þriðjudagur, júlí 06, 2010

Tilvonandi helgi

Já, komið öll sæl og blessuð!
Nú er næzta sumarhelgi bara rétt handan við hornið og er rétt að maður spyrji hvort fólk þarna úti hafi einhverjar hugmyndir um hvað gjöra skal.
Sjálfur hefur drengurinn ekki neinar fastmótaðar hugmyndir en væri alveg til í að bæta við nýjum topp í 35 tindaverkefni mínu. Ekki væri svo verra ef hægt væri svo að liggja í laug eftir daginn. En þetta er alls ekkert skilyrði ef manni skyldi vera boðið með í eitthvað geim. Skíði og hjól koma líka sterklega inn.
Aðallega væri gaman að heyra frá fólki hvort það hafi hug á einhverju og þá hvar. Nú eða bara skapa umræður í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þar sem gott plan yrði til.

Kv
Ferðanemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!