föstudagur, október 08, 2010
Leitin af Rauða Október II
Síðasta laugardag var stórafmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar haldin til tilefni þess að 60 ár eru síðan Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð. Öllum sveitum á landinu var boðið og því fjölbreytt verkefni í boði. Það var þétt dagskrá og mikið af ólíkum verkefni fyrir hina ýmsu hópa.
Litli Stebbalingurinn ásamt öðrum inngengnum sáu um rústabjörgun. Það var varla að maður vissi hvað rústabjörgun væri en það lærðist smátt og smátt. Verkefni í rústabjörgun voru á þremur stöðum og þurfti einn póstastjóra á hvern póst. Ekki var nú leitað langt yfir skammt heldur fengnir V.Í.N.-liðar í þetta. Þar voru á ferðinni:
Maggi á Móti
Bergmann
Jarlaskáldið
Þetta gekk allt saman á endanum, enda úrvals menn á hverjum póst, má skoða myndir hérna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!