Eftir mikla legu og vangaveltur um hvaða fjall á að skunda á um helgina þá er komin niðurstaða. Nú á að taka mikla áhættu og hætta sér á Reykjanesið því þar er hóll einn er nefnist Grænadyngja. Þetta fjall hefur ekki verið klifið af undirrituðum sem og nær það líka í 400 mys svo það passar inn í 35.tindaverkefnið Sem er mjög gott.
Ef svo ólíklega að einhverjum langi með þá er öllum það velkomið og er ætlunin að fara á laugardag. Svona einhvern tíma eftir að maður vaknar og áður en það dimmir aftur
Kv
Stebbi Twist
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!