mánudagur, nóvember 22, 2010

Dreginn á asnaeyrunum



Rétt eins og auglýst var fyrir helgi var ætlunin hjá undirrituðum að halda áfram með gæluverkefni sitt og komast á topp nr:25. Stefnan var tekin á Dragafell og á auðveldan hátt var það fell sigrað en verðlaunaði mann með stórgóðri fjallasýn. En á toppnum stóðu:

Stebbi Twist
Krunka.

Skemmst er frá því að segja að nú eru komnir 25.tindar í safnið svo það eru þá ekki nema 10 kvikindi eftir. Svo það er barasta aldrei að vita nema þetta komi til með að takast. Skulum samt bíða þanngað til að feita tjélling hefur sungið.
En einhver skyldi hafa áhuga þá má nálgast myndir hér (í kaupbæti fylgja örfáar myndir frá næturrötun hjá B-Einum)

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!