þriðjudagur, apríl 28, 2009

Lýðheilzustofnun



Alveg eins og fasta áskrifendur og þeir sem unna þessu félagi vita þá hefur tvö síðustu sumur verið stundað heilzurækt á þriðjudagkveldum, með nokkrum undantekningum þó. Rétt eins og glöggir lesendur hafa líka sjálfsagt áttað sig á er nú ansi stutt í kommadaginn og ekki enn komin nein dagskrá fyrir V.Í.N.-ræktina sumarið 2009. En nú skal gerð bragarbót á því.
N.k. mánudag þ.e. 4.maí er boðaður skipulagsfundur hér að Frostafoldum og skal hann hefjst kl:21:03 að staðartíma. Allir áhugasamir velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar er rætt verður um göngur og hjólatúra komandi sumars.

Kv
Skipulagsráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!