mánudagur, júlí 19, 2010
Geitahafur
Í miðri síðustu viku átti V.Í.N.-rækt sér stað, eins og hér var auglýst, og af tvennu sem var í vali varð Geitafell fyrir valinu því þar leit út fyrir að vera minna blaut en á Hellisheiðinni. Allt leit vel út í byrjun og tókst að toppa í þurru og ágætis veðri. En þau sem toppuðu voru:
Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn.
Á niðurleiðinni fundum við fína strumpaleið en öllum tókst að komast stóráfallalaust niður. Þegar niður af hólnum var komið þá kom þessi fíni gróðraskúr en ekki nóg til að drekkja mannskapnum. Hafi einhver þarna úti áhuga og tíma til að kíkja á myndir má gera það hér.
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!