Þá er kominn tími að huga að V.Í.N.-ræktinni fyrir þessa vikuna. Vegna vinnuskyldu Lilta Stebbalingsins þá er ætlunin að færa til um einn dag og fresta um dag eða Miðvikudags eða Óðinsdag.
Þá er spurningin um hvað gjöra skal á miðvikudaginn og þá kemur valkvíði inn i myndina. Það var nefnilega aðeins rætt á heimleiðinni í dag hvað ætti að gjöra á miðvikudaginn og hugmyndir komu um annað hvort Hrómundartindur eða Geitafell. Þetta þarf víst að ráðast af veðurskilyrðum. Ef það verður sól og blíða þá verður það Hrómundartindur en ef lágskýjað verður þá skal það verða Geitafell.
Annars bara hittingur við Gasstöðina við Rauðavatn á MIÐVIKUDAG kl:1900
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!