fimmtudagur, mars 18, 2010

35 tindar



Á morgun, nú eða í dag, (fer eftir því hvenær fólk les þetta) verður drengurinn víst 34ra vetra gamal. Nú það þýðir víst að eftir ár verða menn víst hálf sjötugir. Það er víst í tízku á svona tímamótum að setja sér takmark og það hefur undirritaður gert. Nú á miðnætti eða nákvæmlega kl 00:01 og fram að kl 23:59 þann 18.marz á næsta ári hefur sá sem þetta ritar set sér það markmið að ná að klára og toppa 35 áður ófarna tinda,fjöll, hóla og hæðir hjá Litla Stebbalingnum.
Nú um komandi helgi er stefnan sett á þann fyrsta og skal það vera Vörðufell á Skeiðum. Ekki er endanlegt hvort farið verður á laugardag eða messudag en ef marka má spámenn ríksins þá lítur frekar út fyrir sem það verði á sunnudag.
Að sjálfsögðu er allir þeir og þau sem áhuga hafa velkomin með hvort sem það er nú um helgina eða hvað sem er sem kemur þar á eftir

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!