mánudagur, júní 28, 2010

Hálsbólga




Núna um nýliðna helgi var skundað yfir Fimmvörðuháls í næstum því árlegri Jónsmessugöngu. Þetta árið var slegið met í fjölda eða öllu heldur met í fáum þar sem aðeins þrjár kempur töltu en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

og sá Willy um að koma göngugörpunum á Skóga.

Svo annars vegar fór annar bíll beint inní Bása og var sá svo elskulegur að taka búnað og bjór fyrir göngulýðinn. En þetta var enginn annar en

Raven ásamt Aroni syni sínum og Óla vin hanz, á Hulk

Gangan gekk vel í allflesta staði þrátt fyrir nýafstaðnar náttúruhamfarir og gaman að sjá Hálsinn svona öðru ástandi en maður á að venjast, ekki var veðrið svo að spilla fyrir og engin hreyfing á logninu á milli jökla. En hvað um það. Gaman var svo að koma að gosstöðvunum og sjá muninn núna og frá því í marz þegar undirritaður var síðast á ferðinni þarna. Að sjálfsögðu var svo haldið í vanann og einum bjór slátrað á Kattahyggjum. Eftir tæpa 8 klst var komið í Bása og mikið var sturtan ljúf. Amk karlasturtan

Síðan á laugardeginum var skotist yfir á Skóga til sækja Willy og þrátt fyrir mikið öskufjúk þá sluppu Básar vel við það þó svo að blint hafi verið á veginum á kafla.
Þegar leið á laugardag rann enginn annar en Tiltektar-Toggi í hlað á Ladý og skömmu síðar var farið til móts við Eldri Bróðurinn, sem kom á Afa, inn við Lón. Ekki þarf að spyrja að því en Afi fór að sjálfsögðu alla leið í Bása. Eftir grill tók þetta hefðbundna við sem endaði með rólustökkskeppi.

Eftir rigningu á messudagsmorgni urðu loftgæðin mun betri en tjöldin voru á kafi í sandi í staðinn. Á baka leiðinni var komið við á efra vaðinu hjá Lóninu og þar hitti maður fyrir félaga Fast og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þar sem þarna var líka vað yfir Lónið þá þurfti maður að smakka á því en það reyndist aðeins í dýpri kantinum en ekkert yfirstíganlegt. En óhætt er að segja að ,,Lónið" sé svolítið mikið öðruvísi en hingað til. Annars var hefðbundum eftirlitskyldum lítið sinnt utan Goðalands og þar er óhætt að segja að (Smá)Strákagil líti vel út. Því var bara treyst að Kaffi og Eldri Bróðurinn hafi gert góða hluti helgina á undan.
Svo ef einhver skyldi hafa áhuga að sjá hvernig þetta var svona nokkurn veginn má skoða myndir hérna

Sum sé allt lítur bara vel út og ekkert því til fyrirstöðu að halda innúr næztu helgi. Nú ætla ég að nota tækifærið og varpa fram sprengju þar sem Litli Stebbalingurinn leggur það til að haldið verði til í (Smá)Strákagili þetta árið. Hér með fer fram hávísindaleg könnun þess efnis í skilaboðaskjóðinni hér að neðan

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!