sunnudagur, ágúst 22, 2010

Sel það ekki dýrara en ég keypti það

Því miður þá féll V.Í.N.-ræktin niður í síðustu viku en það skal ekki endurtaka sig aftur þessa vikuna og er ætlunin að skunda af stað á Óðinsdag. Sjálfsagt kemur það fáum eða neinum á óvart að ætlunin er að skunda á hól. Þessi er víst í Hvalfirðinum og það í Botnsdal sjálfum, ber nafnið Selfjall. Reikna ná með því að þetta verði síðasti liðurinn í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið en ef vel liggur á manni getur það gerst að eitt rölt verði í næztu viku en það kemur bara í ljós.
En alla vega þar sem leiðin liggur veztur á veg þá er hittingur á N1 í Mosó á miðvikudag kl:18:30. Sum sé Selfjall á miðvikudag

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!