miðvikudagur, júlí 21, 2010
Hvað bíður á helginni
Nú þegar nálgast næzta helgi ætla ég að hafa kvörtun Danna Djús í huga er kann lét vita að menn vissu ekki um áform fyrr en þeim væri lokið. En hvað um það bara eina að reyna að bæta sig.
Það er ekkert ákveðið með helgina en V.Í.N.-ræktar þríeggið er spennt fyrir að komast úr bænum. En eins og veðurspá er þessa stundina er ekki spennandi að fara nema ansi langt en það gæti nú breyst snögglega. Hafi fólk áhuga að koma með eru allir velkomnir og allar hugmyndir eru vel þegnar. Annars má bara telja líklegt að reynt verði að rölta á einhvern eða jafnvel einhverja hóla og safna í 35 tinda verkefnið.
Annars er bara orðið frjálst hér að neðan í skilaboðaskjóðunni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!