriðjudögum í sumar og var sett saman dagskrá sem birtist hér fyrir neðan:

Apríl

29. apríl Helgafell í Mosfellsbæ

Maí

6. maí Hjólatúr um höfuðborgina
13. maí Skálafell í Árnessýslu
20. maí Hjólatúr upp á Úlfarsfell
27. maí Móskarðahnjúkar

Júní

3. júní Hátindur Esju
10. júní Hafnarfjall
17. júní Hjólatúr á Brúðubílinn
24. júní Grímannsfell

Júlí

1. júlí Reykjadalslaug
8. júlí Hjólatúr um Heiðmörk
15. júlí Hvalfell
22. júlí Ármannsfell
29. júlí Hjólatúr um Álftanes

Ágúst

5. ágúst Ökutúr á Húsavíkurfjall
12. ágúst Stóri-Meitill
19. ágúst Hjólatúr um Hafravatn
26. ágúst Kerhólakambur

September

2. september Trölladyngja

Svona lítur dagskráin út, fjörið byrjar eftir viku á léttum labbitúr og svo ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þegar líður á sumarið. Dagskrána má svo alltaf sjá hérna efst hægra megin, fólki til glöggvunar.

Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!