Eftir smá pásu frá 35.tindum er kominn tími að halda áfram og vonandi færast einu skrefi nær takmarkinu. Hugsunin er að skella undir sig gönguskónum nú á komandi laugardag og skella sér í uppsveitir Borgarfjarðar. Þar við Geldingadraga, eða Afkynjunnardraga, er lítið fjall eitt er kallast Dragafell og það takmark helgarinnar. Stutt og þægilegt áður en maður skundar á jólahlaðborð til éta á sig gat. Pælingin er að hafa sig úr bænum um eða eftir hádegi og jafnvel koma svo við í sundlaug Reykjavíkur á Kjalarnesi á bakaleiðinni. Að sjálfsögðu er allir áhugasamir velkomnir með og er bara að láta vita með hinum ýmsu leiðum.
Kv
Stebbi Twist
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!