þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Allt er þegar þrennt er

Jæja, þá er loks kominn tími að hefja V.Í.N.-ræktina aftur vegs og virðingar eftir smá sumarfrí.
Líkt og hefur verið ætlunin verið í tvö önnur skipti hefur stefnan verið tekin á Hrómundartind en aldrei tekist að reyna hvað þá toppa.
En á miðvikudaginn hefur V.Í.N.-ræktin hug á því að skunda á margræddan Hrómundartind. Þar sem þetta er í austur átt þá er hittingur á klassískum stað eða á sjálfri gasstöðinni og eigum við ekki að hafa stefnumót kl:1830 að þessu sinnu og það er á morgun Óðinsdag.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!