laugardagur, júní 19, 2010

Á slóðum kvenndrauga og Fjalla-Eyvinds



Í tilefni 17.júní ár hvert er flestum vinnandi mönnum gefið frí vegna skrúðgangna dagsins og ekki var undantekning þetta árið. Vegna þess að sem þetta ritar er svo heppinn að fá að vinna vaktavinnu þetta sumarið (sem og þrjú síðustu) þá var ákveðið að þiggja boð Eyþórs og Boggu um að koma með á Kjöl og jafnvel rölta þar á eitt fjall eða svo. Gæti grætt eitt stykki í 35.tinda verkefnið. Því endaði það svo að við Krúnka skelltum okkur í ,,helgarferð" frá miðvikidegi til flöskudags. Bölvuð vinnan að neyða mann að mæta kl:1600 til skyldustarfa. Þetta endaði því með fjögra manna ferð og það voru:

Stebbi Twist
Krúnka
á Rex

Eyþór
Bogga
á Stjána Bláa

Fyrsti náttstaður var við Hvítárnes þar sem gönguskíðaför síðasta vetrar rifjaðist upp og þar var slegið upp tjöldum. Ekki urðu neinir varir við kvenndrauginn sem á þar ku vera á ferðinni. Þjóðahátíðardagurinn tók á móti okkur með sól en einhver hreyfing var á logninu en ekkert sem drap mann. Niðurstaðan varð svo að kíkja inní Kelló, síðan rölta uppá Kjalfell og enda á þjóðhátíðarsteikinni á Hveravöllum áður enn kíkt væri í pottinn. Þetta plan stóðst allt í stórum dráttum og er því Kjalfell tindur nr:11 í 35.tindaverkefninu.
Á föstudeginum þurfti Litli Stebbalingurinn að komast til byggða og því var haldið frá Hveravöllum milli 11 og 12. Ferðafélagarnir ætluðu hinz vegar að vera lengur og halda í Þjófadali til að gista sem rölta upp á Rauðkoll. Þar skildust svo leiðir og vel gekk að komast niður á Geysi enda hefur Kjalvegur sjaldan verið eins góður og hann var á flöskudaginn, enda tíðindalaus akstur til Borgarinnar.
En myndavélin var með í för og má sjá það sem fyrir bar hérna

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!