Nú eftir alltof langt hlé er kominn tími að halda áfram með 35.tinda verkefnið nú um komandi helgi. Það lítur allt út fyrir ágætis veður skv spámönnum ríkzins og engin ástæða er til að sitja heima heldur skulu gönguskórnir viðraðir.
Hugmyndin þessa stundina er að skunda á Fanntófell á Kaldadal við jaðar Oksins. Rétt eins og staðan er núna er ekki alveg neglt niður hvort haldið verður á laugardag nú eða messudag. Hvort sem heldur væri ekki vitlaust að hafa með sér sundföt (þ.e. komi einhver með) og skella sér í Krosslaug eftir göngu. Svona af því gefnu að farið verði á Fanntófell.
Ef svo ólíklega skyldi nú vera að einhverjum langaði með er þeim bent á skilaboðaskjóðuna hér að neðan. Sem og hafi fólk hugmyndir um annað fell þá endilega viðra þá hugmynd á sama vettvangi.
Kv
Stebbi Twist
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!