miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Hrói Höttur



Fyrir hálfum mánuði síðan var V.Í.N.-ræktin endurræst eftir smá sumarfrí. Fyrir valinu varð að skunda á Hrómundartind á Hellisheiði. Þrátt fyrir móngó blíðu voru bara þrjár sálir sem heldu í leiðangurinn. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta var hin heilaga þrenning V.Í.N.-ræktarinnar 2010. Svona upp á gamlan vana er bezt að telja þá upp

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

Eins og áður sagði var brakandi þurrkur á Heiðinni og við toppuðum Hrómundartind, sem eru reyndar tveir og líka Tjarnarhnjúk. Síðan tókum við lengri leiðina niður og í töff gil eitt, Tindagil, er alveg hægt að mæla með þessu fjalli og gili á bakaleiðinni. Þó svo að tindurinn sé ekki hár er landslagið þarna bara svo magnað og útsýnið flott af toppnum. Annar er bara bezt að láta myndirnar tala sínu máli hérna

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!