fimmtudagur, desember 16, 2010

Laugardagurinn fyrir jól

Eins og sjálfsagt fæstir muna þá hefur undirritaður síðustu 3.ár skundað upp á Þverfellshorn síðasta laugdag í aðventunni. Svona til brenna plássi fyrir jólasteikina. Nú í ár að gjöra breytingu þarna á. Engar áhyggjur um að sleppt verði að fara upp á fjall heldur verður bara áfangastaðnum breytt.
Í stað þess að fara á Þverfellshorn er stefnan að fara austur í Þingvallasveit og það lengra en Bolabás. Hætta sér að Sandkluftavatni og reyna þar að tölta upp á Lágafell sem hluta af 35.tinda verkefninu. Hafi einhver áhuga er öllum velkomið með. Brottfarartími er enn óákveðinn annars en sá að farið verður á laugardag

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!