þriðjudagur, júní 22, 2010

Viffafell



Það var auglýst síðasta messudag að í kveld ætti að fara fram V.Í.N.-rækt, sem og var gjört. Þessa vikuna var haldið á bæjarfjall Kópavogsbúa eða sjálft Vífilsfell sem blasir við fólki ekki langt frá Litlu Kaffistofunni á leiðinni í Hnakkaville.
Ekki var nú fjölmenn þessi V.Í.N.-rækt heldur var hún bara tvímenn og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka

Óhætt að segja að förin hafi gengið sæmilega enda reif hann af sér þennan þokuslæðing sem lá yfir. Það sem er eiginlega merkilegra er að nánast engin hreyfing var á logninu en engu að síður prýðilegasta upphitun fyrir Fimmvörðuhálsinn um komandi helgi. Myndir frá kveldinu eru hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!