miðvikudagur, júlí 14, 2010
Hús(bíla)fell
Ekki var nú setið heima í borg óttans um síðustu helgi. Eftir nokkra símafundi varð loka niðurstaðan sú að enda á fjölskyldutjaldsvæðinu í Húsafelli meðal húsbíla og fellihýsa. Ekki var nú melding mikill en það endaði á eftirfarandi:
Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn
á Rex
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
á Barbí með aftaníhaldið Ken með
Svo boðaði Skrattinn sig ásamt frú.
Eitthvað klikkuðu spámenn ríkins því skúrnirnir á laugardeginum urðu bara að hellirigningu en þá var gott að skríða ofan í hella svona eftir að hafa rölt á Strút.
Þegar við komum til bara í fellið voru Raven og Arna mætt á pleizið. Svo hófst bara þetta hefðbundna þ.e. grill og öl.
Á messudag náðist að pakka tjöldum niður þurrum og rennt var við í Krosslaug á heimleiðinni. Endað svo á rjómaís á helgasta stað íslendinga. Að lokum má benda á það að hér má skoða myndir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!