sunnudagur, desember 05, 2010
Bláfjöll
Í morgun heldu Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn sem leið lá upp í Bláfjöll til að starta þar skíðavertíðinni þetta árið. Líka fékk Eldri Bróðurinn tækifæri til að prufa nýja dótið sitt. Fátt var í fjöllunum er mætt var á svæðið um 11 á messudagsmorgi, örugglega flestir uppteknir við messu, í smákulda en það var bara til herða mann. Við skíðuðum í einhverja tvo tíma og nýtist tíminn vel til rennslis enda engin röð í kónginn í þessu líka prímafæri.
Hef svo sem ekkert meira það að segja annað en hér má skoða myndir frá deginum
Kv
Skíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!