sunnudagur, maí 17, 2009
Hugað að heilzunni
Þá er loksins komið að því að hefja V.Í.N.-ræktina á fulla þetta misserið. Næzt á dagskrá er dyngja ein og það enginn venjuleg dyngja heldur Trölladyngja á Reykjanesi. Ekki amalegt að hefja V.Í.N.-ræktina þetta árið þar sem frá var horfið síðasta haust. En þessum dagskrárlið þurfti að aflýsa vegna anna. En það lítur út fyrir það að það verði ekki þrautalaust að komast á þessu blessuðu Trölladyngju því það stefnir allt í það að flestir verði frekar uppteknir í komandi viku. Það eru ýmis námskeiðahöld framundan sem og kvikmyndahátíð.
Skv upphaflegri dagskrá var ætlunin að fara út á Reykjanesið núna komandi miðvikudag en þá verður seinna kveldið á Bnaff og ef fólk vill fjölmenna þanngað þá er kannski spurning um að slá þessu aftur á frest en nú bara um einn dag. Þe nýta einhvern kirkjufrídag á fimmtudaginn víst einhvern uppstillingardag og rölta þá. Ekki væri amalegt ef áhugasamir sæju sér fært um að losa um hömlurnar í skilaboðaskjóðunni hér að neðan um hvort það vill miðvikudagskveldið eða fimmtudag í létta göngu
Kv
Heilzuráð
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!