miðvikudagur, september 15, 2010
Bungan hanz Bárðs
Eins og sjá má á færslunni hér að neðan, frá félaga vor Magga á Móti, þá var göngudeild V.Í.N. á Bárðarbungu um síðustu helgi. Þannig háttaði til mála að Flugbjörgunarsveitin Reykjavík er 60.ára um þessar mundir og sem og að í gær voru líðin slétt 60.ár síðan Geysir (TF-RVC) flugvél Loftleiða fórst á Bárðarbungu. Í tilefni ammælisins sem giftusamlegrar björgunar áhafnarmeðlima Geysir fór FBSR í ammælisferð. Nú þar sem þó nokkrir gildir limir innan V.Í.N. eru jú inngengnir félagar í FBSR þá þarf það ekki að koma á óvart að myndarlegur hópur þeirra ætlaði að skunda þar upp sem og bílahópurinn átti líka sinn fulltrúa. En þetta voru
Stebbi Twist
Krunka
VJ
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Móses
Plástradrottningin
Og Bergmann sem fulltrúi bílahóps.
Allir göngumenn náður að ,,toppa" að undanskildri Plástradottingunni sem skildi hælana eftir einhverstaðar á Köldukvíslarjökli og þurfti því frá að snúa. En allir skiluðu sér til baka í bílana, mis seint að vísu, og náðu í grill í Nýja-Dal.
Til að hafa þetta ekki mikið lengra er rétt að benda á myndir, sem eiga víst að segja meira en þúsund orð, þær má skoða hér
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!